Knowledge & Attitudes Survey Regarding Pain (K&A-SRP)
Efnisorð
- Þekking
- Viðhorf
- Verkjameðferð
- Hjúkrun
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – hjúkrunarfræðingar
- Fjöldi atriða: Upprunaleg útgáfa (sú sem vísað er til í grein Elfu og félaga að neðan1 inniheldur 13 fjölvalsspurningar og samtals 39 atriði en útgáfan sem fylgir með að neðan inniheldur 14 fjölvalsspurningar og samtals 40 atriði
- Metur: Þekkingu á og viðhorf til verkjameðferðar
- Svarkostir: Blandaðir – satt, ósatt og veit ekki, annars blandaðir svarkostir í fjölvalsspurningum og einnig talnakvarði frá 0 (enginn verkur / óþægindi) til 10 (versti hugsanlegi verkur / óþægindi) í tilfelladæmum
- Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–39 / 40 þar sem hærra skor vitnar um meiri þekkingu á verkjameðferð / jákvæðara viðhorf til verkjameðferðar
Íslensk þýðing
- Elfa Þöll Grétarsdóttir og félagar þýddu með leyfi höfunda – sjá um þýðingarferlið í grein Elfu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki nema í hjúkrunarfræði og hjúkrunarfræðinga við LHS reyndist innri áreiðanleiki upprunalegrar útgáfu α = 0,75 (athuga þó að listinn metur tvö hugtök, og athuga einnig að þar sem sum atriði eru tvíkosta er alfa stuðullinn strangt til tekið ekki merkingarbær).1 Í úrtaki hjúkrunafræðinga við SAK (n = 62) var alfastuðull 40 atriða útgáfu lægri, eða 0,652 (sama athugasemd).
Réttmæti: Heildarskor á upprunalegri útgáfu hafa reynst hækka með aukinni menntun og sérhæfingu.1 Þeir sem svöruðu rétt spurningu með sterkust tengsl við heildarskor (metið með línulegri aðhvarfsgreiningu) skoruðu að jafnaði um 10 stigum hærra á heildarlistanum en þeir sem svöruðu henni rangt. Svarferlagreining (IRT) á lítillega breyttri 40 atriða útgáfu listans3 (svarkostinum veit ekki bætt við öll atriði, sjá nánar í grein Elfu og félaga) í úrtaki hjúkrunarfræðinga leiddi í ljós að einna mestur munur var á svörum hjúkrunarfræðinga með mis mikla þekkingu á verkjameðferð í klínískum dæmum – þau höfðu m.ö.o. mest aðgreiningargildi. Sem dæmi höfðu þeir sem svöruðu mest aðgreinandi dæminu rétt að jafnaði um 5 stigum hærra heildarskor en þeir sem svöruðu því rangt, og þeir sem svöruðu öllum klínískum dæmum rétt að jafnaði 10 stigum hærra skor en þeir sem svöruðu þeim rangt. Listinn í heild reyndist aðgreina best þá sem höfðu þekkingu á verkjameðferð í og undir meðallagi, en síður þá sem höfðu meðal góða og mjög góða þekkingu.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Ferrell, B.R., & Mccaffery, M. (2008). Knowledge and Attitudes Survey Regarding Pain, Revised. Copyright: Betty Ferrell and Margo McCaffery
Próffræðigreinar:
- 1. Elfa Þöll Grétarsdóttir, Sigríður Zoëga, Gunnar Tómasson & Sigríður Gunnarsdóttir. (2011). Forprófun á mælitæki til að meta þekkingu og viðhorf hjúkrunarfræðinga til verkja og verkjameðferðar. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 87(4), 41-45.
https://www.hjukrun.is/timaritid/greinasafn/grein/2011/09/30/Forpr%C3%B3fun/
Dæmi um birtar greinar:
- 3. Gretarsdottir, E., Zoëga, S., Tomasson, G., Sveinsdottir, H., & Gunnarsdottir, S. (2017). Determinants of Knowledge and Attitudes Regarding Pain among Nurses in a University Hospital: A Cross-sectional Study. Pain management nursing : official journal of the American Society of Pain Management Nurses, 18(3), 144–152. https://doi.org/10.1016/j.pmn.2017.02.200
Nemendaverkefni:
- 2. Aníta Magnúsdóttir, Ingibjörg Ösp Jónasardóttir & Sigríður Elín Þórðardóttir. (2011). Þekking og viðhorf tengd verkjum og verkjameðferð : megindleg rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8822
Reglur um notkun
- Í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
- Höfundar biðja þess að vitnað sé í viðeigandi heimild þegar listinn er notaður
- Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 4/2024