Objectified Body Consciousness Scale (OBCS)
Efnisorð
- Líkamsvitund
- Líkamsmynd
- Stjórn
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmatslisti – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 24
- Metur: Hlutgerða líkamsvitund á þremur sviðum: Skömm á líkamanum / body shame, (8 atriði), eftirlit / surveillance (8) og Trú á stjórnun / control beliefs (8)
- Svarkostir: Talnakvarði með sjö svarkostum frá 1 (mjög ósammála) til 7 (mjög sammála). Athuga að í upprunalegu ensku útgáfu matstækisins eru svarkostirnir fullmerktir auk þess sem svarendur hafa kost á að velja áttunda svarkostinn á ekki við
- Heildarskor: Reiknað fyrir hvern undirkvarða með summu eða meðaltali (ekki ljóst hvort, og spönn þannig óljós). Hærra skor á undirkvarðanum Skömm á líkamanum vitnar um að svaranda líði eins og hann standi sig ekki ef hann uppfyllir ekki menningartengdar væntingar um líkama sinn. Hærra skor á Eftirlit vitnar um að svarandi fylgist iðulega með útliti sínu og hugsi um líkama sinn út frá útliti hans. Hærra skor á Trú á stjórnun vitnar um að svarandi trúi að hann hafi stjórn á þyngd sinni og útliti
Íslensk þýðing
- Herdís Sveindsóttir o.fl. (2015) – sjá upplýsingar um þýðingu á bls. 9 í grein þýðenda1
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Formgerð íslenskrar þýðingar var könnuð í úrtaki hjúkrunarfræðinema.1 Áreiðanleiki vídda úr meginhlutagreiningu mældist α = 0,73 fyrir Skömm, 0,69 fyrir Eftirlit og 0,71 fyrir Trú á stjórnun. Í almennu úrtaki kvenna úr þjóðskrá voru sömu tölur 0,77, 0,71 og 0,63 (mun lægri).2
Réttmæti: Formgerð íslenskrar þýðingar var könnuð í úrtaki hjúkrunarfræðinema með meginhlutagreiningu.1 Þriggja vídda lausn hafði skýringargildi 37% og sýndi minniháttar frávik frá formgerð í upprunalegri greiningu (sjá töflu 2). Innbyrðist fylgni vídda var hverfandi fyrir utan fylgni á milli Skömm og Eftirlit (r = 0,45). Þrjú dæmi voru um nokkra krosshleðslu en ekkert atriði hafði ósættanlega lágar þáttahleðslur.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- McKinley, N. M., & Hyde, J. S. (1996). The Objectified Body Consciousness Scale: Development and validation. Psychology of Women Quarterly, 20(2), 181–215. https://doi.org/10.1111/j.1471-6402.1996.tb00467.x
Próffræðigreinar:
- 1. Herdís Sveinsdóttir, Ragna Ásþórsdóttir & Ragnheiður Halldórsdóttir. (2015). Viðhorf til tíðablæðinga og hlutgerð líkamsvitund: Þýðing og forprófun tveggja mælitækja. Ljósmæðrablaðið, 7–13.
https://www.ljosmaedrafelag.is/GetAsset.ashx?id=1566
Dæmi um birtar greinar:
- 2. Sveinsdóttir, H. (2017). The role of menstruation in women's objectification: A questionnaire study. Journal of Advanced Nursing, 73(6), 1390–1402. https://doi.org/10.1111/jan.13220
- Sveinsdóttir, H. (2018). Menstruation, objectification and health‐related quality of life: A questionnaire study. Journal of Clinical Nursing, 27(3–4), e503–e513. https://doi.org/10.1111/jocn.14049
Nemendaverkefni:
- Ragnheiður Halldórsdóttir & Ragna Ásþórsdóttir. (2013). Viðhorf hjúkrunarfræðinemenda til tíðablæðinga: Tengsl viðhorfa við sjálfshlutgervingu, líkamsímynd og lifnaðarhætti [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15121
- Lena Lísa Árnadóttir. (2022). Exploring the relationship between Tinder usage and body-image, self-esteem and self-objectification [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42199
Reglur um notkun
- Ekki ljóst
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 7/2024