Líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnan
Líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnan
Á líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnunni hittast um 1000 vísindamenn, sérfræðingar, kennarar, nemendur, fulltrúar fyrirtækja og almenningur og kynna sér það sem er efst á baugi í líf- og heilbrigðisvísindum á Íslandi hverju sinni.
Dagskrá ráðstefnunnar er mjög fjölbreytt en alla jafna eru um 300 rannsóknir kynntar, bæði á formi erinda og veggspjalda. Viðfangsefni rannsóknanna eru af ólíkum toga og úr flestum greinum líf- og heilbrigðisvísinda. Einnig er boðið upp á áhugaverða gestafyrirlestra og opna fyrirlestra fyrir almenning.
Ráðstefnan fer fram annað hvert ár og er næst á dagskrá árið 2023 og verður nánar auglýst síðar.
Það kostar ekki að taka þátt í ráðstefnunni og hún er opin öllum innan HÍ og utan.
Fleiri upplýsingar á vef ráðstefnunnar