Revised American Pain Society Patient Outcome Questionnaire (APS-POQ-R)

Efnisorð

  • Verkir
  • Verkjameðferð

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir á sjúkrahúsum
  • Fjöldi atriða: 25
  • Metur: Gæði verkjameðferðar á sjúkrahúsum. Íslensk útgáfa tekur til 4 sviða: Styrkleiki verkja og truflun á virkni, áhrif á svefn, áhrif á tilfinningalíf, og aukaverkanir meðferðar, en þar að auki eru nokkrar stök atriði. Miðað er við síðasta sólarhring
  • Svarkostir: Blandaðir – s.s. talnakvarðar frá 0 (engir verkir / hafa engin áhrif / alls ekki) til 10 (verstu mögulegu verkir / koma algerlega í veg fyrir / gríðarlega), prósentukvarðar frá 0% (aldrei með mjög mikla verki / engin verkjastilling) til 100% (alltaf með mjög mikla verki / alger verkjastilling), einnig já nei
  • Heildarskor: Atriði eru almennt skoðuð hvert um sig. Heildarskor má reikna á undirsviðunum 4 en þau hafa takmarkað upplýsingagildi, hvort sem um ræðir rannsóknir eða klíník

Íslensk þýðing

  • Sigríður Zoëga og félagar. Tveir tvítyngdir hjúkrunarfræðingar þýddu og bakþýddu með hliðsjón af fyrri útgáfu listans (APS-POQ-I) og BPI listanum.1 Sjá nánar í grein Sigríðar og félaga

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki sjúklinga var innri áreiðanleiki metinn í kjölfar meginhlutagreiningar.1 Alfastuðull undirkvarða reyndist í sumum tilvikum mjög lágur, eða niður í 0,13 fyrir fimmta undirsvið meginhlutalausnarinnar, upplifun af umönnun. 4 atriði (tímalengd með miklum verkjum, verkjastilling, þátttaka í meðferðarákvörðunum og ánægja með meðferð) reyndust lækka stuðla sinna undirkvarða umtalsvert og höfundar tóku þá ákvörðun að fjarlægja þau. Meginhlutagreining var framkvæmd að nýju án atriðanna fjögurra og skilaði þá 4 undirkvörðum í samræmi við ætlaða formgerð. Endurmat á áreiðanleika undirkvarðanna gaf α á bilinu 0,75 (aukaverkanir meðferðar) til 0,86 (áhrif á svefn). Annað úrtak sjúklinga hefur sýnt fram á svipaðar niðurstöður, eða α á bilinu 0,73 (aukaverkanir meðferðar) til 0,88 (áhrif á svefn).2

Réttmæti: Sjúklingar sem beðnir voru að meta atriði listans m.t.t. skýrleika töldu þau almennt skýr og auðveld í svörun, að undanskildum tveimur atriðum þar sem spurt var um hlutfall tíma (hlutfall verkjastillingar frá 0-100% og hlutfall tíma þar sem svarandi hefur mikla verki).1 5 vídda lausn meginhlutagreiningar á 18 atriðum (þ.e. greining án tvíkosta atriða og skilyrtra atriða sem aðeins sumir eiga að svara) gaf víddirnar styrkleiki verkja og truflun á virkni; aukaverkanir meðferðar; áhrif á tilfinningalíf og ánægja með verkjameðferð; áhrif á svefn og upplifun af umönnun. Lausnin hafði skýringargildi upp á tæp 63% en lágan áreiðanleika (sjá að ofan), og nokkur frávik sáust frá víddabyggingu listans á upprunalegu tungumáli. Eftir að 4 atriði höfðu verið fjarlægð (sjá einnig að ofan) var greiningin endurtekin og gaf þá 4 víddir (styrkleiki verkja og truflun á virkni; áhrif á svefn; áhrif á tilfinningalíf; aukaverkanir meðferðar) með rúmlega 64% skýrða dreifingu og hærri alfastuðla.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Gordon, D. B., Polomano, R. C., Pellino, T. A., Turk, D. C., McCracken, L. M., Sherwood, G., Paice, J. A., Wallace, M. S., Strassels, S. A., & Farrar, J. T. (2010). Revised American Pain Society Patient Outcome Questionnaire (APS-POQ-R) for quality improvement of pain management in hospitalized adults: preliminary psychometric evaluation. The journal of pain, 11(11), 1172–1186. https://doi.org/10.1016/j.jpain.2010.02.012
  • Upprunaleg útgáfa: Max, M. B., Donovan, M., Miaskowski, C. A., Ward, S. E., Gordon, D., Bookbinder, M., ... & American Pain Society Quality of Care Committee. (1995). Quality improvement guidelines for the treatment of acute pain and cancer pain. Jama, 274(23), 1874-1880. https://doi:10.1001/jama.1995.03530230060032

Próffræðigreinar:

  • 1. Zoëga, S., Ward, S., & Gunnarsdottir, S. (2014). Evaluating the quality of pain management in a hospital setting: testing the psychometric properties of the Icelandic version of the revised American Pain Society patient outcome questionnaire. Pain management nursing : official journal of the American Society of Pain Management Nurses, 15(1), 143–155. https://doi.org/10.1016/j.pmn.2012.08.001
  • 2. Zoëga, S., Sveinsdottir, H., Sigurdsson, G. H., Aspelund, T., Ward, S. E., & Gunnarsdottir, S. (2015). Quality pain management in the hospital setting from the patient's perspective. Pain practice : the official journal of World Institute of Pain, 15(3), 236–246. https://doi.org/10.1111/papr.12166
  • Zoëga, S., Ward, S. E., Sigurdsson, G. H., Aspelund, T., Sveinsdottir, H., & Gunnarsdottir, S. (2015). Quality pain management practices in a university hospital. Pain management nursing : official journal of the American Society of Pain Management Nurses16(3), 198–210. https://doi.org/10.1016/j.pmn.2014.06.005

Dæmi um birtar greinar:

  • Upprunaleg útgáfa: Lára Borg Ásmundsdóttir, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir & Herdís Sveinsdóttir. (2010). Mat skurðsjúklinga á verkjum og verkjameðferð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 86(2), 48-56. https://timarit.is/gegnir/001156285

Nemendaverkefni:

  • Sigríður Zoëga. (2014). Quality Pain Management in the Hospital Setting [doktorsritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/19855

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn, en í opnum aðgangi – listann má nálgast hjá Sigríði Zoëga (szoega@hi.is) eða Sigríði Gunnarsdóttur (sigridgu@landspitali.is)
  • Höfundar biðja þess að heimildar sé getið við notkun, sbr. Gordon o.fl. (2010)
  • Áhugasömum má benda á dæmi um notkun listans hér og umfjöllun um menningarlegan samanburð á eiginleikum listans hér
  • Notkun listans krefst ekki sérstakrar hæfni / þjálfunar

Aðrar útgáfur

  • APS-POQ

Síðast uppfært

  • 7/2023