Autism Diagnostic Interview–Revised (ADI-R)

Efnisorð

  • Einhverfa
  • Greining
  • Börn og fullorðnir
  • Hegðun

Stutt lýsing

  • Tegund: Greiningarviðtal fagaðila við foreldra / forráðamenn barns eða ættingja / aðstandanda fullorðins þar sem grunur er um einhverfu
  • Fjöldi atriða: 93
  • Metur: Viðtal þar sem foreldrar / forráðamanneskjur / aðstandendur svara spurningum um þroskasögu og ýmis hegðunareinkenni sem tengjast einhverfu. Upplýsinga er aflað um núverandi hegðun og einnig um liðin tímabil. Sérstök áhersla er lögð á fimmta aldursár, einkum vegna þess að á þeim aldri geta ákveðin einkenni einhverfu komið skýrt fram. Einkennin sem spurt er um tilheyra flest einhverjum af einkennasviðunum þremur sem skilgreina einhverfu samkvæmt ICD-10 og DSM-IV: Félagslegt samspil, tjáskipti, og afmörkuð, endurtekin og stegld hegðundarmynstur
  • Svarkostir: Opin svör sem fagaðili skorar flest á fjögurra punkta kvarða frá 0 (þegar engin frávik eða skerðing er sjáanleg, eins og skilgreind í viðkomandi atriði) til 3 (þegar mikil frávik eða veruleg skerðing er sjáanleg, eins og skilgreind í viðkomandi atriði). Einnig tölugildi á borð við aldur í mánuðum þegar þroskaáföngum er náð
  • Heildarskor: Flest atriði eru skoruð með þeim hætti sem greinir frá að ofan og eru ákveðin skor færð í reiknirit (e. algorithm) þar sem þeim er umbreytt áður en heildarskor fyrir hvert svið eru reiknuð með einfaldri samlagningu. Skor eru í öllum tilvikum borin saman við þröskuldsgildi sem tilgreind eru fyrir hvert og eitt svið. Ef einstaklingur er yfir þröskuldsgildi á öllum sviðum er sagt að viðkomandi sé yfir greiningarmörkum fyrir einhverfu (athuga að þau gildi eru fengin úr erlendu úrtaki / -tökum)

Íslensk þýðing

  • Þýddur og bakþýddur af Evald Sæmundsen, Páli Magnússyni, Jakobi Smára og Sólveigu Sigurðardóttur (2003)

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki undirsviða var reiknaður í úrtaki rúmlega 50 barna þar sem grunur lék á einhverfu.1 
Félagslegt samspil hafði α = 0,79 til 0,85 í ólíkum aldurshópum, mál og tjáskiptafærni hafði α = 0,80 til 0,83 en sérkennileg / áráttukennd hegðun og áhugamál hafði α = 0,35 til 0,61. Athuga þó að þar sem þessi gildi byggja aðeins á fáum mælingum (úrtak í heild n = 54 og aldurshópar því smáir) ber að taka þeim með fyrirvara.   

Réttmæti: Sammæli greininga ADI-R við CARS (Childhood Autism Rating Scale) var kannað í úrtaki rúmlega 50 barna þar sem grunur lék á einhverfu.1 Það reyndist tæp 67% (kappa = 0,40) þegar notast var við hefðbundin greiningarskilmerki (sjá undir Heildarskor), en jókst þegar slakað var á kröfunum (yfir mörkum á 2 sviðum, yfir mörkum á 1 sviði). Fylgni var einnig reiknuð á milli hráskora á tækjunum tveimur. Hún reyndist = 0,81 milli heildartölu CARS og Félagslegs samspils, 0,60 milli CARS og mál og tjáskiptafærni, og 0,69 milli CARS og undirkvarða sérkennilegrar / áráttukenndrar hegðunar og áhugamála. Fylgni heildartalna ADI-R og CARS var = 0,81. 

Fyrir samanburð hópa, sjá grein Evalds o.fl.1

Í úrtaki barna sem greind höfðu verið með einhverfu var sammæli við ADI-R við CARS kannað aftur, auk sammælis við ADOS.2 Meðal barna sem höfðu fengið einhverfugreiningu fyrir 6 ára aldur var sammæli við CARS rúm 79%. Meðal barna sem höfðu fengið greiningu eftir 6 ára var sammælið við ADOS 75%.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Lord, C., Rutter, M., & Le Couteur, A. (1994). Autism Diagnostic Interview-Revised: a revised version of a diagnostic interview for caregivers of individuals with possible pervasive developmental disorders. Journal of autism and developmental disorders, 24(5), 659-685. https://doi.org/10.1007/BF02172145

Próffræðigreinar:

  • 1. Saemundsen, E., Magnússon, P., Smári, J., & Sigurdardóttir, S. (2003). Autism Diagnostic Interview-Revised and the Childhood Autism Rating Scale: convergence and discrepancy in diagnosing autism. Journal of autism and Developmental disorders, 33, 319-328. https://doi.org/10.1023/A:1024410702242

Dæmi um birtar greinar:

  • Saemundsen, E., Juliusson, H., Hjaltested, S., Gunnarsdottir, T., Halldorsdottir, T., Hreidarsson, S., & Magnusson, P. (2010). Prevalence of autism in an urban population of adults with severe intellectual disabilities–a preliminary study. Journal of Intellectual Disability Research, 54(8), 727-735.  https://doi.org/10.1111/j.1365-2788.2010.01300.x
  • 2. Jónsdóttir, S. L., Saemundsen, E., Antonsdóttir, I. S., Sigurdardóttir, S., & Ólason, D. (2011). Children diagnosed with autism spectrum disorder before or after the age of 6 years. Research in Autism Spectrum Disorders, 5(1), 175-184. https://doi.org/10.1016/j.rasd.2010.03.007
  • Saemundsen, E., Magnússon, P., Georgsdóttir, I., Egilsson, E., & Rafnsson, V. (2013). Prevalence of autism spectrum disorders in an Icelandic birth cohort. BMJ open, 3(6), e002748. http://dx.doi.org/10.1136/bmjopen-2013-002748

Nemendaverkefni:

  • Linda Hrönn Ingadóttir. (2013). Athugun á tíðni og einkennum sérkennilegrar og áráttukenndrar hegðunar meðal barna með röskun á einhverfurófi í ljósi nýrrar skilgreiningar á einhverfu í DSM-5 [óútgefin cand. psych ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/16256
  • Thelma Rún van Erven. (2017). Hækkandi algengi einhverfurófsraskana á Íslandi. Tengsl tölulegra niðurstaðna ADOS-2 og einstakra greiningarflokka [óútgefin cand. psych ritgerð]. Skemman.  http://hdl.handle.net/1946/27865 

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið og leyfisskylt, sjá hér
  • Athuga að viðtalið er oft framkvæmt samhliða ADOS-2
  • Notkun krefst umfangsmikillar reynslu og þekkingar á einhverfu ásamt sérstakrar þjálfunar

Aðrar útgáfur

  • Autism Diagnostic Interview (upprunaleg útgáfa)

Síðast uppfært

  • 9/2024