Athlete Burnout Questionnaire (ABQ)

Efnisorð

  • Kulnunareinkenni
  • Íþróttir

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðið íþróttafólk
  • Fjöldi atriða: 15
  • Metur: Kulnunareinkenni á þremur sviðum – andleg / líkamleg örmögnun (5 atriði), minnkuð tilfinning fyrir því að afreka eitthvað (5) og gengisfelling íþróttar (5). Miðað er við núverandi leiktímabil
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (næstum aldrei) til 5 (næstum alltaf)
  • Heildarskor: Heildarskor undirkvarða og heildarkvarða eru reiknuð með því að taka meðatöl stiga, hvoru tveggja eru því á bilinu 1–5 þar sem hærra skor vitnar um aukin einkenni kulnunar á viðkomandi sviði / heilt yfir

Íslensk þýðing

  • Tinna B. Bergþórsdóttir þýddi úr ensku með aðstoð leiðbeinanda, forprófaði með viðtölum við nokkra íþróttamenn og aðlagaði þýðinguna í samræmi við niðurstöður þeirrar prófunar. Tveir einstaklingar með ensku að móðurmáli og góð tök á íslensku bakþýddu1
     

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki íþróttafólks í boltaíþróttum var innri áreiðanleiki á bilinu α = 0,53 (undirkvarðinn minnkuð tilfinning fyrir því að afreka eitthvað) til 0,83 (undirkvarðinn gengisfelling íþróttar).1 Í blönduðu úrtaki afreksíþróttafólks hefur innri áreiðanleiki reynst α = 0,882,4 og undirkvarða á bilinu α = 0,74 (gengisfelling íþróttar) til 0,87 (andleg / líkamleg örmögnun).4

Réttmæti: Í smáu úrtaki handboltamanna (n = 11) reyndist sterk jákvæð fylgni milli skora á ABQ og Margþátta þjálfunarálagskvarðanum (MÞÁK), r = 0,81–0,98, en r í lok rannsóknartímabils var ívið lægri eða 0,70.3 Innbyrðis fylgni undirkvarða í blönduðu úrtaki afreksíþróttafólks hefur mælst á bilinu r = 0,34–0,56 og fylgni undirkvarða við heildarskor í sama úrtaki r = 0,73–0,79.4

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Raedeke, T. D., & Smith, A. L. (2001). Athlete Burnout Questionnaire (ABQ) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t00804-000

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Tinna B. Bergþórsdóttir. (2019). Réttmæti og áreiðanleiki íslenskrar þýðingar á “Margþátta þjálfunarálagskvarðanum” sem metur þjálfunarálag íþróttamanna [óútgefin MS ritgerð]. Háskóli Íslands.
  • 3. Dagbjört Ingvarsdóttir. (2020). Réttmæti íslenskrar þýðingar á MÞÁK og ABQ mælitækjum [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36270
  • 2. Bertha María Arnarsdóttir. (2022). The relationship between athlete burnout and specific symptoms of depression [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41980
  • 4. Eydís Eir Óttarsdóttir. (2023). Long-distance travel and burnout in athletes : the moderating role of coach satisfaction [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/45127

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – má nálgast hjá Þórarni Sveinssyni á thorasve@hi.is
  • Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 12/2023