Short Warwick-Edinburgh Mental Well-Being Scale (SWEMWBS)

Efnisorð

  • Velsæld

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir og ungmenni
  • Fjöldi atriða: 7
  • Metur:  Líðan / velsæld á undanförnum tveimur vikum
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 1 (aldrei) til 5 (alltaf)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 7–35 þar sem hærra skor er talið vitna um meiri velsæld

Íslensk þýðing

  • Í BS verkefni Elínar og Ingibjargar4 stendur að SWEMWBS hafi verið þýddur og staðfærður af Lýðheilsustöð undir handleiðslu Dóru G. Guðmundsdóttur árið 2007
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki hefur mælst α = 0,86 í almennu úrtaki úr Þjóðskrá,1 α = 0,90 í úrtaki 10. bekkinga2 og α = 0,87–0,89 í úrtaki 8.–10. bekkinga3.
Réttmæti: Straightlining (svarhegðun þar sem sami svarkostur er valinn í öllum atriðum) var kannað meðal 15 ára nemenda sem tóku þátt í HBSC rannsókninni.5 Um 18% nemenda sýndu þessa svarhegðun og var hún algengari meðal drengja (23,2%) heldur en stúlkna (12,6%). Niðurstöður fyrir innri áreiðanleika lækkuðu úr α = 0,90 í 0,84 hjá drengjum þegar „straightlining“ nemendur voru fjarlæðir úr gagnasettinu en úr α =0,89 í 0,86 hjá stúlkum.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • 14-atriða útgáfa: Tennant, R., Hiller, L., Fishwick, R., Platt, S., Joseph, S., Weich, S., Parkinson, J., Secker, J., & Stewart-Brown, S. (2007). The Warwick-Edinburgh Mental Well-being Scale (WEMWBS): Development and UK validation. Health and Quality of Life Outcomes, 5, 63. https://doi.org/10.1186/1477-7525-5-63
  • 7-atriða útgáfa: Stewart-Brown, S., Tennant, A., Tennant, R., Platt, S., Parkinson, J., & Weich, S. (2009). Internal construct validity of the Warwick-Edinburgh Mental Well-being Scale (WEMWBS): A Rasch analysis using data from the Scottish Health Education Population Survey. Health and Quality of Life Outcomes, 7(1), 1–8. https://doi.org/10.1186/1477-7525-7-15

Próffræðigreinar:

  • 5. Aarø, L. E., Fismen, A. S., Wold, B., Skogen, J. C., Torsheim, T., Arnarsson, Á. M., Lyyra, N., Löfstedt, P., & Eriksson, C. (2022). Nordic adolescents responding to demanding survey scales in boring contexts: Examining straightlining. Journal of Adolescence94(6), 829–843. https://doi.org/10.1002/jad.12066

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Björnsdóttir, S. V., Jónsson, S. H., & Valdimarsdóttir, U. A. (2014). Mental health indicators and quality of life among individuals with musculoskeletal chronic pain: A nationwide study in Iceland. Scandinavian Journal of Rheumatology, 43(5), 419–423. https://doi.org/10.3109/03009742.2014.881549
  • 2. Arnarsson, Á. & Gestsdóttir, S. (2021). Andleg líðan unglinga í 10. bekk: Niðurstöður úr fyrirlögn Short Warwick–Edinburgh Mental Well-Being kvarðans. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun [sérrit 2021 – HBSC og ESPAD rannsóknirnar], 1–15. https://doi.org/10.24270/serritnetla.2021.6
  • 3. Halldorsdotir, T., Kristjansson, A. L., Asgeirsdotir, B. B., Thorisdottir, I. E., Sigfusson, J., Tolgyes, E. M. J., Valdimarsdottir, H. B., Allegrante, J., & Sigfusdottir, I. D. (2021). A multi-level developmental approach towards understanding adolescent mental health and behaviour: Rationale, design and methods of the LIFECOURSE study in Iceland. Social Psychiatry and Psychiatric Epidemiology, 56, 519–529. https://doi.org/10.1007/s00127-020-01995-6

Nemendaverkefni:

  • 4. Elín Dröfn Þorvaldsdóttir & Ingibjörg Ragna Malmquist. (2016). Tengsl húmorstíla (HSQ-IS) við persónuleikaþætti (HEXACO-60-IS) og vellíðan (SWEMWBS) [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/23635
  • Unnur Jónsdóttir. (2018). Áhrif efnahagshrunsins 2008 á andlega líðan og efnahagsstöðu fólks með og án geðræns vanda [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/31857
  • Guðný Jónsdóttir. (2021). Fjarvinna og ánægja með jafnvægi milli vinnu og einkalífs [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39788

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – rannsakendur sæki um leyfi hér hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni, þó er bent á að lesa vel notkunarskilmála á vefsíðunni sem er hlekkjuð hér að ofan

Aðrar útgáfur

  • SWEMWBS er stytt útgáfa af 14-atriða Warwick-Edinburgh Mental Well-Being Scale (WEMWBS)

Síðast uppfært

  • 5/2024