Brief Pain Inventory - Icelandic (BPI-I)

Efnisorð

  • Verkir
  • Sársauki

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat eða viðtal – fullorðnir með króníska sjúkdóma eða raskanir, s.s. krabbamein
  • Fjöldi atriða: 15
  • Metur: Tíðni verkja, alvarleiki (4 atriði) og truflun (10 atriði) sem hlýst af. Ýmist er miðað við síðasta sólarhring eða síðustu viku – íslenska útgáfan miðar við síðustu viku 
  • Svarkostir: Blandaðir – tvíkosta atriði sem metur hvort verkir aðrir en hversdagsleg eymsl hafi verið til staðar síðastliðna viku; mat á alvarleika verkja frá 0–10; opin spurning um meðferð / lyf við verkjum; mat á verkjastillandi áhrifum meðferðar frá 0–100%; mat á truflun af verkjum frá 0-10
  • Heildarskor: Fyrir alvarleika verkja eru skor á bilinu 0–40 (0–10 ef notast er við meðaltal, sjá ítarlega umfjöllun undir Reglur um notkun) þar sem hærra skor vitnar um meiri sársauka. Fyrir truflun sem hlýst af verkjum eru skor á bilinu 0–70 (0–10 ef notast er við meðaltal) þar sem hærra skor vitnar um meiri truflun. Atriði sem snúa að því hvort sársauki hafi verið til staðar og að verkjastillandi áhrifum meðferðar eru ekki talin með í heildarskori

Íslensk þýðing

  • Sigríður Gunnarsdóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferlið

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: α undirkvarða í slembiúrtaki úr Þjóðskrá hefur mælst 0,85 fyrir alvarleika og 0,86 fyrir truflun þegar aðeins þeir svöruðu sem höfðu upplifað verki eða sársauka sama dag og listinn var lagður fyrir.1 Þegar þeir svöruðu sem höfðu upplifað verki einhvern tímann síðastliðna viku reyndist áreiðanleiki alvarleika enn α = 0,86 en áreiðanleiki truflunar lækkaði, α = 0,78.Í öðru úrtaki úr Þjóðskrá reyndist innri áreiðanleiki alvarleika vera α = 0,89 og truflunar α = 0,91 (einnig byggt á svörum þeirra sem höfðu upplifað sársauka síðastliða viku).2

Réttmæti: Skýrleiki atriða var metinn með viðtölum við einstaklinga með og án menntunar innan heilbrigðisgeirans og listinn var forprófaður á rúmlega 240 manns.1 Þáttagreining sýndi fram á tvo þætti, alvarleika og truflun, í samræmi við ætlaða formgerð. Nánari upplýsingar fundust ekki.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Cleeland, C. S. & Ryan, K. M. (1994). Pain assessment: Global use of the Brief Pain Inventory. Annals of the Academy of Medicine, Singapore23(2), 129–138. https://psycnet.apa.org/record/2015-49222-001

Próffræðigreinar: 

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Gunnarsdóttir, S., Ward, S. & Serlin, R. C. (2008). Attitudinal barriers to cancer pain management in the Icelandic population. Cancer Nursing, 31(2), 95–102. https://doi.org/10.1097/01.NCC.0000305706.91787.8e
  • Gunnarsdóttir, S., Ward, S., & Serlin, R. (2010). A population based study of the prevalence of pain in Iceland. Scandinavian Journal of Pain, 1(3), 151-157. https://doi.org/10.1016/j.sjpain.2010.05.028
  • 2. Jónsdóttir, Þ., Aspelund, T., Jónsdottir, H., & Gunnarsdóttir, S. (2014). The relationship between chronic pain pattern, interference with life and health-related quality of life in a nationwide community sample. Pain Management Nursing, 15(3), 641-651. https://doi.org/10.1016/j.pmn.2013.07.005

Nemendaverkefni:

  • Þorbjörg Jónsdóttir. (2015). Chronic Pain, Health-Related Quality of Life, Chronic Pain-Related Health Care Utilization and Patient-Provider Communication in the Icelandic Population [óútgefin doktorsritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/23345
  • Guðrún Ingimundardóttir & Guðbjörg A. Finnbogadóttir. (2020). Verkir í brjóstholi hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Kerfisbundin fræðileg samantekt [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35465
  • Hafdís Skúladóttir (2022). Multidisciplinary Pain Rehabilitation Programs in Iceland: An Exploration and Description of the Short-term and Long-term Effects [doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://hdl.handle.net/20.500.11815/3251

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • The Wisconsin Brief Pain Questionnaire (forveri)
  • BPI-long form

Síðast uppfært

  • 5/2024