Childbirth Experience Questionnaire revised version (CEQ2)

Efnisorð

  • Fæðingarupplifun
  • Konur

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – konur sem hafa fætt barn
  • Fjöldi atriða: 22
  • Metur: Fæðingarupplifun á fjórum sviðum: Eigin geta (8 atriði), faglegur stuðningur (5), álitið öryggi (6) og þátttaka (3)
  • Svarkostir: Fyrstu 19 atriðunum er svarað á raðkvarða með fjórum fullmerktum svarkostum frá 4 (alveg sammála) til 1 (alveg ósammála). Seinustu þrem atriðunum er svarað á sjónkvarða (visual analog scale) með ólíkum orðagildum til endanna, t.d. alls ekki örugg til alveg örugg 
  • Heildarskor: Fæst með því að reikna meðaltal af stigum atriðanna og liggur á bilinu 1–4 þar sem hærra skor vitnar um betri / jákvæðari fæðingarupplifun. Hægt er að reikna heildarskor fyrir hvert undirsvið með sama hætti. Athugið að snúa þarf skorun á atriðum nr. 3, 5, 8, 12, 13, 18, 19 og 20. Einnig er skorun atriðanna þriggja sem metin eru á sjónkvarða umbreytt með eftirfarandi hætti: 0–40 er kóðað sem 1, 41–60 sem 2, 61–80 sem 3 og 81–100 sem 4

Íslensk þýðing

  • Valgerður Sigurðardóttir og Emma Marie Swift – sjá nánar um þýðingarferlið undir Translation process í grein þeirra að neðan1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í stóru hentugleikaúrtaki kvenna sem fætt höfðu barn á árunum 2015 til 2021 mældist innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,95 og fyrir undirkvarða á bilinu α = 0,86–0,90.1 Leiðrétt fylgni atriða við heildarskor hvers undirkvarða var yfir 0,60 í öllum tilvikum nema í atriðum nr. 5 (= 0,30) og 20 (r = 0,20).

Réttmæti: Forprófun í hópi 10 kvenna gaf til kynna að auðvelt væri að skilja og svara atriðunum.1 Í fyrrgreindu úrtaki (sjá Áreiðanleiki) voru tengsl CEQ2 við breytur sem taldnar eru tengjast fæðingingarupplifun könnuð, t.d. fæðingarstaður (á spítala / utan spítala), gangsetning (já / nei) og tegund fæðingar (um leggöng / keisari). Almennt voru niðurstöður í samræmi við væntingar. Meginhlutagreining var einnig framkvæmd sem leiddi í ljós þrjár víddir (miðað við eigingildi >1) en ekki fjórar líkt og gert var ráð fyrir.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Dencker, A., Bergqvist, L., Berg, M., Greenbrook, J. T., Nilsson, C., & Lundgren, I. (2020). Measuring women’s experiences of decision-making and aspects of midwifery support: a confirmatory factor analysis of the revised Childbirth Experience Questionnaire. BMC Pregnancy and Childbirth20(1), 1–8. https://doi.org/10.1186/s12884-020-02869-0

Próffræðigreinar:

  • 1. Sigurðardóttir, V. L., Mangindin, E. L., Stoll, K., & Swift, E. M. (2023). Childbirth experience questionnaire 2–Icelandic translation and validation. Sexual & Reproductive Healthcare37, 100882. https://doi.org/10.1016/j.srhc.2023.100882

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Elín Inga Lárusdóttir. (2022). Fæðingarupplifun íslenskra og erlendra kvenna á Íslandi: Lýsandi þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40601

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi, sjá hér

Aðrar útgáfur

  • CEQ2 sem rætt er um hér er önnur útgáfa CEQ matstækisins þar sem búið er að lagfæra orðalag nokkurra atriða

Síðast uppfært

  • 7/2023