Manchester Short Assessment of Quality of life (MANSA)

Efnisorð

  • Lífsgæði
  • Geðsjúkdómar

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat og / eða viðtal – fullorðnir með langvinn geðræn vandamál
  • Fjöldi atriða: 43 í íslenskri útgáfu. Í enskri útgáfu sem sjá má í viðauka í Priebe ofl. (1999) eru atriði 29
  • Metur: Lífsgæði með tilliti til heilsu, menntunar og atvinnu, fjárhags, tómstunda, félagslegra tengsla, öryggis, búsetuaðstæðna og fjölskyldutengsla. 13 atriði meta lífsgæði með huglægum hætti, en önnur meta hlutlæga þætti tengda lífsgæðum, s.s. atvinnuþátttöku og búsetuaðstæður
  • Svarkostir: Blandaðir. Opnir svarreitir, já nei svarkostir og fullmerktir raðkvarðar frá 1 (mjög ósátt/-ur) til 7 (mjög sátt/-ur)
  • Heildarskor: Heildarskor er reiknað fyrir þau 13 atriði sem snúa að lífsgæðum og eru á bilinu 13 til 91 þar sem hærra skor vitnar um aukin lífsgæði. Önnur atriði listans vega ekki inn í heildarskorið en má nota til að draga fram klíníska mynd af svaranda og fá hugmynd um hvernig mætti bæta aðstæður viðkomandi

Íslensk þýðing

  • Anna Dóra Frostadóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um hvernig staðið var að þýðingu
     

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni var innri áreiðanleiki þeirra 13 atriða sem mynda heildarskorið α = 0,90 (95% ÖB = [0,83–0,95]) í klínísku úrtaki einstaklinga með geðröskun (n = 31) og α = 0,84 (95% ÖB = [0,78–0,89]) í úrtaki háskólanema (n = 116).1 Í síðara úrtakinu reyndist endurprófunaráreiðanleiki r = 0,82. Fylgni einstakra lífsgæðaspurninga við heildarskor reyndist vera á bilinu 0,22– 0,79 í klíníska úrtakinu og á bilinu 0,31–0,78 í nemendaúrtakinu.

Réttmæti: Í sama nemendaverkefni reyndist marktækur munur á heildarskori í klínísku úrtaki og úrtaki nema.1 Sterk jákvæð fylgni mældist milli skora á MANSA og Quality of Life scale. Miðlungs sterk neikvæð fylgni mældist milli skora á MANSA og beggja hluta Positive and Negative Syndrome Scale (PANSS) sem metur jákvæð og neikvæð einkenni geðklofa.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Priebe, S., Huxley, P., Knight, S., & Evans, S. (1999). Application and results of the Manchester Short Assessment of Quality of Life (MANSA). International Journal of Social Psychiatry, 45(1), 7-12. https://doi.org/10.1177/002076409904500102

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Katrín Ella Jónsdóttir. (2016). The status of transsexual people in Iceland: Sociodemographic and clinical characteristics, psychological well-being, self-esteem and quality of life [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25728
  • 1. Óttar Guðbjörn Birgisson. (2016). Psychometric properties of the Icelandic Manchester Short Assessment of Quality of Life (MANSA) and its possible utility in Iceland [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25731

 

Reglur um notkun

  • Liggur ekki fyrir

Aðrar útgáfur

  • Lancashire Quality of Life Profile (LQOLP) – MANSA er stytt útgáfa af LQOLP

Síðast uppfært

  • 12/2023