Stroke Impact Scale (SIS v3.0)

Efnisorð 

  • Heilaslag
  • Lífsgæði

Stutt lýsing 

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir sem hafa fengið heilaslag
  • Fjöldi atriða: 59
  • Metur: Lífsgæði fólks sem hefur fengið heilaslag á átta undirkvörðum: 1) Kraftur (4 atriði), 2) Minni og hugsun (7 atriði), 3) Tilfinningar (9 atriði), 4) Samskipti (7 atriði), 5) Athafnir í daglegu lífi (10 atriði), 6) Hreyfigeta (9 atriði), 7) Virkni handar (5 atriði) og 8) Þátttaka (8 atriði). Svarandinn svarar atriðunum miðað við síðastliðna viku á fyrstu fjórum undirkvörðunum, síðastliðnar tvær vikur á undirkvörðum númer fimm til sjö og síðastliðnar fjórar vikur á áttunda undirkvarðanum. Stakt atriði í lok listans spyr um huglægt mat svarandans á því hversu mikinn bata hann hefur fengið eftir heilaslagið
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum sem eru mismunandi eftir undirkvarða. Undirkvarðar Minni og hugsun og Samskipti hafa svarkostina 1 (afar erfitt) til 5 (ekki erfitt), Tilfinningar og Þátttaka hafa svarkostina 1 (alltaf) til 5 (aldrei), Athafnir í daglegu lífi, Hreyfigeta og Virkni handar hafa svarkostina 1 (gat alls ekki gert) til 5 (ekki erfitt) og undirkvarðinn Kraftur hefur svarkostina 1 (enginn kraftur) til 5 (mikill kraftur). Seinasta atriði listans er með sjónrænan svarkvarða (VAS) sem fer frá 0 (enginn bati) til 100 (fullur bati)
  • Heildarskor: Reiknað fyrir hvern undirkvarða með eftirfarandi umbreytingarformúlu: ((summuskor svaranda – lægsta mögulega summuskor) / hæsta mögulega summuskor) * 100. Athugið að snúa þarf skorun á atriðum f, h og i í undirkvarðanum Tilfinningar áður en heildarskor er reiknað. Heildarskor hvers undirkvarða liggur þá á bilinu 0 til 100 þar sem hærra skor er talið vitna um meiri lífsgæði

Íslensk þýðing 

  • Sif Gylfadóttir, sjúkraþjálfari, hafði umsjón með íslenskri þýðingu árið 2017
  • Engar nánari upplýsingar fundust um hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar 

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Duncan, P. W., Bode, R. K., Lai, S. M., Perera, S., Glycine Antagonist in Neuroprotection Americans Investigators. (2003). Rasch analysis of a new stroke-specific outcome scale: the Stroke Impact Scale. Archives of Physical Medicine and Rehabilitation, 84(7), 950–963. https://doi.org/10.1016/S0003-9993(03)00035-2

Próffræðigreinar: 

  •  Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar: 

  • Olafsdottir, S. A., Hjaltadottir, I., Galvin, R., Hafsteinsdottir, T. B., Jonsdottir, H., & Arnadottir, S. A. (2022). Age differences in functioning and contextual factors in community-dwelling stroke survivors: A national cross-sectional survey. Plos one, 17(8), e0273644. https://doi.org/10.1371/journal.pone.0273644

Nemendaverkefni:

  • Aldís Edda Ingvarsdóttir. (2019). 10-year follow-up after first stroke: Impact on life [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34400
  • Steinunn A. Ólafsdóttir. (2021). Icelandic stroke survivors: Functioning and contextual factors and ActivABLES for home-based exercise and physical activity [ótúgefin doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://opinvisindi.is/handle/20.500.11815/2650  

 

Reglur um notkun 

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir leyfi fyrir notkun
  • Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur 

  • SIS-16
  • SIS v2.0

Síðast uppfært 

  • 12/2023