Balanced Inventory of Desirable Responding - Version 6 (BIDR-6)

Efnisorð

  • Félagslega æskileg svörun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir 
  • Fjöldi atriða: 40
  • Metur: Félagslega æskilega svörun. Undirkvarðar eru tveir (sjálfsblekking og ímyndarstjórnun) og innihalda báðir 20 atriði
  • Svarkostir: Sjö punkta raðkvarði merktur til enda (1 = ekki satt og 7 = mjög satt) og í miðju (4 = að einhverju leyti satt)
  • Heildarskor: Heildarskor er reiknað fyrir hvorn undirkvarða um sig (sjálfsblekkingu og ímyndarstjórnun). Tvær leiðir hafa verið notaðar til að reikna heildarskor, annars vegar tvíkosta skorun og hins vegar samfelld skorun. Í tvíkosta skorun er gefið eitt stig ef 6 eða 7 (mjög satt) eru valin en 0 annars. Fyrir atriði sem snúa öfugt (s.s. spyrja um hegðun sem er félagslega óæskileg) er gefið eitt stig ef 1 (ekki satt) eða 2 eru valin en núll annars. Óháð skorunaraðferð er heildarskor summa stiga á atriðum undirkvarða, frá 0 til 20 eða 20 til 140. Hærri skor vitna um aukna sjálfsblekkingu / ímyndarstjórnun

Íslensk þýðing

  • Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir, Vaka Vésteinsdóttir og Fanney Þórsdóttir þýddu. Nánari upplýsingar um þýðingarferli má sjá í grein þeirra frá árinu 20162

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Tvær greinar um próffræðilega eiginleika íslensku útgáfu kvarðans hafa verið birtar.1,2 Úrtök samanstóðu bæði af háskólanemendum og starfsfólki nokkurra íslenskra fyrirtækja og stofnana. Innri áreiðanleiki heildarskors með samfelldri skorun mældist α = 0,691 og 0,712 fyrir sjálfsblekkingu og 0,771,2 fyrir ímyndarstjórnun. Composite Reliability áreiðanleikastuðull staðfestandi þáttagreiningar (sjá að neðan) var á bilinu 0,72–0,87.1

Réttmæti: Réttmæti íslenskrar útgáfu kvarðans hefur verið metið með staðfestandi þáttagreiningu, svarferlalíkönum (IRT) og ítarviðtölum.1,2 Niðurstöður staðfestandi þáttagreiningar benda til þess að tvíkosta skorun hafi betri próffræðilega eiginleika en samfelld skorun (betri mátgæði líkana miðað við mátstuðlana RMSEA, CFI og NNFI) og niðurstöður voru að sama skapi betri fyrir ímyndarstjórnun en sjálfsblekkingu (miðað við sömu mátstuðla). Líkön voru þó almennt á mörkum þess að teljast ásættanleg. Það er sagt vera sambærilegt við það sem sést hefur í erlendum rannsóknum.

Niðurstöður IRT bentu til þess að ákveðin atriði á báðum undirkvörðum greini ekki nægilega vel á milli einstaklinga.1 Þannig reyndust sjö atriði á sjálfsblekkingarkvarða hafa lágan aðgreiningarstuðul í tvíkostaskorun og níu atriði þegar notuð var samfelld skorun. Fjögur atriði ímyndunarstjórnunar höfðu lágan aðgreiningarstuðul í tvíkostaskorun og fimm atriði þegar samfelld skorun var notuð.

Niðurstöður ítarviðtala sýndu fram á ýmis vandamál varðandi þýðingu kvarðans, en þó voru vísbendingar um að sum þeirra mætti rekja til upprunalegrar hönnunar atriða.1,2 Fyrir tillögur höfunda að bættum atriðum, sjá umfjöllun undir Suggested item revisionog umræðu2 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Paulhus, D. L. (1991). Measurement and control of response bias. Í J. P. Robinson, P. R. Shaver & L. S. Wrightsman (ritstjórar), Measures of personality and social psychological attitudes (bls. 17–59). Academic Press. https://doi.org/10.1016/B978-0-12-590241-0.50006-X

    Próffræðigreinar:

    • 1. Asgeirsdottir, R. L., Vésteinsdóttir, V., & Thorsdottir, F. (2016a). Short form development of the Balanced Inventory of Desirable Responding: Applying confirmatory factor analysis, item response theory, and cognitive interviews to scale reduction. Personality and Individual Differences, 96, 212–221. https://doi.org/10.1016/j.paid.2016.02.083
    • 2. Ragnhildur Lilja Ásgeirsdóttir, Vaka Vésteinsdóttir & Fanney Þórsdóttir (2016b). Félagslega æskileg svörun: Þýðing og próffræðilegir eiginleikar Balanced Inventory of Desirable Responding. Sálfræðiritið, 2021, 39–56. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/620071

    Dæmi um birtar greinar: 

    • Stytt 12 atriða útgáfa undirkvarðans Ímyndarstjórnun úr rannsókn Ragnhildar og félaga (2016a) er notuð í Gylfason, H. F., Sveinsdottir, A. H., Vésteinsdóttir, V., & Sigurvinsdottir, R. (2021). Haters gonna hate, trolls gonna troll: The personality profile of a Facebook troll. International Journal of Environmental Research and Public Health, 18(11), 5722. https://doi.org/10.3390/ijerph18115722

    Nemendaverkefni:

    • Birkir Pálmason. (2013). Skilningur á atriðum BIDR-listans [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15802
    • Stytt 12 atriða útgáfa undirkvarðans Ímyndarstjórnun: Katrín S. J. Steingrímsdóttir & Ingunn Rós Kristjánsdóttir. (2022). Ability to identify fakers: Comparison of BIDR.Short.24 and MCSD-SF [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41531

     

    Reglur um notkun

    • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér, fengið úr grein Ragnhildar Lilju og félaga2
    • Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni eða menntunar

    Aðrar útgáfur

    • 12 atriða útgáfa

    Síðast uppfært

    • 4/2024