Stroke and Aphasia Quality of Life Scale-39 Generic (SAQOL-39g)

Efnisorð

  • Lífsgæði
  • Heilablóðfall

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat með eða án aðstoðar talmeinafræðings – fullorðnir sem hafa fengið heilablóðfall
  • Fjöldi atriða: 39
  • Metur: Lífsgæði fólks sem fengið hefur heilablóðfall með eða án málstols. Undirkvarðar eru: Líkamlegir þættir (16 atriði), sálfélagslegir þættir (17 atriði) og samskiptafærni (7 atriði), þar sem ein spurning fellur bæði undir undirkvarða líkamlegra og sálfélagslegra þátta. Miðað er við síðastliðna viku 
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktir raðkvarðar frá 1 (gat alls ekki / (, algjörlega) til 5 (engir erfiðleikar / nei, alls ekki)
  • Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð með því að leggja saman skor á hverju atriði og deila með fjölda þeirra. Heildarskor fyrir allan spurningalistann eru því á bilinu 1–5 þar sem hærra skor er talið vitna um betri lífsgæði. Skor fyrir undirkvarða má reikna með sama hætti

Íslensk þýðing

  • Tvær sjálfstæðar þýðingar voru gerðar og sameinaðar af Sigfúsi Helga Krisinssyni og Þórunni Hönnu Halldórsdóttur. Þýðingin var síðan bakþýdd af Claudiu Óskar Georgsdóttur og borin saman við frumtextann. Nánari upplýsingar um þýðingarferlið má sjá í verkefni Sigfúsar2  

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki einstaklinga sem fengið höfðu heilablóðfall með eða án málstols (n = 20) hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,94 fyrir kvarðann í heild sinni, α = 0,93 fyrir líkamlega undirkvarðann, α = 0,93 fyrir sálfélagslega undirkvarðann og α = 0,89 fyrir samskiptafærni undirkvarðann.Endurprófunaráreiðanleiki (intraclass correlation) í sama úrtaki var r = 0,95 fyrir kvarðann í heild sinni, r = 0,94 fyrir líkamlega undirkvarðann, r = 0,93 fyrir sálfélagslega undirkvarðann og r = 0,95 fyrir samskiptafærni undirkvarðann. Þar að auki var fylgni einstakra spurninga við heildarskor á bilinu r = 0,30–0,82.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Hilari, K., Byng, S., Lamping, D. L., & Smith, S. C. (2003). Stroke and aphasia quality of life scale-39 (SAQOL-39) evaluation of acceptability, reliability, and validity. Stroke, 34(8), 1944-1950. https://doi.org/10.1161/01.STR.0000081987.46660.ED
  • Hilari, K., Owen, S., & Farrelly, S. J. (2007). Proxy and self-report agreement on the Stroke and Aphasia Quality of Life Scale-39. Journal of neurology, neurosurgery, and psychiatry, 78(10), 1072–1075. https://doi.org/10.1136/jnnp.2006.111476
  • Hilari, K., Lamping, D. L., Smith, S. C., Northcott, S., Lamb, A., & Marshall, J. (2009). Psychometric properties of the Stroke and Aphasia Quality of Life Scale (SAQOL-39) in a generic stroke population. Clinical rehabilitation, 23(6), 544–557. https://doi.org/10.1177/0269215508101729

Próffræðigreinar:

  • 1. Kristinsson, S., & Halldórsdóttir, T. H. (2020). Translation, adaptation and psychometric properties of the Icelandic stroke and aphasia quality of life scale‐39g. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 35(1), 244-251. https://doi.org/10.1111/scs.12840

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst utan greinar að ofan

Nemendaverkefni:

  • 2. Sigfús Helgi Kristinsson. (2016). Þýðing, staðfærsla og forprófun á The Stroke and Aphasia Quality of Life Scale-39g [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24855
  • Edda Rún Ólafsdóttir. (2019). Samanburður á lífsgæðum einstaklinga sem fengið hafa heilablóðfall með og án málstols á Íslandi [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34418

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 3/2024