LSH Screening Sheet for Malnutrition (Mat á áhættu á vannæringu)
Efnisorð
- Vannæring
- Skimun
- Sjúkrahús
Stutt lýsing
- Tegund: Mat annara – heilbrigðisstarfsmaður metur sjúkling
- Fjöldi atriða: 7
- Metur: Næringarástand / líkur á vannæringu meðal sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús. Viðmiðunartími er ólíkur milli atriða
- Svarkostir: Breytilegir, sjá matstæki að neðan
- Heildarskor: Hvert atriði gefur stig á bilinu 0–5. Samkvæmt upplýsingum PS er hefð fyrir því að túlka niðurstöður þannig að 5 stig eða fleiri vitni um miklar líkur á vannæringu. Fyrir lungna- og krabbameinssjúklinga hefur verið miðað við 4 stig eða fleiri
Íslensk þýðing
- Frumsamið af Ingu Þórsdóttur o.fl.1
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Á ekki við.
Réttmæti: Næmni og sértækni skimunarblaðsins í upprunalegri útgáfu (9 atriði í stað 7) í almennu úrtaki sjúklinga reyndist 0,56 (PPV = 0,53) og 0,88 (NPV = 0,89) með fullt mat á næringarástandi sem viðmið.1 Styttri útgáfa skimunarblaðsins með 6 atriðum (sjá röksemd í grein Ingu Þórsdóttur o.fl. bls. 19) gaf ívið betri niðurstöðu, næmni = 0,69 (PPV = 0,65) og sértækni = 0,91 (NPV = 0,95). Í úrtaki sjúklinga með langvinna lungnateppu var sú 7 atriða útgáfa sem nú er notuð könnuð með þröskuldum upp á 4 og 5 stig.2 Næmni og sértækni við þröskuldsgildið 5 var 0,46 (PPV = 0,86) og 0,95 (NPV = 0,74), en við þröskuldsgildið 4 var næmni 0,69 (PPV = 0,82) og sértækni 0,90 (NPV = 0,83). Hið síðara gaf því betri niðurstöðu. Í úrtaki aldraðra fengust bestar niðurstöður fyrir þröskuldagildið 3, næmni = 0,89 (PPV = 0,91) og sértækni = 0,60 (NPV = 0,85).3 Þegar kynjamunur í skimunum var skoðaður kom í ljós að skimunarblaðið ofgreindu fremur konur en karla.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Byggt á: Elmore, M. F., Wagner, D. R., Knoll, D. M., Eizember, L., Oswalt, M. A., Glowinski, E. A., & Rapp, P. A. (1994). Developing an effective adult nutrition screening tool for a community hospital. Journal of the American Dietetic Association, 94(10), 1113–1120. https://doi.org/10.1016/0002-8223(94)91129-0
Próffræðigreinar:
- 1. Thorsdottir, I., Eriksen, B., & Eysteinsdottir, S. (1999). Nutritional status at submission for dietetic services and screening for malnutrition at admission to hospital. Clinical Nutrition, 18(1), 15–21.
- 2. Thorsdottir, I., Gunnarsdottir, I., & Eriksen, B. (2001). Screening method evaluated by nutritional status measurements can be used to detect malnourishment in chronic obstructive pulmonary disease. Journal of the American Dietetic Association, 101(6), 648–654. https://doi.org/10.1016/S0002-8223(01)00163-8
- 3. Thorsdottir, I., Jonsson, P. V., Asgeirsdottir, A. E., Hjaltadottir, I., Bjornsson, S., & Ramel, A. (2005). Fast and simple screening for nutritional status in hospitalized, elderly people. Journal of Human Nutrition and Dietetics, 18(1), 53–60. https://doi.org/10.1111/j.1365-277X.2004.00580.x
Dæmi um birtar greinar:
- Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir, Harpa Hrund Hinriksdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Inga Þórsdóttir, & Ingibjörg Gunnarsdóttir. (2013). Orku-og próteinneysla sjúklinga á hjarta-og lungnaskurðdeild Landspítala. Læknablaðið, 2(99), 71–75. https://www.laeknabladid.is/tolublod/2013/02/nr/4758
- Ingadottir, A. R., Beck, A. M., Baldwin, C., Weekes, C. E., Geirsdottir, O. G., Ramel, A., Gislason, T., & Gunnarsdottir, I. (2018). Two components of the new ESPEN diagnostic criteria for malnutrition are independent predictors of lung function in hospitalized patients with chronic obstructive pulmonary disease (COPD). Clinical Nutrition, 37(4), 1323–1331. https://doi.org/10.1016/j.clnu.2017.05.031
Nemendaverkefni:
- Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir. (2013). Energy and protein intake at the Department of Cardiothoracic surgery, Landspítali – The National University Hospital of Iceland. Monitoring the implementation of a validated simple screening tool for malnutrition in hospitalized patients [MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/16161
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá hér
- Athuga að notendur eru beðnir um að vitna til viðeigandi heimilda
- Athuga einnig að listinn er ætlaður heilbrigðisstarfsfólki með viðeigandi hæfni / menntun
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 8/2024