Impact of Event Scale (IES)

Efnisorð

  • Áfallastreituröskun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 15
  • Metur: Einkenni áfallastreituröskunar á tveimur sviðum, endurupplifun á atburði (7 atriði) og flótti / forðun frá minningum (8)
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði – 0 (aldrei), 1 (sjaldan), 3 (stundum), 5 (oft
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–75 þar sem hærra skor vitnar um aukin einkenni áfallastreitu

Íslensk þýðing

  • Talið er að BA nemi við Háskóla Íslands (G. Árnadóttir) hafi þýtt listann fyrir lokaverkefni árið 1995
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki björgunarsveitafólks og sjálfboðaliða hefur áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,97 en 0,92 fyrir undirkvarða endurupplifana og 0,97 fyrir undirkvarða flótta / forðunar.1 Sömu tölur fyrir undirkvarða í úrtaki eldri karla sem lifað höfðu af krabbamein í blöðruhálskirtli hafa mælst 0,88 og 0,83.2 Í nemendaverkefni hefur α heildarskors mælst 0,87 í úrtaki Vestfirðinga sem upplifðu snjóflóðið á Flateyri 1995.3

Fyrir áreiðanleika uppfærðar útgáfu, IES-R, sjá nemendaverkefni Tinnu Heimisdóttur (2018).

Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Horowitz, M., Wilner, N., & Alvarez, W. (1979). Impact of Event Scale: a measure of subjective stress. Psychosomatic Medicine, 41(3), 209–218. https://doi.org/10.1097/00006842-197905000-00004

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Agustsdottir, S., Kristinsdottir, A., Jonsdottir, K., Larusdottir, S. O., Smari, J., & Valdimarsdottir, H. B. (2010). The impact of dispositional emotional expressivity and social constraints on distress among prostate cancer patients in Iceland. British Journal of Health Psychology, 15(1), 51–61. https://doi.org/10.1348/135910709X426148
  • 1. Haraldsdóttir, H. A., Gudmundsdóttir, D., Romano, E., Þórðardóttir, E. B., Guðmundsdóttir, B., & Elklit, A. (2014). Volunteers and professional rescue workers: traumatization and adaptation after an avalanche disaster. Journal of Emergency Management, 12(6), 457–466. https://doi.org/10.5055/jem.2014.0209
  • IES-R: Jónasdóttir, R. J., Jónsdóttir, H., Gudmundsdottir, B., & Sigurdsson, G. H. (2018). Psychological recovery after intensive care: Outcomes of a long-term quasi-experimental study of structured nurse-led follow-up. Intensive and Critical Care Nursing, 44, 59–66. https://doi.org/10.1016/j.iccn.2017.06.001
  • IES-R: Hardardottir, H., Aspelund, T., Zhu, J., Fall, K., Hauksdottir, A., Fang, F., Lu, D., Janson, C., Jonsson, S., Valdimarsdottir, H., & Valdimarsdottir, U. A. (2022). Optimal communication associated with lower risk of acute traumatic stress after lung cancer diagnosis. Supportive Care in Cancer, 30(1), 259–269. 
    https://doi.org/10.1007/s00520-021-06138-4

Nemendaverkefni:

  • 3. Fjóla Þórdís Jónsdóttir. (2011). Viðhorf þolenda til áfallahjálpar og stuðnings eftir snjóflóðin á Vestfjörðum 1995 [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/7435
  • IES-R: Tinna Heimisdóttir. (2018). Acting out behavior of individuals that volunteered in the aftermath of a natural disaster [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30725 

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • IES-Revised – Sjö auka atriði sem snúa að ofurárvekni (e. hyperarousal)

Síðast uppfært

  • 5/2024