
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindastofnunar veitir akademísku starfsfólki og framhaldsnemum við Heilbrigðisvísindasvið ráðgjöf varðandi tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Meðal þjónustu sem boðið er upp á er aðstoð við úrvinnslu gagna, túlkun niðurstaðna og viðbrögð við tölfræðilegri ritrýni.