ADHD Rating Scale-IV (Ofvirknikvarðinn) (ADHD-RS-IV)
Efnisorð
- ADHD
- Börn
- Fullorðnir
- Hegðun
Stutt lýsing
- Tegund: Mat annarra – kennari eða foreldri metur barn eða ungmenni
- Fjöldi atriða: 18
- Metur: Einkenni athyglisbrests með ofvirkni samkvæmt DSM-IV hjá börnum og ungmennum að 18 ára aldri. Níu atriði meta athyglisbrest og níu meta ofvirkni / hvatvísi. Miðað er við síðustu sex mánuði
- Svarkostir: Fjögurra punkta raðkvarði frá 0 (aldrei / sjaldan) til 3 (mjög oft)
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–54 þar sem hærra skor vitnar um meiri einkenni ADHD. Hráskorum er umbreytt í prósentuskor með þar til gerðum skorunarprófíl. Algengt er að skor frá 1,5 til 2 staðalfrávikum yfir meðaltali verði til þess að próftaka sé vísað í formlega greiningu
Íslensk þýðing
- Páll Magnússon og Stefán Hreiðarsson þýddu í samstarfi við barnasálfræðing og þroskaþjálfa. Til að meta gæði þýðingar var kvarðinn bakþýddur og borinn saman við upprunalega þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í almennu úrtaki kennara og foreldra sex og átta ára barna hefur innri áreiðanleiki heildarskors og undirkvarða mælst α = 0,93 fyrir undirkvarða og 0,95 fyrir heildarskor (kennaraútgáfu) og 0,87–0,93 (foreldraútgáfa).1 Í nemendaverkefni í almennu úrtaki 8 og 10 ára barna hafa sömu stuðlar fyrir heildarskor mælst α = 0,96 (kennaraútgáfa) og 0,95 (foreldraútgáfa).2
Réttmæti: Fylgni kennaraútgáfu og foreldraútgáfu í sömu úrtökum barna hefur mælst r = 0,451 og 0,662 fyrir heildarkor, r = 0,371 og 0,632 fyrir athyglisbrest og r = 0,461 og 0,592 fyrir ofvirkni / hvatvísi.
Meginhlutagreining í almennu úrtaki kennara og foreldra sex og átta ára barna benti til tveggja vídda beggja útgáfa kvarðans, þó ekki hafi reynst vera afgerandi munur á styrkleika annars og mögulegs þriðja hluta foreldraútgáfu (eigingildi 1,25 v/s 0,95, skýringargildi 7,1% v/s 5.3%).1 Fylgni undirkvarða athyglisbrests og ofvirkni / hvatvísi var r = 0,55 meðal kennara og 0,59 meðal foreldra. Mynstur í hleðslum atriða var sagt í samræmi við væntingar, að undanskildu einu atriði sem vó umtalsvert á báðar víddir (Truflast auðveldlega af utanaðkomandi áreitum). Lægst var skýrð dreifing atriða 0,33 (Hugar illa að smáatriðum og gerir fljótfærnislegar villur á skólaverkefnum).
Leitandi þáttagreining í almennu úrtaki átta og tíu ára barna hefur sömuleiðis stutt tveggja þátta formgerð beggja útgáfa.2 Eitt dæmi var um krosshleðslu atriðis meðal kennara og foreldra (atriði 4 annars vegar og 5 hins vegar), en annars voru þáttalausnir skýrar. Einnig var þáttagreint eftir kyni. Niðurstöður voru heilt yfir í samræmi við það sem búast mátti við, en meðal foreldra stúlkna mátti þó sjá nokkur dæmi um krosshleðslu atriða.
Fyrir umræðu um samræmi í mati kennara og foreldra á einkennum, sjá nemendaverkefni Heiðdísar Hallsteinsdóttur og Særósar Reynisdóttur (2019).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- DuPaul, G. J., Power, T. J., Anastopoulos, A. D., & Reid, R. (1998). ADHD Rating Scale—IV: Checklists, norms, and clinical interpretation. Guilford Press
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Magnússon, P., Smári, J., Grétarsdóttir, H., & Prándardóttir, H. (1999). Attention-Deficit/Hyperactivity symptoms in Icelandic schoolchildren: Assessment with the Attention Deficit/Hyperactivity Rating Scale-IV. Scandinavian Journal of Psychology, 40(4), 301–306
- Málfríður Lorange, Kristín Kristmundsdóttir, Guðmundur Skarphéðinsson, Björg Sigríður Hermannsdóttir, Linda Björk Oddsdóttir & Dagbjörg B. Sigurðardóttir. (2012). Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá. Læknablaðið, 98(1), 19–23. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2012/01/nr/4414
- Baldursdottir, I. M., Petursdottir, A. B., & Svavarsdottir, E. K. (2023). Family oriented intervention for families of adolescents with attention deficit hyperactivity disorder: A feasibility study. Journal of Child and Adolescent Psychiatric Nursing, 36(2), 75–86. https://doi.org/10.1111/jcap.12405
Nemendaverkefni:
- 2. Sandra Björg Sigurjónsdóttir. (2010). Viðmiðunargildi og próffræðilegir eiginleikar Ofvirknikvarðans fyrir 8 og 10 ára börn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/7734
- Diljá Björk Styrmisdóttir. (2021). Tíðni tilfinninga- og hegðunarvanda hjá fimm til átta ára íslenskum börnum [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/37596
- Hrefna Þráinsdóttir & Hörn Kristbjörnsdóttir. (2022). Áhrif stýrifærni á ADHD einkenni: tengsl vinnsluminnis, athyglisstýringar og hömlunar við ADHD einkenni hjá börnum í almennu þýði [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41555
- Ronja Rafnsdóttir & María Kristín Árnadóttir. (2024). Children with Predominantly Inattentive ADHD: Comorbidities, Gender Differences, and Patterns of Cognitive Skills [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47270
Reglur um notkun
- Ekki ljóst – á vefsíðu útgefenda er útgáfa fyrir börn og ungmenni uppfærð í samræmi við DSM-5 leyfisskyld, sjá hér
Aðrar útgáfur
- ADHD-RS-5 (útgáfa byggð á DSM-5 sem nefnd er að ofan)
- Talið er að Hegðunarmatskvarði fyrir fullorðna (sjálfsmat á einkennum í bernsku og núverandi einkennum) sé hliðstætt matstæki, einnig samið miðað við greiningarskilmerki DSM-IV, úr smiðju Páls Magnússonar, Jakobs Smára og fl. – sjá hér
Síðast uppfært
- 9/2024