EORTC QLQ-C30

Efnisorð

  • Heilsutengd lífsgæði
  • Krabbamein

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með krabbamein
  • Fjöldi atriða: 30
  • Metur: Heildrænt mat á heilsutengdum lífsgæðum (1 undirkvarði), líkamleg, tilfinningaleg, félagsleg og hugræn virkni ásamt virkni m.t.t. félagslegra hlutverka (5 undirkvarðar), einkenni þreytu, sársauka og ógleði / uppkasta (3 undirkvarðar) og 6 stök einkenni. Miðað er við síðastliðna viku
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (alls ekki) til 4 (mjög mikið), sjö punkta raðkvarði frá 1 (mjög léleg) til 7 (afbragðsgóð
  • Heildarskor: Heildarskorum á undirkvörðum er umbreytt í samræmi við leiðbeiningar um skorun listans. Á kvarða sem metur heilsutengd lífsgæði almennt og á virknikvörðum eru skor á bilinu 0–100 þar sem hærra skor vitnar um betri virkni / færri vandamál. Heildarskor á einkennakvörðum og stökum atriðum eru sömuleiðis á bilinu 0–100 en þar vitnar hærra skor um meiri einkennabyrði

Íslensk þýðing

  • Valgerður Sigurðardóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferlið

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki heildarskors í úrtaki krabbameinssjúklinga í ópíóíðameðferð hefur mælst α = 0,82, en undirkvarða á bilinu 0,49 (hugræn virkni) til 0,85 (líkamleg virkni) – athuga þó að sá fyrri inniheldur aðeins tvö atriði og því ekki hægt að búast við háum stuðli1.  
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Aaronson, N. K., Ahmedzai, S., Bergman, B., Bullinger, M., Cull, A., Duez, N. J., Filiberti, A., Flechtner, H., Fleishman, S. B., & de Haes, J. C. (1993). The European Organization for Research and Treatment of Cancer QLQ-C30: a quality-of-life instrument for use in international clinical trials in oncology. Journal of the National Cancer Institute, 85(5), 365–376. https://doi.org/10.1093/jnci/85.5.365

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Zoëga, S., Fridriksdottir, N., Sigurdardottir, V., & Gunnarsdottir, S. (2013). Pain and other symptoms and their relationship to quality of life in cancer patients on opioids. Quality of life research : an international journal of quality of life aspects of treatment, care and rehabilitation, 22(6), 1273–1280. https://doi.org/10.1007/s11136-012-0264-x
  • Thorvardardottir, G. E., Gudmundsson, H., Mészáros, J., Bjornsdottir, A. E., Amundadottir, M. L., Bjarnadottir, O. K., Magnusdottir, E., Helgadottir, H., & Oddsson, S. (2022). 230P A digital therapeutic intervention for breast cancer patients during active treatment: A feasibility study. Annals of Oncology33(3), S230. https://doi.org/10.1016/j.annonc.2022.03.251

Nemendaverkefni:

  • 1.  Sigríður Zoëga. (2011). Symptoms and quality of life. A cross-sectional, descriptive correlation study, evaluating the relationship between symptoms and quality of life in patients on opioids with advanced cancer [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/7846
  • Lilja Ásgeirsdóttir. (2020). Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36909
  • Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir. (2021). Forprófun á EORTC QLQ-HDC29 mælitækinu. Lífsgæði sjúklinga með illkynja blóðsjúkdóma og krabbamein sem gangast undir háskammta krabbameinslyfjameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39786

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – sjá umsóknareyðublað hér
  • Leyfið á ekki að kosta neitt ef um ræðir óstyrktar rannsóknir
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • EORTC QLQ-C15-PAL

Síðast uppfært

  • 5/2024