Rosenberg Self-Esteem Scale (RSES)

Efnisorð

  • Sjálfsálit

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir og ungmenni
  • Fjöldi atriði: 10
  • Metur: Sjálfsálit
  • Svarkostir: Raðkvarði með fjórum fullmerktum svarkostum frá 1 (algjörlega ósammála) til 4 (algjörlega sammála)
  • Heildarskor: Á bilinu 10–40 þar sem hærra skor vitnar um meira sjálfsálit

Íslensk þýðing

  • Jón Friðrik Sigurðsson og Ásrún Matthíasdóttir, bakþýddur af Gísla Guðjónssyni
  • Rúnar Vilhjálmsson

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í cand.psych. verkefni hafa verið teknar saman allnokkrar íslenskar rannsóknir þar sem RSES hefur verið notaður, t.d. í úrtaki stúdenta, barnshafandi kvenna og fanga.1 Áreiðanleiki í þeim hópum sem teknir voru til skoðunar mældist á bilinu α = 0,87–0,93.  
Réttmæti: Sama verkefni greinir frá niðurstöðum þáttagreiningar í úrtaki nema og þungaðra kvenna.Í báðum úrtökum fékkst stuðningur fyrir einum þætti með skýringargildi upp á tæp 62% í hópi nema og rúm 53% í hópi þungaðra kvenna. RSES reyndist hafa jákvæða fylgni við lífsgæðakvarðann QOLS (= 0,43 / 0,62) en neikvæða fylgni við t.d. BDI-II (= -0,63 / -0,70) og BAI (-0,45 / -0,56) eins og spáð var fyrir um.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Rosenberg, M. (1965). Society and the adolescent self-image. Princeton University Press. https://www.docdroid.net/Vt9xpBg/society-and-the-adolescent-self-image-morris-rosenberg-1965-pdf
  • Rosenberg, M. (1989). Society and the Adolescent Self-Image. Revised Edition. Middletown, CT: Wesleyan University Press

Próffræðigreinar: 

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Guðjónsson, G. H., Sigurðsson, J. F., Brynjólfsdóttir, B., & Hreinsdóttir, H. (2002). The relationship of compliance with anxiety, self-esteem, paranoid thinking and anger. Psychology, Crime & Law, 8(2), 145–153. https://doi.org/10.1080/10683160208415003
  • Guðjónsson, G. H., Sigurðsson, J. F., Finnbogadóttir, H., & Smári, U. J. (2006). The relationship between false confessions and perceptions of parental rearing practices. Scandinavian Journal of Psychology, 47(5), 361–368. https://doi.org/10.1111/j.1467-9450.2006.00539.x
  • Thome, M. & Arnardottir, S. B. (2013). Evaluation of a family nursing intervention for distressed pregnant women and their partners: A single group before and after study. Journal of Advanced Nursing, 69, 805–816. https://doi.org/10.1111/j.1365-2648.2012.06063.x

Nemendaverkefni:

  • 1. Ellen Dögg Sigurjónsdóttir. (2012). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Rosenberg kvarðans [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/12256
  • Erla Rut Eggertsdóttir. (2018). The relationship between parental alcohol drinking habits and children’s self-esteem: An Icelandic youth sample [óútgefin BSc. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30667
  • Heiðdís Vala Þorsteinsdóttir. (2021). Association between sleep duration, sleep quality and self-esteem in adolescents in Iceland [óútgefin BSc. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39008
  • Rakel Guðjónsdóttir. (2023). The effects of different parenting styles on self-esteem [óútgefin BSc. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44753

     

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024