Nýsköpunarráðstefna

Image
""

Nýsköpunarráðstefna

Heilbrigðisvísindasvið hefur annað hvert ár frá 2013 staðið fyrir ráðstefnu sem er tileinkuð nýsköpun í heilbrigðisvísindum. Þar gefst vísindafólki innan Háskólans og utan tækifæri til þess að hittast og kynna verkefni sín.

Á ráðstefnunni kynnir vísindafólk úr ýmsum áttum heilbrigðisvísinda hugmyndir sínar og verkefni. Má þar nefna vísindafólk úr flestum deildum og námsbrautum Heilbrigðisvísindasviðs en jafnframt frá Félagsvísindasviði HÍ, Háskólanum í Reykjavík, Landspítala, Matís, Blóðbankanum, Hjartavernd og öðrum fyrirtækjum og stofnunum.

Á ráðstefnunni fara einnig reglulega fram kynningar nemenda á nýsköpunarverkefnum tengd heilbrigðisvísindum. Þá hefur meðal annars Líftæknifélag Íslands kynnt starfsemi sína og fulltrúar frá Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala hafa veitt upplýsingar um hlutverk nefndarinnar.

Ráðstefnan er opin öllum og er aðgangur ókeypis en gestir og flytjendur erinda þurfa að skrá þátttöku sína á ráðstefnusíðunni í Uglu (lokað svæði), eða með því að hafa samband við skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs.