Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence (WASI-IS)

Efnisorð

  • Greind
  • Vitsmunaþroski

Stutt lýsing

  • Tegund: Klínískt próf fyrir fullorðna á aldrinum 17–64 ára
  • Fjöldi atriða: Ekki vitað
  • Metur: Vitsmunaþroska / greind á ólíkum sviðum. Skiptist í fjóra prófhluta: Rökþrautir, Orðskilningur, Litafletir og Líkingar, sem meta tvo greindarþætti, þ.e. munnlega og verklega greind
  • Svarkostir: Á ekki við
  • Heildarskor: Heildartölu greindar má reikna með öllum fjórum prófhlutum eða skorum á Orðskilningi og Rökþrautum, Munnleg greindartala samanstendur af Orðskilningi og Líkingum og Verkleg greindartala samanstendur af Rökþrautum og Litaflötum. Einnig má reikna skor fyrir hvern og einn prófhluta. Upplýsingar um íslensk norm og túlkun skora er að finna í handbók íslenskrar útgáfu

Íslensk þýðing, staðfærsla og stöðlun

  • Einar Guðmundsson o.fl., 2015, sjá nánar í greininni sem vísað er til að neðan1
     

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Áreiðanleiki prófhluta var metinn á ólíkum aldursbilum í íslensku stöðlunarúrtaki, að því er talið er með alfastuðlinum.1 Í flestum tilvikum (24 af 28) reyndist hann vera 0,80 eða hærri fyrir prófhluta og 0,90 fyrir heildartölur greindar. Fyrir áreiðanleika mismunatalna prófhluta, sjá grein Einars. Fyrir mat á samkvæmni matsmanna í prófhlutunum Orðskilningur og Líkingar, sjá nemendaverkefni Brynjars2 og Örnu3.
Réttmæti: Mat á gólf og rjáfurhrifum í íslenskum normum hefur bent til þess að þau séu lítil eða engin.1 Engin gólfhrif sáust í prófhlutum, en nokkur tilvik um væg rjáfurhrif. Sama gilti um heildartölu greindar og greindartölur munnlegrar og verklegrar greindar. Mat á þáttabyggingu WASI á ólíkum aldursbilum leiddi í ljós að hleðsla prófhluta var yfirleitt afgerandi hærri á þann þátt greindar sem þeir áttu að tilheyra (þættirnir verandi munnlegur greindarþáttur og verklegur greindarþáttur). Þáttaskýring prófhluta var yfirleitt yfir 0,60. Sjá nánar í grein Einars.  

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Wechsler, D. (1999). Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence (WASI) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t15170-000
  • Einar Guðmundsson (2015). Mat á greind fullorðinna. Reykjavík: Menntamálastofnun

Próffræðigreinar:

  • Anna Sigríður Jökulsdóttir & Einar Guðmundsson. (2011). Samanburður á mælitölum WAIS-III og WASI á Íslandi. Sálfræðiritið, 16, 35–46. https://core.ac.uk/download/38280829.pdf
  • 1. Einar Guðmundsson. (2016). Staðlað greindarpróf fyrir fullorðna á Íslandi: WASIISSálfræðiritið, 2021, 7–22. https://core.ac.uk/download/pdf/80950444.pdf

Dæmi um birtar greinar:

  • Gunnarsson, B., Jónsdóttir, G. A., Björnsdóttir, G., Konte, B., Sulem, P., Kristmundsdóttir, S., Kehr, B., Gústafsson, Ó., Helgason, H., Iordache, P. D., Ólafsson, S., Frigge, M. L., Þorleifsson, G., Arnarsdóttir, S., Stefánsdóttir, B., Giegling, I., Djurovic, S., Sundet, K. S., Thomas., E. ... & Stefánsson, K. (2016). A sequence variant associating with educational attainment also affects childhood cognition. Scientific Reports, 6(1), 36189. https://doi.org/10.1038/srep36189
  • Steinberg, S., Gudmundsdottir, S., Sveinbjornsson, G., Suvisaari, J., Paunio, T., Torniainen-Holm, M., Frigge, M. L., Jonsdottor, G. A., Huttenlocher, J., Arnarsdottir, S., Ingimarsson, O., Haraldsson, M., Tyrfingsson, T., Thorgeirsson, T. E., Kong, A., Norddahl, G. L., Gudbjartsson, D. F., Sigurdsson, E., Stefansson, H., & Stefansson, K. (2017). Truncating mutations in RBM12 are associated with psychosis. Nature Genetics, 49(8), 1251–1254. https://doi.org/10.1038/ng.3894
  • Vidarsdottir, O. G., Twamley, E. W., Roberts, D. L., Sigurdsson, E., Gudmundsdottir, B., & Magnusdottir, B. B. (2020). Integrative cognitive remediation for early psychosis: a 12-month follow-up. Psychiatry Research, 288, 112964. https://doi.org/10.1016/j.psychres.2019.02.007
  • Jonsdottir, G. A., Einarsson, G., Thorleifsson, G., Magnusson, S. H., Gunnarsson, A. F., Frigge, M. L., ... & Stefansson, K. (2021). Genetic propensities for verbal and spatial ability have opposite effects on body mass index and risk of schizophrenia. Intelligence, 88, 101565. https://doi.org/10.1016/j.intell.2021.101565 

Nemendaverkefni:

  • [WASI fyrir stöðlun]  Arna Rún Oddsdóttir. (2014). Áreiðanleiki greindarprófsins WASI og samkvæmni matsmanna á undirprófinu Líkingar [óútgefin cand. psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/18566 
  • [WASI fyrir stöðlun] Brynjar Hans Lúðvíksson. (2014). Áreiðanleiki WASI og samkvæmni matsmanna á undirprófinu Orðskilningur [óútgefin cand. psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/18514

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – sjá hér
  • Athuga að notendur verða að hafa viðeigandi menntun
  • Athuga að íslensk handbók er ekki fáanleg um þessar mundir

Aðrar útgáfur

  • WAIS, Wechsler Adult Intelligence Scale (upprunaleg útgáfa)
  • WISC-IV, Wechsler Intelligence Scale for Children (útgáfa fyrir börn)

Síðast uppfært

  • 8/2024