Burn Specific Health Scale – Brief (Líðan og lífsgæði einstaklinga með brunaáverka) (BSHS-B)

Efnisorð

  • Brunaáverkar
  • Lífsgæði

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – sjúklingar með brunaáverka
  • Fjöldi atriða: 40 
  • Metur: Líðan og lífsgæði einstaklinga með brunaáverka ólíkum sviðum. Samkvæmt nemandaverkefni þar sem íslensk þýðing var könnuð2 er um að ræða hitaskynjun (e. heat sensitivity), tilfinningar (e. affect), færni handa (e. hand function), starfshæfni (e. work), kynheilsa (e. sexuality), sambönd við aðra (e. interpersonal relationships) og líkamsímynd (e. body image). Nýrri grein tilgreinir tvö svið til viðbótar – sjálfsumönnun og einföld verk.Athuga þó að í báðum tilvikum er talað um 40 atriði
  • Svarkostir: Fimm punkta raðkvarði frá 1 (mjög mikil einkenni eða áhrif) til 5 (engin einkenni eða áhrif)
  • Heildarskor: Ekki er ljóst á hvaða bili heildarskor liggja, en svo virðist sem hærri skor bendi til aukinna lífsgæða sjúklinga með brunaáverka

Íslensk þýðing

  • Þýddur á vegum Brynju Ingadóttur, Lovísu Baldursdóttur og Vigdísar Friðriksdóttur – sjá nánar í verkefni Vigdísar bls.252

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki einstaklinga sem hlotið höfðu brunasár á árunum 2003 til 2018 (= 66) hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,96, en undirkvarða á bilinu 0,83–0,921.
Réttmæti: Í sama úrtaki einstaklinga með brunasár reyndist marktæk jákvæð fylgni milli allra undirkvarða BSHS-B og EQ-5D-5 sem metur heilsutengd lífsgæði (rrho á bilinu 0,43 til 0,60).Fýsileiki listans hefur verið metinn með fjórum spurningum í forprófun í nemendaverkefni.2 Allir 10 þátttakendur voru sammála því að hann væri auðveldur í svörun, vel uppsettir og auðlesinn. Nokkrir minntust á hæfilega lengd. Í kjölfar forprófunar var orðalagi þriggja spurninga sem lúta að nánd og kynlífi breytt til að koma til móts við athugasemdir. Sjá nánar í verkefni Vigdísar.2

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Kildal, M., Andersson, G., Fugl-Meyer, A. R., Lannerstam, K., & Gerdin, B. (2001). Development of a brief version of the Burn Specific Health Scale (BSHS-B). The Journal of trauma, 51(4), 740–746. https://doi.org/10.1097/00005373-200110000-00020

Próffræðigreinar:

  • 1. Lovísa Baldursdóttir, Sigríður Zoëga, Gunnar Auðólfsson o.fl. (2021). Langtímaáhrif brunaáverka á heilsu fullorðinna: lýsandi þversniðskönnun og forprófun spurningalista. Læknablaðið, 12(107). https://doi.org/10.17992/lbl.2021.12.665

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst utan greinar að ofan

Nemendaverkefni:

  • 2. Vigdís Friðriksdóttir. (2019). Íslensk þýðing Burn Specific Health Scale – Brief (Líðan og lífsgæði einstaklinga með brunaáverka), þróun viðbótarspurninga og forprófun spurningalista [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33454
  • Sigurður Ýmir Sigurjónsson. (2020). Langtímaáhrif brunaáverka á heilsu fullorðinna: Áhrif á geðheilsu [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35500

 

Reglur um notkun

  • Ekki hefur náðst á höfundi

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024