Multi-Component Training Distress Scale (Margþátta þjálfunarálagskvarðinn) (MTDS / MÞÁK))

Efnisorð

  • Ofþjálfun
  • Þjálfunarálag
  • Íþróttir

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðið íþróttafólk
  • Fjöldi atriða: 22
  • Metur: Hætta á ofþjálfun hjá íþróttafólki. Svarandi á að meta hversu mikið hann hefur fundið fyrir eða hversu mikið honum hefur liðið á ákveðinn hátt síðastliðinn sólarhring (24 tímar). Atriði skiptast í sex undirkvarða: Leiði (5 atriði), þróttur (4), líkamleg einkenni (3), svefntruflanir (3), streita (4) og þreyta (3)
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 0 (alls ekki) til 4 (gríðarlega)
  • Heildarskor: Áður en heildarskor er reiknað er atriðum undirkvarðans þróttur snúið við. Heildarskor fyrir allt matstækið er svo fengið með því að taka meðaltal af stigum atriðanna og geta því tekið gildi á bilinu 0 til 4. Hærra skor vitnar um verri líðan

Íslensk þýðing

  • Tinna B. Bergþórsdóttir þýddi úr ensku með aðstoð leiðbeinanda, forprófaði með viðtölum við nokkra íþróttamenn og aðlagaði þýðinguna í samræmi við niðurstöður þeirrar prófunar. Tveir einstaklingar með ensku að móðurmáli og góð tök á íslensku bakþýddu1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni reyndist innri áreiðanleiki undirkvarða í úrtaki hópíþróttamanna vera á bilinu α = 0,78–0,89 (ívið hærra en í upphaflegri rannsókn) og innbyrðis fylgni atriða keimlík þeirri sem fékkst í upprunalegri grein höfunda1.  
Réttmæti: Í sama nemendaverkefni fékkst rökstuðningur fyrir sex-þátta formgerð með 67% skýrðri dreifingu, sem var í samræmi við kenningu og upphaflega grein höfunda listans.Marktækur munur reyndist á MÞÁK-skorum einstaklinga sem metnir voru í mestri og minnstri áhættu á kulnun skv. ABQ kvarðanum (einkenni kulnunar gagnvart íþrótt) á öllum undirkvörðum MÞÁK nema einum (svefntruflanir). Í öðru nemandaverkefni í úrtaki karlkyns handboltaleikmanna hefur mælst sterk jákvæð fylgni milli MÞÁK og ABQ (athuga þó n = 11).2 Í úrtaki áhugahlaupara voru tengsl MÞÁK við magn ýmissa blóðpróteina könnuð. Almennt mældist jákvæð fylgni þar á milli líkt og búist var við. Höfundur dregur þá ályktun að MÞÁK geti nýst til að fá vísbendingar um lífeðlisfræðilegar breytingar og álag íþróttafólks (athuga þó n = 20).3

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Main, L., & Grove, J. R. (2009). A multi-component assessment model for monitoring training distress among athletes. European Journal of Sport Science, 9(4), 195–202. https://doi.org/10.1080/17461390902818260

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Tinna B. Bergþórsdóttir. (2019). Réttmæti og áreiðanleiki íslenskrar þýðingar á “Margþátta þjálfunarálagskvarðanum” sem metur þjálfunarálag íþróttamanna [óútgefin MS ritgerð]. Háskóli Íslands, Reykjavík
  • 2. Dagbjört Ingvarsdóttir. (2020). Réttmæti íslenskrar þýðingar á MÞÁK og ABQ mælitækjum [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38642
  • 3. Lúðvík Már Matthíasson. (2023). Einkenni þjálfunarálags meðal hlaupara á Íslandi. Tengsl við efnaskipti [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44517
  • 4. Hildur Una Gísladóttir. (2023). Tengsl þjálfunarálags og blóðpróteina sem endurspegla streitu, bólgu og ónæmisviðbrögð meðal hlaupara [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44490

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – má nálgast hjá Þórarni Sveinssyni á thorasve@hi.is
  • Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 12/2023