Dyadic Adjustment Scale (DAS)

Efnisorð

  • Sambandsgæði
  • Sambönd

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fólk í föstu sambandi
  • Fjöldi atriða: 32
  • Metur: Sambandsgæði á fjórum sviðum: Samhugur (dyadic consensus; 13 atriði), Samánægja (dyadic satisfaction; 10), Gagnkvæm aðlöðun (dyadic cohesion; 5), Tjáning á ástúð (affective expression; 4). Viðmiðunartími er ótilgreindur
  • Svarkostir: Blandaðir – Fyrstu 15 atriðin hafa raðkvarða með sex fullmerktum svarkostum frá 0 (alltaf sammála) til 5 (alltaf ósammála). Atriði nr. 16 til 22 hafa einnig sex svarkosti frá 0 (alltaf) til 5 (aldrei). Atriði nr. 23 hefur raðkvarða með fimm fullmerktum svarkostum frá 4 (daglega) til 0 (aldrei) og nr. 24 hefur einnig fimm svarkosti frá 4 (öll áhugamál sameiginleg) til 0 (engin áhugamál sameiginleg). Atriði nr. 25 til 28 hafa sex fullmerkta svarkosti frá 0 (aldrei) til 5 (oftar en 1 sinni á dag). Atriði 29 og 30 hafa tvo svarkosti sem gefa 0 () og 1 (nei) stig. Atriði 31 hefur sjö fullmerkta svarkosti frá 6 (fullkomið) til 0 (mjög óhamingjusöm). Atriði 32 hefur sex staðhæfingar sem gefa 0 til 5 stig
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–151 þar sem hærra skor vitnar um betri sambandsgæði. Heildarskor fyrir undirkvarðana fjóra eru reiknuð með sama hætti

Íslensk þýðing

  • Teymi rannsóknarverkefnisins Geðheilsa kvenna og meðganga - prófessor í sálfræði bakþýddi
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefnum hefur innri áreiðanleiki verið á bilinu α = 0,74–0,9 í almennum hentugleikaúrtökum.1,2 Fylgni atriða við heildarskor hefur verið á bilinu 0,17–0,63.1 Í birtum rannsóknum hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,92 meðal kvenna í meðgönguvernd3.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Spanier, G. B. (1976). Measuring dyadic adjustment: New scales for assessing the quality of marriage and similar dyads. Journal of Marriage and the Family, 38, 15–28. https://doi.org/10.2307/350547

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Thome, M., & Arnardottir, S. B. (2013). Evaluation of a family nursing intervention for distressed pregnant women and their partners: A single group before and after study. Journal of Advanced Nursing, 69(4), 805–816. https://doi.org/10.1111/j.1365-2648.2012.06063.x
  • 3. Jonsdottir, S. S., Thome, M., Steingrimsdottir, T., Lydsdottir, L. B., Sigurdsson, J. F., Olafsdottir, H., & Swahnberg, K. (2017). Partner relationship, social support and perinatal distress among pregnant Icelandic women. Women and Birth, 30(1), e46–e55. https://doi.org/10.1016/j.wombi.2016.08.005
  • Jonsdottir, S. S., Steingrimsdottir, T., Thome, M., Oskarsson, G. K., Lydsdottir, L. B., Olafsdottir, H., Sigurdsson, J. F., & Swahnberg, K. (2019). Pain management and medical interventions during childbirth among perinatal distressed women and women dissatisfied in their partner relationship: A prospective cohort study. Midwifery, 69, 1–9. https://doi.org/10.1016/j.midw.2018.10.018
  • Jonsdottir, S. S., Swahnberg, K., Thome, M., Oskarsson, G. K., Bara Lydsdottir, L., Olafsdottir, H., Sigurdsson, J. F., & Steingrimsdottir, T. (2020). Pregnancy complications, sick leave and service needs of women who experience perinatal distress, weak social support and dissatisfaction in their partner relationships. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 34(1), 167–180. https://doi.org/10.1111/scs.12718

Nemendaverkefni:

  • 1. Katrín Ella Jónsdóttir & Ragnheiður Helga Sæmundsdóttir. (2011). Samband tilfinningasemi, samvinnuþýði og ánægju í ástarsamböndum: Er sambandinu miðlað í gegnum sjálfstraust, samskiptahætti og tengslamyndun á fullorðinsárum? [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8615
  • Jóna Ingibjörg Jónsdóttir. (2021). Development and effectiveness testing of a strengthsoriented therapeutic conversation on sexual adjustment and intimacy among females with cancer and their partners [doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://hdl.handle.net/20.500.11815/2671
  • 2. Agnes Ögmundsdóttir. (2022). Personality traits in relationship satisfaction : which traits are beneficial, and which can be harmful? [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41955

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn  – sjá hér
  • Þegar viðeigandi leyfi hefur fengist má nálgast íslenska þýðingu hjá Sigríði Síu Jónsdóttur á siaj@unak.is
  • Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • DAS-4
  • DAS-7
  • RDAS

Síðast uppfært

  • 5/2024