Life Events Checklist for DSM-5 (LEC-5)

Efnisorð

  • Áföll

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir. Má einnig leggja fyrir á viðtalsformi
  • Fjöldi atriða: 17
  • Metur: Prófið var hannað til þess að skima fyrir því að svarandi hafi orðið fyrir alvarlegu áfalli á lífsleiðinni. Fyrstu 16 atriðin innihalda mismunandi atburði sem gætu valdið áfalli. Síðasta atriðið spyr svo um annan ótilgreindan streituvaldandi atburð eða upplifun. Athuga að listinn er oft lagður fyrir á undan tækjum á borð við PCL-5 eða CAPS-5 (sá síðari ekki kominn á skrá)
  • Svarkostir: Svarkostir eru sex talsins: Kom fyrir mig, varð vitni að, fékk vitneskju um, hluti starfs míns, ekki viss og á ekki við. Svarandi á að haka við alla þá svarkosti sem eiga við um hann fyrir hvern atburð (hvert atriði)
  • Heildarskor: Á ekki við

Íslensk þýðing

  • Berglind Guðmundsdóttir, Ingunn Hansdóttir, Agnes B. Tryggvadóttir og Guðlaug Friðgeirsdóttir
  • Listinn var þýddur af tveimur þeirra sem nefndar eru að ofan, bakþýddur af tvítyngdum aðila og þýðing aðlöguð í samræmi

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Gray, M. J., Litz, B. T., Hsu, J. L., & Lombardo, T. W. (2004). Psychometric properties of the life events checklist. Assessment, 11(4), 330–341. https://doi.org/10.1177/1073191104269954
  • Weathers, F. W., Blake, D. D., Schurr, P. P., Kaloupek, D. G., Marx, B. P., & Keane, T. M. (2013). The Life Events Checklist for DSM-5 (LEC-5). Aðgengilegt á ensku hjá the National Center for PTSD hér

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Sigurðardóttir, V. L., Gamble, J., Guðmundsdóttir, B., Sveinsdóttir, H., & Gottfreðsdóttir, H. (2023). Reviewing birth experience following a high-risk pregnancy: A feasibility study. Midwifery116, 103508. https://doi.org/10.1016/j.midw.2022.103508

Nemendaverkefni:

  • Arnar Guðjón Skúlason. (2018). The epidemiology and impact of social trauma: Preliminary results from a population study among Icelandic women [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30736
  • Sólveig Eyfeld Unnardóttir. (2018). Heyrnarlausir á Íslandi : andleg líðan og viðhorf til sálfræðiþjónustu [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/31266
  • Vigdís Margrétardóttir Jónsdóttir. (2022). The efficacy of group cognitive behavioural therapy (CBT) for adults with a history of childhood abuse : a single-case experimental study [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42386

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – má nálgast hjá þýðanda á berggudm@landspitali.is
  • Hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun eru ótilgreindar
  • Sjá nánari upplýsingar hér

Aðrar útgáfur

  • LEC-5 extended self-report til að bera kennsl á versta áfall ef þau eru fleiri en eitt
  • LEC-5 Interview (with abuse rating)
  • LEC: Eldri útgáfa af matstækinu. Það sem er ólíkt við LEC og LEC-5 er að í því síðara hefur orðalagi atriðis 15 verið breytt og svarkostinum "Part of my job" bætt við. Sjá hér

Síðast uppfært

  • 12/2023