Multidimensional Scale of Perceived Social Support (MSPSS)
Efnisorð
- Upplifaður félagslegur stuðningur
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 12
- Metur: Upplifaðan félagslegan stuðning á þremur sviðum (4 atriði per svið), þ.e. frá fjölskyldu, vinum og maka. Viðmiðunartími er ótilgreindur
- Svarkostir: Sjö punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (algerlega ósammála) til 7 (algerlega sammála)
- Heildarskor: Heildarskori (12–84) er deilt með 12 og er því á bilinu 1–7 þar sem hærra skor vitnar um aukinn upplifaðan félagslegan stuðning
Íslensk þýðing
- Berglind Guðmundsdóttir og fl. þýddu og bakþýddu að því er talið er, sjá í lokaritgerð Sigrúnar Ástu Magnúsdóttur3
- Nemar hafa líka þýtt listann, sjá t.d. þýðingu í lokaritgerð Nönnu H. Kristjánsdóttur4
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki undirkvarða í úrtaki kvenna í eftirfylgd eftir fæðingu (mæðravernd) hefur reynst á bilinu α = 0,92–0,95.1 α heildarkvarða í úrtaki úr þjóðskrá hefur mælst 0,96.2 Áreiðanleiki í úrtaki fangavarða og starfsmanna Landhelgisgæslu í nemandaverkefni hefur mælst α = 0,95 fyrir lista í heild en yfir 0,90 fyrir hvern undirkvarða um sig.3 Annað nemandaverkefni sýndi fram á áreiðanleika í úrtaki foreldra leikskólabarna upp á 0,95.4
Réttmæti: Í úrtaki fangavarða og starfsmanna Landhelgisgæslu gaf skriðupróf til kynna tvo þætti í stað þriggja en með þvingun fékkst þriggja þátta lausn án krosshleðsla með skýringarhlutfall upp á tæp 77%.3
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Zimet, G. D., Dahlem, N. W., Zimet, S. G., & Farley, G. K. (1988). The Multidimensional Scale of Perceived Social Support. Journal of Personality Assessment, 52(1), 30–41. https://doi.org/10.1207/s15327752jpa5201_2
Prófffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Jónsdóttir, S. S., Thome, M., Steingrímsdóttir, T., Lýðsdóttir, L. B., Sigurðsson, J. F., Óafsdóttir, H., & Swahnberg, K. (2017). Partner relationship, social support and perinatal distress among pregnant Icelandic women. Women and Birth, 30(1), e46–e55. https://doi.org/10.1016/j.wombi.2016.08.005
- 2. Þórðardóttir, E. B., Guðmundsdóttir, H., Guðmundsdóttir, B., Hrólfsdóttir, A. M., Aspelund, T., & Hauksdóttir, A. (2019). Development and predictors of psychological outcomes following the 2008 earthquake in Iceland: A longitudinal cohort study. Scandinavian Journal of Public Health, 47(2), 269–279. https://doi.org/10.1177/1403494818771444
Nemendaverkefni:
- 3. Sigrún Ásta Magnúsdóttir. (2012). Mæling á félagslegum stuðningi og tengslum hans við streitu, kvíða, þunglyndi og lífsánægju hjá fangavörðum og starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/13253
- 4. Nanna Huld Kristjánsdóttir. (2020). Parental stress in parents of young children: Effect from social support, social media usage and gender difference [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35835
- Kristín Margrét Norðfjörð. (2022). Prenatal axiety and depression : the effects of social support during covid-19 in Iceland [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42113
- Kristína Erna Hallgrímsdóttir. (2023). Tengsl félagslegs stuðnings og einkenni langvarandi sorgarröskunar: Lýðgrunduð rannsókn á meðal kvenna [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/43371
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá hér þýðingu Berglindar Guðmundsdóttur o.fl.
- Notendur eru beðnir um að vitna til heimildar, sjá undir Upprunaleg heimild
- Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 5/2024