Nursing Dental Coping Belief Scale (Nursing DCBS)
Efnisorð
- Hjúkrun
- Tannheilbrigðisþjónusta
- Viðhorf
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – starfsfólk í hjúkrun
- Fjöldi atriða: 28
- Metur: Viðhorf hjúkrunarstarfsfólks til tannheilbriðisþjónustu. Atriði skiptast í fjögur þemu: Oral health care beliefs (7 atriði), Self-efficacy (7), Internal locus of control (7) og External locus of control (7)
- Svarkostir: Likert kvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála). Athugið að miðjusvarkosturinn hefur orðagildið veit ekki og gefur því ekki til kynna hlutlausa afstöðu eins og tíðkast í hefðbundnum Likert kvörðum
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna eftir að búið er að snúa við skorun á atriðum númer 1, 4, 6, 9, 10, 12, 14, 16, 17, 18, 20, 22, 24 og 26. Heildarskorið liggur á bilinu 28–140 þar sem lægra skor vitnar um jákvæðara viðhorf til tannheilbrigðisþjónustu
Íslensk þýðing
- Aðalheiður S. Sigurðardóttir og Inga B. Árnadóttir þýddu og staðfærðu. Peter Holbrook, tvítyngdur prófessor við Tannlæknadeild HÍ bakþýddi á ensku. Frumþýðing og bakþýðing á ensku voru bornar saman og samræmdar í endanlega íslenska útgáfu. Allir þýðendur hafa sérþekkingu sem við kemur efni listans og skoðuðu orðalag atriða með það í huga að það væri í samræmi við almenna þekkingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki hefur mælst α = 0,78-0,79 í úrtaki starfsfólks hjúkrunarheimila1.
Réttmæti: Ekkert fannst - sjá umræðu um takmarkanir Nursing DCBS á bls. 61-62 í doktorsverkefni Aðalheiðar.2
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Wårdh,I., & Sörensen, S. (2005). Development of an index to measure oral health care priority among nursing staff. Gerodontology, 22(2), 84–90. https://doi.org/10.1111/j.1741-2358.2005.00063.x
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Sigurdardottir, A. S., Geirsdottir, O. G., Ramel, A., & Arnadottir, I. B. (2022). Cross-sectional study of oral health care service, oral health beliefs and oral health care education of caregivers in nursing homes. Geriatric Nursing, 43, 138–145. https://doi.org/10.1016/j.gerinurse.2021.11.010
Nemendaverkefni:
- 2. Aðalheiður Svana Sigurðardóttir. (2022). Geriatric oral health. Quality of life and oral care in Icelandic nursing homes [doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://opinvisindi.is/handle/20.500.11815/3260
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – má nálgast hjá Aðalheiði S. Sigurðardóttur á adalhsvana@hi.is
- Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar
Aðrar útgáfur
- Nursing DCBS var þróaður út frá 44-atriða Dental Coping Belief Scale (DCBS). Upprunalega, lengri útgáfan var þróuð árið 1991 í Bandaríkjunum og metur viðhorf fólks til þeirra eigin tann- og munnheilsu
Síðast uppfært
- 5/2024