Disruptive Behavior Rating Scale (DBRS)

Efnisorð

  • Mótþrói
  • ADHD
  • Börn
  • Skimun

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat annarra – foreldri eða kennari metur barn
  • Fjöldi atriða: 26
  • Metur: Einkenni mótþróa (8 atriði) og ADHD (18) meðal barna miðað við greiningarskilmerki DSM-IV. Litið er til síðustu sex mánaða. ATH – sennilegt þykir að aðeins þau atriði sem snúa að einkennum mótþróa hafi veri þýdd á íslensku og notuð hérlendis (samanber heimild undir Próffræðilegir eiginleikar)
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei eða sjaldan) til 3 (mjög oft)
  • Heildarskor: Reiknuð eru heildarskor fyrir hvorn undirkvarða. Algengt er að svörin oft eða mjög oft á 4 af 8 atriðum séu notuð sem þröskuldur í skimun fyrir mótþróaþrjóskuröskun

Íslensk þýðing

  • Urður Njarðvík og Hrund Þrándardóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferlið

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Samkvæmt vísun í nemendaverkefni Hrundar Þrándardóttur hefur innri áreiðanleiki undirkvarða mótþróa mælst α = 0,93.1 Í úrtaki foreldra (94% mæður) og kennara 5–6 ára barna reyndist innri áreiðanleiki sama undirkvarða α = 0,90.Í úrtaki mæðra og kennara barna á aldrinum 5–7 ára hafa fengist sömu niðurstöður3.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Barkley, R. A. (1997). Defiant children: A clinician's manual for assessment and parent training. Guilford Press.
  • Barkley, R. A., & Murphy, K. R. (2006). Attention-deficit hyperactivity disorder: A clinical workbook (3rd ed.). The Guilford Press.

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Mitchison, G.M., Liber, J.M., Hannesdottir, D.K., & Njardvik, U. (2020). Emotion dysregulation, ODD and conduct problems in a sample of five and six-year-old children. Child Psychiatry & Human Development, 51, 71–79. https://doi.org/10.1007/s10578-019-00911-7
  • 3. Mitchison, G.M., Liber, J.M., & Njardvik, U. (2022). Parent and teacher ratings of ODD dimensions and emotion regulation: Informant discrepancies in a two-phase study. Journal of Child and Family Studies, 31, 496–506. https://doi.org/10.1007/s10826-021-02168-y

Nemendaverkefni:

  • 1. Guðlaug Marion Mitchison. (2012). Tíðni mótþróaþrjóskuröskunar, þunglyndis og kvíða meðal íslenskra barna með greininguna ADHD [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/11917
  • Bryndís Þorsteinsdóttir. (2020). Þjálfunarnámskeið fyrir foreldra barna með ADHD: Viðbótaráhrif viðtala um daglegar rútínur á hegðunarvanda [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35754
  • Berglind Rún Gunnarsdóttir. (2023). Tengsl einkenna mótþróaþrjóskuröskunar og tilfinningastjórnunar barna við streitu foreldra: Áhrif tveggja mismunandi meðferða í slembaðri klínískri samanburðarrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44683
     
     

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – ekki ljóst hvert rannsakendur geta leitað
  • Ætlaðað fagfólki sem hefur hlotið menntun og þjálfun í að veita geðheilbrigðisþjónustu til barna með hegðunarvanda og foreldra þeirra

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024