Children‘s Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale (CY-BOCS)

Efnisorð

  • OCD
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Hálfstaðlað viðtal við barn / ungmenni og forráðamanneskju
  • Fjöldi atriða: 74 dæmi um þráhyggju og áráttu, 10 atriði sem meta alvarleika ráðandi einkenna
  • Metur: Einkenni og alvarleiki OCD meðal barna og ungmenna. Skiptist í þrjá hluta; einkennalista (74 dæmi þráhyggju og áráttu), lista ráðandi einkenna (4 einkenni þráhyggju annars vegar og áráttu hins vegar) og alvarleikamat m.t.t. tíðni / tíma, truflunar, vanlíðunar / streitu, mótstöðu og stjórnar (5 spurningar fyrir þráhyggju og 5 fyrir áráttu). Miðað er við undanfarna viku
  • Svarkostir: Í einkennalistum (þráhyggju og áráttu) eru tveir svarkostir – annars vegar sá sem tilgreinir að einkenni sé til staðar, hins vegar sá sem tilgreinir að einkenni hafi verið til staðar áður. Í atriðum sem snúa að alvarleika ráðandi einkenna – fimm punkta fullmerktir raðkvarðar frá 0 til 4 með breytilegum orðagildum eftir stofni spurninga
  • Heildarskor: Á alvarleikamati – summa atriða þráhyggju (0–20), áráttu (0–20), eða þráhyggju og áráttu til samans (0–40). Í öllum tilvikum vitnar hærra skor um aukinn alvarleika einkenna

Íslensk þýðing

  • Guðmundur Ágúst Skarphéðinsson og Baldvin Logi Einarsson, sjá nánar í nemendaverkefni hins síðarnefnda1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Nemendaverkefni greinir frá úrtaki fimm barna með greint OCD samkvæmt K-SADS-PL.1 Þar reyndist matmannaáreiðanleiki (ICC) heildartölu vera  r = 0,85, 0,74 fyrir heildartölu þráhyggju og 0,94 fyrir heildartölu áráttu. 

Réttmæti: Samleitni CY-BOCS heildartölu við aðrar skyldar mælingar var metin í sama nemendaverkefni, en sökum smægðar úrtaks verða þær niðurstöður ekki greindar hér – sjá verkefni Baldvins Loga.1 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Scahill, L., Riddle, M. A., McSwiggin-Hardin, M., Ort, S. I., King, R. A., Goodman, W. K., Cicchetti, D., & Leckman, J. F. (1997). Children's Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale: reliability and validity. Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry, 36(6), 844–852. https://doi.org/10.1097/00004583-199706000-00023

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1.  Baldvin Logi Einarsson. (2018). Þýðing og forprófun á Children's Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale (CY-BOCS) [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30666
  • Þórhildur Ólafsdóttir. (2019). Body dysmorphic symptoms in youth with Obsessive-compulsive disorder: Prevalence, clinical correlates, and cognitive behavioral therapy outcome [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33310

 

Reglur um notkun

  • Rannsakendur eru beðnir um að setja sig í samband við höfunda, unnið er að því að afla tengiliðaupplýsinga
  • Íslensk útgáfa er í uppfærslu um þessar mundir, henni verður komið á framfæri hér þegar hún er fullgerð
  • Athuga að notkun krefst viðeigandi menntunar / þjálfunar, sjá hér undir General Intructions

Aðrar útgáfur

  • CY-BOCS-SR

Síðast uppfært

  • 7/2023