Atrial Fibrillation Knowledge Scale (AFKS)
Efnisorð
- Gáttatif
- Þekking
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – sjúklingar með gáttatif
- Fjöldi atriða: 11
- Metur: Þekkingu sjúklinga með gáttatif á sjúkdómnum. Atriði lúta að almennri þekkingu, þekkingu á einkennum og þekkingu á meðferð. Athuga þó að ellefta atriðinu, því sem snýr að notkun á tilteknu blóðþynningarlyfi, má sleppa þar sem það kann eiga illa við
- Svarkostir: Þrír svarkostir, einn réttur (1 stig), tveir rangir (0 stig)
- Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–11 (10 ef ellefta atriðinu er sleppt) þar sem hærra skor vitnar um betri þekkingu á gáttatifi. Athuga að skor eru ekki ætluð til samanburðar milli einstaklinga heldur til þess að álykta um þekkingu staks einstakling með það fyrir augum að bæta úr þegar það á við
Íslensk þýðing
- Brynja Ingadóttir & Auður Ketilsdóttir – sjá nánar í verkefni Helgu Ýrar Erlingsdóttur á bls.281
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki einstaklinga með gáttatif hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,67. Athuga þó, matið gæti verið bjagað þar sem alfastuðull gerir ráð fyrir samfelldum breytum en atriði AFKS hafa tívkosta skorun (rétt / rangt). Höfundur tekur einnig fram að hás stuðuls sé ekki endilega að vænta fyrir matstæki á borð við AFKS.1 Þrjú atriði reyndust hafa fylgni við heildarskor undir 0,3, en athuga ekki er ljóst hvort þar var stuðst við Pearson fylgnistuðul eða Spearman (hið síðara verandi meira viðeigandi fyrir tvíkosta atriði).
Réttmæti: Í úrtaki einstaklinga með gáttatif reyndist meðalskor á listanum vera áþekkt því sem sést hefur hjá höfundum listans erlendis (M = 6,5, SF = 1,9).1 Einstaklingar með háskólapróf höfðu að jafnaði marktækt hærra skor en einstaklingar með grunnskólapróf (M = 7,1 v/s M = 5,1). Skor einstaklinga lækkaði almennt með aldri (r = -0,34), aftur í samræmi við það sem sést hefur í fyrri rannsóknum. Fyrir tillögur að betrumbótum listans, sjá verkefni Helgu Ýrar bls. 42.1
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Hendriks, J. M., Crijns, H. J., Tieleman, R. G., & Vrijhoef, H. J. (2013). The atrial fibrillation knowledge scale: development, validation and results. International journal of cardiology, 168(2), 1422–1428. https://doi.org/10.1016/j.ijcard.2012.12.047
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst, en sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- Grein sem byggir á nemendaverkefni Helgu að neðan birtist 2024
Nemendaverkefni:
- 1.Helga Ýr Erlingsdóttir. (2019). Þekking sjúklinga með gáttatif á sjúkdómi sínum: Þversniðskönnun [óútgefin MS ritgerð]. Skemman.
http://hdl.handle.net/1946/34335
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
- Ekki er vitað til þess að notkun krefjist sérstakrar hæfni / þjálfunar
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 5/2024