Maudsley-Obsessive-Compulsive Inventory (MOCI)

Efnisorð

  • OCD

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 30
  • Metur: Einkenni OCD á fjórum sviðum – handþvottur og ótti við mengun (11 atriði), athugunarárátta (9), þráhyggjukenndur hægagangur / endurtekning (7) og efasemdir / samviskusemi (7)
  • Svarkostir: 1 () og 0 (nei)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–30 þar sem hærra skor vitnar um meiri einkenni þráhyggju-áráttu

Íslensk þýðing

  • Jakob Smári o.fl.
  • Listinn er sagður hafa verið bakþýddur, en frekari upplýsingar hafa ekki fundist

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki háskólanema hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,75, 0,741 og 0,79.2 Athuga þó, matið gæti verið bjagað þar sem alfastuðull gerir ráð fyrir samfelldum breytum en atriði MOCI hafa einungis tvo svarkosti. 

Réttmæti: Í úrtaki háskólanema mældist fylgni heildarskors á MOCI við Padua Inventory Washington State University Revision (PI-WSUR), sem einnig metur einkenni OCD, r = 0,61.1 Fylgni við PSWQ var til samanburðar 0,48. Sjá nánar í grein Sigrúnar Drífu og Jakobs Smára. Í öðru úrtaki nema reyndist fylgni MOCI við OCI-R vera marktækt hærri en við PSWQ – sjá nánar í grein Jakobs Smára o.fl.2

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Hodgson, R. J., & Rachman, S. (1977). Obsessional-compulsive complaints. Behaviour Research and Therapy, 15(5), 389–395. https://doi.org/10.1016/0005-7967(77)90042-0
  • Rachman, S., & Hodgson, R. J. (1980). Obsessions and compulsions. Prentice-Hall, Inc.

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Jónsdóttir, S. D., & Smári, J. (2000). Measuring obsessions without worry: convergent and discriminant validity of the revised Padua inventory in an Icelandic student population. Scandinavian Journal of Behaviour Therapy, 29(2), 49–56. 
    https://doi.org/10.1080/028457100750066397
  • 2. Smári, J., Olason, D. T., Eypórsdóttir, A., & Frölunde, M. B. (2007). Psychometric properties of the Obsessive Compulsive Inventory-Revised among Icelandic college students. Scandinavian Journal of Psychology, 48(2), 127–133. https://doi.org/10.1111/j.1467-9450.2007.00574.x

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024