Beliefs about and Attitudes Toward Menstruation Questionnaire (BATM)

Efnisorð

  • Tíðablæðingar
  • Viðhorf
  • Trú
  • Konur

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmatslisti, fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 40 (45 í upprunalegri enskri útgáfu)
  • Metur: Viðhorf til tíðablæðinga og trú kvenna á þætti sem tengjast blæðingum. Listinn inniheldur 4 svið (5 í upprunalegri útgáfu): Skapraun / Annoyance (11 atriði), Leynd / secrecy (10), Fordæming og forskrift /
    proscriptions and pre-scription (14) og  Ánægjulegar / pleasant (5)
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur Likert-kvarði frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 1–200 þar sem hærra skor vitnar um aukna trú á að sammála blæðingar hafi áhrif á frammistöðu og daglegt líf

Íslensk þýðing

  • Herdís Sveinsdóttir o.fl. (2015) – sjá nánar í grein á bls. 91

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Formgerð íslenskrar þýðingar var könnuð í úrtaki hjúkrunarfræðinema.1 Áreiðanleiki vídda úr meginhlutagreiningu mældist á bilinu α = 0,74 ("Máttur") til 0,88 (Skapraun). Í almennu úrtaki kvenna úr þjóðskrá voru sömu tölur á bilinu 0,73 ("Máttur" / pleasant) til 0,86 (Skapraun).2

Réttmæti: Formgerð íslenskrar þýðingar var könnuð í úrtaki hjúkrunarfræðinema með meginhlutagreiningu.1 Fjögurra vídda lausn hafði skýringargildi 43%, en frávik voru í inntaki vídda samanborið við upprunalega útgáfu (sjá töflu 1). Innbyrðist fylgni vídda var hófleg, eða á bilinu = 0,23 til 0,47. 7 atriði af 40 sýndu umtalsverða krosshleðslu og 3 atriði höfðu tiltakanlega lágar hleðslur. Meginhlutagreining virðist hafa verið endurtekin í almennu úrtaki kvenna úr þjóðskrá, þar sem formgerð er sögð hafa verið meira í samræmi við upprunalega formgerð, en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir.2

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Marván, M. L., Ramírez-Esparza, D., Cortés-Iniestra, S., & Chrisler, J. C. (2006). Development of a new scale to measure beliefs about and attitudes toward menstruation (BATM): Data from Mexico and the United States. Health Care for Women International, 27(5), 453–473. https://doi.org/10.1080/07399330600629658

Próffræðigreinar:

  • 1. Herdís Sveinsdóttir, Ragna Ásþórsdóttir & Ragnheiður Halldórsdóttir. (2015). Viðhorf til tíðablæðinga og hlutgerð líkamsvitund: Þýðing og forprófun tveggja mælitækja. Ljósmæðrablaðið. https://www.ljosmaedrafelag.is/GetAsset.ashx?id=1566

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Sveinsdóttir, H. (2017). The role of menstruation in women's objectification: a questionnaire study. Journal of advanced nursing, 73(6), 1390-1402. https://doi.org/10.1111/jan.13220
  • Sveinsdóttir, H. (2018). Menstruation, objectification and health‐related quality of life: A questionnaire study. Journal of Clinical Nursing, 27(3-4), e503-e513. https://doi.org/10.1111/jocn.14049

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024