Matstækjaskrá Heilbrigðisvísindastofnunar er skrá yfir matstæki sem vitað er til þess að hafi verið notuð í rannsóknum við Heilbrigðisvísindasvið. Skráin er í stöðugri uppfærslu með tilliti til efnis, framsetningar og flokkunar – endilega látið okkur vita á phvs@hi.is ef þið viljið koma á framfæri fyrirspurnum, athugasemdum, leiðréttingum eða nýjum matstækjum.
Rannsakendum er bent á að með framsetningu upplýsinga um matstæki er Próffræðistofa ekki að mæla sérstaklega með notkun þeirra umfram önnur sem ekki eru á skrá. Eina markmið skrárinnar er að taka saman upplýsingar um matstæki sem eru til á íslensku og hafa verið eða eru í notkun. Leitast er við að greina frá próffræðilegum eiginleikum matstækja með hlutlausum hætti og almennt er ekki tekin afstaða til gæða greina og nemendaverkefna þaðan sem próffræðilegar upplýsingar fást. Það kemur í hlut rannsakenda að taka upplýsta ákvörðun um notkun tækjanna.