Short Form–36v2 Health Survey (SF-36v2)
Efnisorð
- Heilsutengd lífsgæði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir. Matstækið má einnig leggja fyrir á viðtalsformi, en ekki er ljóst hvort íslenskar leiðbeiningar séu til
- Fjöldi atriða: 35
- Metur: Heilsutengd lífsgæði á 8 undirkvörðum (t.d. líkamleg virkni, líkamlegur sársauki og félagsleg virkni) miðað við síðustu fjórar vikur (athuga þó að eitt atriði spyr um heilsufar fyrir ári). Fjórir undirkvarðar mynda meginþáttinn líkamleg heilsa (21 atriði) og fjórir mynda þáttinn andleg heilsa (14 atriði)
- Svarkostir: Blandaðir raðkvarðar: t.d. 1 (já, takmarkar heilmikið) til 3 (nei, takmarkar alls ekki), 1 (alltaf) til 5 (aldrei) og 1 (ekkert) til 6 (mjög mikið)
- Heildarskor: Heildarskor má reikna fyrir hvern undirkvarða um sig, fyrir hvorn meginþátt fyrir sig og fyrir listann í heild. Skor á undirkvörðum eru á bilinu 0–100 þar sem hærra skor vitnar um betri heilsutengd lífsgæði. Með kaupum á þar til gerðum skorunarbúnaði má jafnframt fá fram normuð skor með M = 50 og SF = 10 (athuga þó að norm byggja á erlendu stöðlunarúrtaki). Nánari upplýsingar fylgja með keyptum aðgangi að tækinu
Íslensk þýðing
- SF-36: GlaxoSmithKlein í samræmi við staðal IQOLA (International Quality of Life Asesessment)
- Sjá nánar um staðalinn hér eða hér á síðu útgefenda
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki kvenna úr Þjóðskrá reyndist innri áreiðanleiki undirkvarða á bilinu α = 0,78 á undirkvarða almenns heilsufars (5 atriði) til α = 0,94 á undirkvarða líkamlegra hlutverka (4 atriði).1 Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki undirkvarða í úrtaki sjúklinga mælst á bilinu α = 0,76, sömuleiðis fyrir undirkvarða almenns heilsufars, til 0,95, einnig fyrir undirkvarða líkamlegra hlutverka.2 Annað nemendaverkefni kannaði áreiðanleika upprunalegrar útgáfu (SF-36) í almennu úrtaki nema og í úrtaki sjúklinga.3 Í úrtaki nema var áreiðanleiki undirkvarða á bilinu α = 0,78 (almennt heilsufar) til α = 0,92 (líkamleg hlutverk og tilfinningaleg hlutverk). Í úrtaki sjúklinga var áreiðanleikinn á bilinu α = 0,61 (félagsleg virkni) til α = 0,89 (tilfinningaleg hlutverk).
Réttmæti: Eiginleikar upprunalegrar útgáfu (SF-36) voru metnir í úrtökum nema og sjúklinga.3 Fylgni atriða mældist hærri við eigin undirkvarða en aðra í flestum tilvikum, og fylgni atriða við aðra undirkvarða mældist lægri en fylgni þeirra við atriði sama kvarða. Fylgni milli undirkvarða mældist hærri milli þeirra kvarða sem mynda meginþátt (líkamlegan og andlegan). Leitandi þáttagreining gaf vísbendingar fyrir tveimur undirliggjandi þáttum líkt og kenningin kveður á um – þáttalausn hafði þó meira skýringargildi í úrtaki háskólanema (rúmlega 70% skýrð dreifing) heldur en í klínísku úrtaki (tæplega 60% skýrð dreifing).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- SF-36: Ware, J. E., & Sherbourne, C. D. (1992). The MOS 36-item short-form health survey (SF-36): I. Conceptual framework and item selection. Medical Care, 30(6), 473–483. https://doi.org/10.1097/00005650-199206000-00002
- Ware, J., Kosinski, M., Bjorner, J., Turner-Bowker, D., Gandek, B., & Maruish, M. (2007). User's Manual for the SF-36v2® Health Survey. QualityMetric Incorporated
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Sveinsdóttir, H. (2018). Menstruation, objectification and health-related quality of life: A questionnaire study. Journal of Clinical Nursing, 27(3-4), 503–513. https://doi.org/10.1111/jocn.14049
- Ámundadóttir, Ó. R., Jónasdóttir, R. J., Sigvaldason, K., Jónsdóttir, H., Möller, A. D., Dean, E., ... & Sigurðsson, G. H. (2020). Predictive variables for poor long‐term physical recovery after intensive care unit stay: An exploratory study. Acta Anaesthesiologica Scandinavica, 64(10), 1477-1490. https://doi.org/10.1111/aas.13690
- Sveinsdóttir, H., Kristiansen, K., & Skúladóttir, H. (2021). Health related quality of life in patients having total knee replacement and associations with symptoms, recovery, and patient education: A six month follow up study. International Journal of Orthopaedic and Trauma Nursing, 42, 100830. https://doi.org/10.1016/j.ijotn.2020.100830
Nemendaverkefni:
- 2. Rannveig Jónasdóttir. (2010). Heilsa og líðan eftir útskrift af gjörgæslu. Lýsandi rannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/4250
- 3. Margrét Eiríksdóttir. (2011). Próffræðileg athugun á The Short From (36) Health Survey (SF-36) heilsukvarðanum [óútgefin cand.psych ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8586
- G. Haukur Guðmundsson. (2016). Lífsstílstengdir heilsufarsþættir eftir krabbameinsmeðferð [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/26011
- Soffía Scheving Thorsteinsson. (2022). Minningar sjúklinga tveimur árum eftir útskrift af gjörgæslu: Blönduð rannsókn um tengsl minninga frá gjörgæsludvöl og sálræns heilsufars [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40288
Reglur um notkun
- Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – sótt er um leyfi hjá Quality Metric og þaðan er íslenska útgáfan sótt, sjá nánar hér undir Request a license neðst á síðu
- Athuga að til er hliðstæð útgáfa spurningalistans sem byggir á sama grunni og er í opnum aðgangi, sjá
- Munurinn á útgáfunum tveimur er ekki fyllilega ljós
Aðrar útgáfur
- Medical Outcome Study (MOS – forveri / fyrirmynd)
- SF-36v1
- SF-12
- SF-6
Síðast uppfært
- 5/2024