Worry Behaviors Inventory (WBI)
Efnisorð
- Áhyggjur
- Öryggishegðun
- Forðun
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriði: 10
- Metur: Almenna kvíðaröskun á tveimur sviðum: Öryggishegðun (e. safety behavior; atriði 1–3, 5, 6, 9 og 10) og forðun (e. avoidance; atriði 4, 7 og 8)
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei) til 4 (alltaf)
- Heildarskor: 0–40 þar sem sem hærri skor vitnar um aukna öryggishegðun og forðun og þar af leiðandi mögulega kvíðaröskun. ATH – ekki var samræmi á lýsingu heildarskors í nemendaverkefninu sem vísað er í að neðan og Mahoney o.fl. (2017) sem þróa matstækið en gengið er út frá því að upplýsingar úr grein Mahoney o.fl. séu réttar
Íslensk þýðing
- Sævar Már Gústavsson o.fl. – sjá nánar umfjöllun um þýðingu í nemendaverkefni Ástu1 á bls. 9
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,77 í klínísku úrtaki (athuga þó n = 21) en α = 0,87 í almennu úrtaki.1 Innri áreiðanleiki undirþátta mældist α = 0,73 fyrir ofurárvekni og ofur undirbúningi (e. hypervigilance and over-preparation) og α = 0,74 fyrir forðun, hughreystung og athugun (e. avoidance, reassurance and checking) í klínísku úrtaki en α = 0,80 og α = 0,81 í almennu úrtaki.
Í öðru nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki í almennu úrtaki háskólanema mælst α = 0,88.2
Réttmæti: Samleitni og sundurgreining var könnuð í almennu úrtaki í sama nemendaverkefni.1 Fylgni við Intolerance of Uncertainty Believability Scale (IUS-B), PSWQ og GAD-7 reyndist r = 0,63, 0,60 og 0,54 samanborið við r = 0,44 og 0,39 við Social Phobia Scale (SPS) og PHQ-9. Þetta var talið gefa vísbendingu um samleitni og sundurgreiningu.
Munur á meðaltölum var sömuleiðis kannaður.1 Marktækur munur reyndist á meðalskorum á WBI í klínísku úrtaki og almennu (M = 28,76 v/s M = 16,62). Einnig reyndist marktækur munur á skorum í klínísku úrtaki, og þeirra sem skoruðu lágt (<62) og hátt (>= 62) á PSWQ (M = 15,24 og M = 24,33).
Leitandi þáttagreining með hornskökkum snúningi var framkvæmd.1 Samhliðagreining og skriðupróf gáfu til kynna tvo þætti, líkt og gert var ráð fyrir. Fyrri þátturinn var kallaður ofurárvekni og ofur undirbúningur og skýrði rúm 46% af dreifni. Seinni þátturinn var nefndur forðun, hughreysting og athugun og skýrði 12%. Fimm atriði hlóðu á hvorn þátt sem er frábrugðið atriðaskipan í upprunalegri rannsókn þar sem sjö atriði hlóðu á þátt safety behaviors og þrjú á þátt avoidance. Fylgni milli þáttanna tveggja reyndist meðalsterk, r = 0,63.
Að endingu var aðgreingarhæfni WBI metin með ROC greiningu í almenna úrtakinu.1 WBI greindi ásættanlega milli hópa einstaklinga sem skoruðu lágt og hátt á PSWQ, AUC = 0,85 (95% ÖB = 0,78 – 0,91). Aðgreiningarhæfni undirkvarða var AUC = 0,82 og 0,81.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Mahoney, A. E. J., Hobbs, M. J., Newby, J. M., Williams, A. D., Sunderland, M., & Andrews, G. (2016). The Worry Behaviors Inventory: Assessing the behavioral avoidance associated with generalized anxiety disorder. Journal of Affective Disorders, 203, 256–264. https://doi.org/10.1016/j.jad.2016.06.020
- Mahoney, A. E. J., Hobbs, M. J., Newby, J. M., Williams, A. D., & Andrews, G. (2017). Psychometric properties of the Worry Behaviors Inventory: Replication and extension in a large clinical and community sample. Behavioural and Cognitive Psychotherapy, 46(1), 84–100. https://doi.org/10.1017/s1352465817000455
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst, sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst
Nemendaverkefni:
- 1. Ásta Sigurðardóttir. (2019). Psychometric properties of the Icelandic version of Worry Behaviours Inventory (WBI) in clinical and non-clinical samples [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32996
- 2. Vignir Fannar Valgeirsson. (2022). The psychometric properties of the covert and overt reassurance seeking inventory (CORSI) in an Icelandic sample and the relationship between worries and reassurance seeking [óúgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42418
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
- Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 9/2024