General Anxiety Disorder-7 (GAD-7)
Efnisorð
- Almenn kvíðaröskun
- Kvíði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 7
- Metur: Einkenni almennrar kvíðaröskunar síðustu tvær vikur
- Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei) til 3 (næstum daglega)
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–21 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegri kvíðaeinkenni
Íslensk þýðing
- Haraldur Sigurður Þorsteinsson
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í nemendaverkefnum hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,86 og 0,89 í almennu úrtaki, 0,87 og 90 í klínísku úrtaki og endurprófunaráreiðanleiki r = 0,58 og 0,60 í almennu úrtaki.1,2 Í úrtaki framhalds- og háskólanema hefur α mælst 0,88 og leiðrétt fylgni atriða við heildarskor á bilinu r = 0,51–0,76.3 α í úrtaki eldri einstaklinga hefur mælst 0,88.4
Réttmæti: Í einu af ofangreindum nemendaverkefnum hefur fylgni skora á GAD-7 við skor á CORE-OM mælst r = 0,64 og við BAI r = 0,65 í almennu úrtaki en 0,71 og 0,65 í klínísku úrtaki1 – í báðum tilvikum var fylgni við PHQ-9 þunglyndislistann þó sambærileg. Munur á meðalskori á GAD-7 mældist marktækur milli almenns og klínísks úrtaks. ROC-greining á klínísku úrtaki gaf vísbendingar um fremur góða aðgreiningu GAD-7 milli einstaklinga með kvíðaröskun og einstaklinga með aðrar raskanir.
Leitandi þáttagreining í úrtaki framhalds- og háskólanema hefur stutt við einsþáttarbyggingu með skýringargildi upp á um 57%.3 Fylgni GAD-7 við skor á PSWQ og HADS-A hefur mælst r = 0,72 og 0,74, en sömuleiðis hefur fengist umtalsverð fylgni við PHQ-9 rétt eins og í blönduðum almennum og klínískum úrtökum. Fylgni við SPS og HADS-D var lægri, eða r = 0,42.
Rannsóknir sem allar byggja á sömu klínísku gögnum hafa notað þáttagreiningu, hefðbundna IRT-greiningu og Mokken greiningu við mat á réttmæti GAD-7. Allar benda þær til þess að síðustu þrjú atriði GAD-7 séu af lakari gæðum en fyrri fjögur.5,6,7 Mokken greining hefur bent til þess að heildarskor megi nota til þess að raða fólki á kvíðavíddina (t.d. í rannsóknum, H = 0,55) en að það sé ekki réttmætt til greininga eða við einstaklingsmiðaða ákvarðanatöku.5
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Spitzer, R. L., Kroenke, K., Williams, J. B. W., & Löwe, B. (2006). A brief measure for assessing generalized anxiety disorder: The GAD-7. Archives of Internal Medicine, 166(10), 1092–1097. https://doi.org/10.1001/archinte.166.10.1092
Próffræðigreinar:
- 7. Omarsdottir, H. R., Vésteinsdóttir, V., Asgeirsdottir, R. L., Kristjansdottir, H., & Thorsdottir, F. (2023). Can GAD-7 be used reliably to capture anxiety?: approaching evaluation of item quality using IRT. Nordic Psychology, 1–19. https://doi.org/10.1080/19012276.2023.2279904
Dæmi um birtar greinar:
- Davíðsdóttir, S. D., Sigurjónsdóttir, Ó., Ludvigsdóttir, S. J., Hansen, B., Laukvik, I. L., Hagen, K., Björgvinsson, T., & Kvale, G. (2019). Implementation of the Bergen 4-day treatment for obsessive compulsive disorder in Iceland. Clinical Neuropsychiatry, 16(1), 33–38. https://hdl.handle.net/1956/23616
- Eysteinsson, I., Gustavsson, S.M., & Sigurðsson, J.F. (2021). Prevalence estimates of depression and anxiety disorders among Icelandic University students when taking functional impairment into account. Nordic Psychology. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.1914147
- Jónsdóttir, M. K., Kristófersdóttir, K. H. , Runólfsdóttir, S., Kristensen, I. S. U., Sigurjónsdóttir, H. Á., Claessen L. Ó. E., & Kristjánsdóttir, H. (2021). Concussion among female athletes in Iceland: Stress, depression, anxiety, and quality of life. Nordic Psychology. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.2004916
- Jonsdottir, S. D., Thordardottir, E. B., Valdimarsdottir, U. A., Halldorsdottir, T., Gudnadottir, S. A., Jakobsdottir, J., ... & Hauksdottir, A. (2024). Sexual violence in the workplace and associated health outcomes: a nationwide, cross-sectional analysis of women in Iceland. The Lancet Public Health, 9(6), e365-e375. https://doi.org/10.1016/S2468-2667(24)00075-6
Nemendaverkefni:
- 1. Rósa Ingólfsdóttir. (2014). Psychometric properties of the Icelandic version of the Generalized Anxiety Disorder-7 [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/19443
- 2. Jón Viðar Viðarsson. (2016). Some psychometric properties of the Icelandic versions of very Short Health Anxiety Inventory (VSHAI) and the Medically Unexplained Symptoms Checklist (MUSC) [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25727
- 4. Elmar Helgi Ólafsson. (2018). The psychometric properties of the Generalized Anxiety Disorder scale (GAD-7) in a sample of older individuals from the Icelandic population [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/29531
- 3. Hrafnhildur Snæbjörnsdóttir. (2018). Psychometric properties of the Icelandic versions of Generalized Anxiety Disorder-7 (GAD-7) and Patient Health Questionnaire-9 (PHQ-9): Sample of 18-25 years old students [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/31243
- 6. Daney Harðardóttir. (2019). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar GAD-7 í klínísku úrtaki [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32821
- 5. Sigurbjörg Björnsdóttir. (2021). Sum-scores on the GAD-7 - validity as used in practice [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38736
- Elín Inga Bragadóttir & Tinna Björg Helgadóttir. (2022). Reducing intrusive memories of trauma via remotely delivered visuospatial interference intervention: Predictors of response among trauma-exposed women in Iceland [óútgefin BS ritgerð]. Skemman.
http://hdl.handle.net/1946/40370 - Vignir Fannar Valgeirsson. (2022). The psychometric properties of the covert and overt reassurance seeking inventory (CORSI) in an Icelandic sample and the relationship between worries and reassurance seeking [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42418
- Ásgrímur Hólm Rúnarsson. (2023). The efficacy of a self-help digital adaptation of a transdiagnostic cognitive behavioural group therapy as a low-intensity intervention in primary health care in Iceland [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/44827
- Karen Geirsdóttir. (2024). The effectiveness of a group based cognitive behavioural therapy for GAD at primary health care level : pilot study [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47558
Reglur um notkun
- Í opnum aðgangi – sjá matstækið hér, útgáfa fengin af vefsíðu Þróunarmiðstöðvar heilsugæslunnar
- Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni eða menntunar
Aðrar útgáfur
- The GAD-2
Síðast uppfært
- 9/2024