Emotion Reactivity Scale (ERS)
Efnisorð
- Tilfinninganæmi
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 21
- Metur: Tilfinninganæmi á þremur sviðum næmni (8 atriði), tilfinningaörvunar / tilhneigingar til að upplifa sterkar tilfinningar (10) og stöðugleika (3). Svarandi er beðinn um að svara atriðunum út frá því hvernig hann upplifir tilfinningar sínar yfirleitt
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekki líkt mér) til 4 (algjörlega eins og ég)
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–84 þar sem hærra skor vitnar um aukið tilfinninganæmi (reactivity)
Íslensk þýðing
- Ívar Snorrason og Ragnar P. Ólafsson
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í blönduðu úrtaki einstaklinga með og án húðkroppunaráráttu var innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,95.1 Í úrtaki háskólanema hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,94.2
Réttmæti: Leitandi þáttagreining var framkvæmd í sama úrtaki nema.2 Eins-þátta lausn (sú sem höfundar listans eru sagðir hafa lagt til) hafði skýrða dreifingu upp á tæp 47%, þáttahleðslur voru á bilinu 0,56–0,74 og skýrð dreifing atriða á bilinu 31–55%. Heildarskor á ERS reyndist hafa fylgni við heildarskor á DERS, PSWQ, HADS-kvíða og HADS-þunglyndi upp á r = 0,60, 0,65, 0,59 og 0,36. Í öðru úrtaki nema hafði heildarskor ERS hærri fylgni við DERS, r = 0,68, en einnig umtalsverða fylgni við BDI-II, r = 0,64.3
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Nock, M. K., Wedig, M. M., Holmberg, E. B., & Hooley, J. M. (2008). The emotion reactivity scale: development, evaluation, and relation to self-injurious thoughts and behaviors. Behavior Therapy, 39(2), 107–116. https://doi.org/10.1016/j.beth.2007.05.005
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Snorrason, Í., Smari, J., & Olafsson, R. P. (2010). Emotion regulation in pathological skin picking: Findings from a non-treatment seeking sample. Journal of Behavior Therapy and Experimental Psychiatry, 41(3), 238–245. https://doi.org/10.1016/j.jbtep.2010.01.009
Nemendaverkefni:
- 2. Júlía Heiða Ocares & Katrín Magnúsdóttir. (2009). Próffræðilegir eiginleikar spurningalista um tilfinningastjórn og tilfinninganæmi og tengsl þeirra við húðkroppunaráráttu [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/2403
- 3. Unnur Benediktsdóttir & Freydís Jóna Guðjónsdóttir. (2019). Emotion reactivity in depression: The mediating role of emotion regulation and cognitive reactivity [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33173
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
- Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 5/2024