Worry and Anxiety Questionnaire (WAQ)

Efnisorð

  • Almenn kvíðaröskun
  • Kvíði

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 11
  • Metur: Einkenni almennrar kvíðaröskunar, hugræn og líkamleg. Miðað er við líðan síðastliðna sex mánuði í flestum atriðum – í öðrum er tímaramminn ótilgreindur
  • Svarkostir: Blandaðir – í fyrsta atriðinu eru sex opnir svarreitir (a-f) þar sem svarandi á að tilgreina hvað hann hefur oftast áhyggjur af. Í hinum atriðunum er talnakvarði með níu svarkostum frá 0 til 8. Enda- og miðjusvarkostir hafa orðagildi sem eru mismunandi eftir atriðum
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna fyrir utan fyrsta atriðið og liggur á bilinu 0–80 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegri kvíðaeinkenni. WAQ hefur einnig verið notaður til þess að bera kennsl á almenna kvíðaröskun: Samkvæmt höfundi listans1 þurfa áhyggjur að tengjast tveim eða fleiri málefnum í atriði 1, skora 4 eða hærra á atriðum 2, 3, 4 og 6, og skora 4 eða hærra á a.m.k. þrem einkennanna í atriði 5 til þess að uppfylla greiningarskilmerki almennar kvíðaröskunar

Íslensk þýðing

  • Tinna Þorsteinsdóttir þýddi árið 2013
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,92 í úrtaki háskólanema en töluvert lægri í klínísku úrtaki fólks með almenna kvíðaröskun, α = 0,72 (athuga þó n = 21).2 Leiðrétt fylgni atriða við heildarskor var á bilinu r = 0,64 til 0,78 í háskólanemaúrtakinu en frá r = 0,05 til 0,67 í klíníska úrtakinu. Atriði sem snúa að pirringi og vöðvaspennu höfðu mun lægri fylgni við heildarskor í klíníska úrtakinu (0,05 og 0,12) heldur en í úrtaki nema (0,64 og 0,70). Engin augljós skýring er á því.

Réttmæti: Leitandi þáttagreining í úrtaki háskólanema gaf til kynna einn þátt, ólíkt væntingum rannsakenda um tvo þætti hugrænna og líkamlegra einkenna.2 Þáttahleðslur voru á bilinu 0,67–0,81. Réttmætisvísbendingar um samleitni og sundurgreiningu voru einnig kannaðar í sama úrtaki með því að reikna fylgni WAQ við skor á öðrum skyldum og óskyldum matstækjum: Samleitni – GAD-7, r = 0,72; IUS-B, r = 0,61; WBI, r = 0,54 og PSWQ, r = 0,78. Sundurgreining – PHQ-9 (r = 0,72) og SPS (r = 0,46). Heilt yfir voru vísbendingar um samleitni því nokkuð sterkar, en niðurstöður varðandi sundurgreiningu óljósari.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • 1. Robichaud, M., Dugas, M. J., & Antony, M. M. (2015). The generalized anxiety disorder workbook: A comprehensive CBT guide for coping with uncertainty, worry, and fear. New Harbinger Publications, Inc.
  • Dugas, M. J., Freeston, M. H., Provencher, M. D., Lachance, S., Ladouceur, R., & Gosselin, P. (2001). Le Questionnaire sur l'Inquiétude et l'Anxiété: Validation dans des échantillons non cliniques et cliniques. Journal de Thérapie Comportementale et Cognitive, 11(1), 31–36. https://psycnet.apa.org/record/2002-02565-005

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 2. Hulda Sveindís Jóhannesdóttir. (2019). Psychometric properties of the Icelandic version of the Worry and Anxiety Questionnaire in a clinical and a general sample [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33231

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024