Yale-Brown Obsessive-Compulsive Scale Self-Report (Y-BOCS-SR)

Efnisorð

  • OCD

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 58 dæmi um þráhyggju og áráttu, ein opin spurning um önnur einkenni, 10 atriði sem meta alvarleika ráðandi einkenna. ATH – í þeirri útgáfu listans sem hér er látin fylgja með eru tvö auka atriði til að meta alvarleika áráttu, en þau eru ekki reiknuð með í heildarskori
  • Metur: Einkenni og alvarleiki einkenna OCD. Skiptist í þrjá hluta; einkennalista (58 dæmi þráhyggju og áráttu), lista ráðandi einkenna (2 einkenni þráhyggju annars vegar og áráttu hins vegar) og alvarleikamat m.t.t. tíðni / tíma, truflunar, vanlíðunar / streitu, mótstöðu og stjórnar (5 spurningar fyrir þráhyggju og 5 fyrir áráttu)
  • Svarkostir: Í einkennalistum (þráhyggju og áráttu) eru tveir svarkostir – annars vegar sá sem tilgreinir að einkenni hafi verið til staðar síðustu 30 daga, hins vegar sá sem tilgreinir að einkenni hafi verið til staðar áður. Í atriðum sem snúa að alvarleika (ráðandi) einkenna – fimm punkta fullmerktir raðkvarðar frá 0 til 4 með breytilegum orðagildum eftir stofni spurninga
  • Heildarskor: Á alvarleikamati – summa atriða þráhyggju (0–20), áráttu (0–20), eða þráhyggju og áráttu til samans (0–40). Í öllum tilvikum vitnar hærra skor um aukinn alvarleika einkenna

Íslensk þýðing

  • Ívar Snorrason, Jakob Smári og Ragnar P. Ólafsson þýddu og bakþýddu
  • Engar nánari upplýsingar fundust um hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki háskólanema reyndist innri áreiðanleiki heildarskors alvarleika vera α = 0,87, undirkvarða þráhyggju var 0,85 og undirkvarða áráttu var 0,80.1 Sömu stuðlar í öðru úrtaki nema voru 0,93, 0,91 og 0,892
Réttmæti: Í sama úrtaki háskólanema reyndist fylgni heildar alvarleikaskors við heildarskor á OCI-R vera = 0,60, sem var marktækt hærri fylgni en við aðra lista sem meta áhyggjur og einkenni almennrar kvíðaröskunar.1 Sama gilti um alvarleikaskor þráhyggju (= 0,53) og alvarleikaskor áráttu (= 0,52). Fylgni alvarleikaskors þráhyggju á Y-BOCS-SR og undikvarða þráhyggju á OCI-R var r = 0,52, en fylgni alvarleikaskors áráttu á hinum fyrrnefnda við undikvarða röðunar, athugunar, þvotta og söfnunaráráttu á hinum síðari var á bilinu r = 0,24–0,45.

Staðfestandi þáttagreining á heildar alvaleikaskori sýndi áþekk mátgæði upphaflegrar tveggja þátta formgerðar þráhyggju og áráttu (fylgni þátta  = 0,67) og þriggja þátta lausnar þar sem mótstaða / stjórn var sett fram sem þriðja víddin, en í hinu síðara voru þáttahleðslur tveggja atriða af fjórum á hinum nýja þætti lágar. Höfundar bentu jafnframt á mögulega réttlætingu fyrir tveggja þátta líkani með einum yfirþætti (samanber fylgni milli þátta), en slíkt líkan var ekki unnt að prófa – sjá nánar í grein Ólafssonar o.fl. Fylgni skora á hinum 13 einkennavíddum við samsvarandi undirkvarða OCI-R var í flestum tilvikum meiri en við aðra undirkvarða hins síðari.

Staðfestandi þáttagreining á einkennavíddunum sýndi best mátgæði fjögurra-þátta líkans þráhyggju og athugunar, samhverfu og röðunar, hreinlætis og þvotta og söfnunaráráttu og fimm-þátta líkans hugrænnar áráttu, athugunar, röðunar, mengunar / þvotta og söfnunaráráttu. Þegar líkönin voru borin saman kom í ljós að hið síðara hafði marktækt betri mátgæði. Þættirnir fimm reyndust hafa fylgni við samsvarandi undirkvarða OCI-R á bilinu = 0,33–0,52.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Y-BOCS: Goodman, W. K., Price, L. H., Rasmussen, S. A., Mazure, C., Fleischmann, R. L., Hill, C. L., Heninger, G. R., & Charney, D. S. (1989). The Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale: I. Development, use, and reliability. Archives of General Psychiatry, 46(11), 1006–1011. https://doi.org/10.1001/archpsyc.1989.01810110048007
  • Baer, L. (1991). Getting control: Overcoming your obsessions and compulsions. Penguin.

Próffræðigreinar:

  • 1. Ólafsson, R. P., Snorrason, Í., & Smári, J. (2010). Yale-Brown Obsessive Compulsive Scale: Psychometric properties of the self-report version in a student sample. Journal of Psychopathology and Behavioral Assessment, 32(2), 226–235. https://doi.org/10.1007/s10862-009-9146-0

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Ólafsson, R. P., Arngrímsson, J. B., Árnason, P., Kolbeinsson, Þ., Emmelkamp, P. M. G., Kristjánsson, Á., & Ólason, D. Þ. (2013). The Icelandic version of the dimensional obsessive compulsive scale (DOCS) and its relationship with obsessive beliefs. Journal of Obsessive-Compulsive and Related Disorders, 2(2), 149–156. https://doi.org/10.1016/j.jocrd.2013.02.001
  • Y-BOCS 10: Davíðsdóttir, S. D., Sigurjónsdóttir, Ó., Ludvigsdóttir, S. J., Hansen, B., Laukvik, I. L., Hagen, K., Björgvinsson, T., & Kvale, G. (2019). Implementation of the Bergen 4-Day Treatment for Obsessive Compulsive Disorder in Iceland. Clinical Neuropsychiatry, 16(1), 33–38. https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/34908936/

Nemendaverkefni:

  • Jóhann B. Arngrímsson & Þráinn Kolbeinsson. (2011). Mat á próffræðilegum eiginleikum DOCS spurningalistans í íslenskri gerð [óútgefin BS ritgerð]. Skemman.  http://hdl.handle.net/1946/8800

 

Reglur um notkun

  • Unnið að upplýsingaöflun um aðgengi
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun, en ætla má að fagþekking sé nauðsynleg við túlkun skora

Aðrar útgáfur

  • Y-BOCS 10
  • CY-BOCS

Síðast uppfært

  • 7/2024