Focus on the Outcomes of Communication Under Six (FOCUS)

Efnisorð

  • Talmeinafræði
  • Málnotkun
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat annara – foreldri metur barn á aldrinum 1 til 6 ára. Talmeinafræðingur eða leikskólakennari sem þekkir getur einnig fyllt listann út í ákveðnum tilvikum
  • Fjöldi atriða: 50
  • Metur: Félagslega málnotkun leikskólabarna (1 til 6 ára), þ.e. tjáskipti í raunverulegum aðstæðum, heima og / eða í skólanum. Listinn skiptist í Hluta 1 sem inniheldur 34 atriði og Hluta 2 sem hefur 16 atriði. Atriðin hafa einnig verið flokkuð í níu flokka eftir ICF-CY staðal Alþjóðaheilbrigðmálastofnunarinnar (Líkamsstarfsemi / líkamsbygging – fjórir flokkar og Umhverfi / þáttttaka – fimm flokkar)
  • Svarkostir: Raðkvarði með sjö fullmerktum svarkostum frá 1 (á alls ekki við um barnið mitt) til 7 (á að öllu leyti við um barnið mitt) (Hluti 1) og 1 (getur alls ekki gert) til 7 (getur alltaf gert án aðstoðar) (Hluti 2)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 50–350 þar sem hærra skor vitnar um betri félagslega málnotkun barns

Íslensk þýðing

  • Upplýsingar um íslenska þýðingu má finna í köflum 3.2 og 4.1 í meistaraverkefni Birtu K. Hjálmarsdóttur1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,96 í úrtaki foreldra þriggja ára barna.1 Áreiðanleiki Hluta 1 í sama verkefni var α =0,95, Hluta 2 α = 0,90 og flokka samkvæmt ICF-CY staðli á bilinu α = 0,41 (Málskilningur / hlustun / athygli) til α = 0,88 (Félagsfærni / leikur). Innri áreiðanleiki í úrtaki foreldra fjögurra ára barna2 reyndist α = 0,95, 0,88 fyrir summuskor undirkvarða líkamsstarfsemi / líkamsbyggingar (capacity profile score) og 0,91 fyrir summuskor undirkvarða umhverfis / þátttöku (performance profile score). 

Réttmæti: Í nemendaverkefni var réttmæti kannað með því að bera saman meðalskor á MUB prófinu (Málþroski ungra barna) hjá þriggja ára börnum sem fengu lægstu (n = 10) og hæstu (n = 12) heildarskorin á FOCUS.1 Hópurinn sem skoraði hæst á FOCUS var einnig með hærra meðalskor á MUB. Munurinn (14 stig) var tölfræðilega marktækur með 95% öryggisbilið [0,6; 27,4].

Samleitni var metin með fylgni í í úrtaki foreldra fjögurra ára barna.2 Fylgni heildarskors og undirkvarða FOCUS við málþroskaprófið Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) var umtalsverð og í samræmi við væntingar (rrho á bilinu 0,47–0,56). Fyrir umræðu um tengsl undirkvarða líkamsstarfsemi / líkamsbyggingar og umhverfis / þátttöku við skyld matstæki, sjá verkefni Aspar.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Thomas-Stonell, N. L., Oddson, B., Robertson, B., & Rosenbaum, P. L. (2009). Development of the FOCUS (Focus on the Outcomes of Communication Under Six), a communication outcome measure for preschool children. Developmental Medicine & Child Neurology, 52(1), 47–53. https://doi.org/10.1111/j.1469-8749.2009.03410.x

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Birta Kristín Hjálmarsdóttir. (2020). Þýðing og forprófun á FOCUS-ÍS: um mat foreldra á félagslegri málnotkun þriggja ára barna [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35809
  • 2. Ösp Vilberg Baldursdóttir. (2023). Assessing the validity of FOCUS-ÍS: A parent report questionnaire of functional communication development of 4-year-old children [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/43079

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – sjá nánar hér

Aðrar útgáfur

  • FOCUS-34

Síðast uppfært

  • 7/2023