Late-Life Function and Disability Instrument (Efri árin: Mat á færni og fötlun, MFF) (LLFDI)

Efnisorð

  • Líkamleg færni
  • Líkamleg fötlun
  • Félagsleg þátttaka
  • Aldraðir

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat  eða viðtal – eldra fólk sem býr í heimahúsum
  • Fjöldi atriða: 48
  • Metur: Líkamleg færni við daglegar athafnir annars vegar (MFF-athafnir), og fötlun m.t.t. þátttöku og takmarkana þar á hins vegar (MFF-tíðni þátttöku og MFF-takmörkun á þátttöku). Nánar: Í færnihluta (MFF-athafnir, 32 atriði) er spurt hversu erfitt svarandinn eigi með að framkvæma tiltekna athöfn án aðstoðar eða hjálpartækis. Í fötlunarhluta matstækisins (MFF-tíðni þátttöku og MFF-takmörkun á þátttöku, 16 atriði) er annars vegar spurt hversu oft svarandinn tekur þátt í hinum ýmsu athöfnum og hins vegar hversu mikið hann telur virkni sína takmarkaða í þeim. MFF-tíðni þátttöku skiptist enn fremur í tvo hluta: Tíðni samskipta við aðra (9 atriði) og tíðni eigin umsjár (7 atriði). MFF-takmörkun á þátttöku skiptist að sama skapi í Takmörkun á virkni (12 atriði) og takmörkun á stjórn á eigin lífi (4 atriði).
  • Svarkostir: MFF-athafnir: Fullmerktur raðkvarði frá 5 (ekkert) til 1 (get alls ekki). MFF-tíðni þátttöku: Fullmerktur raðkvarði frá 5 (mjög oft) til 1 (aldrei). MFF-takmörkun á þátttöku: Fullmerktur raðkvarði frá 5 (alls ekkert) til 1 (algjörlega)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig atriða innan hvors hluta þar sem hærra skor vitnar um aukna / óskertari færni (MFF-athafnir) eða aukna / óskertari þátttöku (MFF-þátttaka). Þessum hráskorum er svo umbreytt í mælitölur sem taka gildi á bilinu 0–100. Sjá nánari upplýsingar í handbók matstækisins

Íslensk þýðing

  • Sólveig Ása Árnadóttir, sjúkraþjálfari, hafði umsjón með þýðingu. Þýðing var gerð í samráði við höfunda. Nánari upplýsingar um þýðingarferli má finna í doktorsritgerð Sólveigar (sjá kaflann „Translations of standardized assessments“)1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í slembiúrtaki einstaklinga á aldrinum 65 til 88 ára sem búsettir voru í heimahúsi hefur mælst α = 0,95 fyrir færnihluta (MMF-athafnir), α = 0,70  fyrir MFF-tíðni þátttöku og α = 0,91 fyrir MFF-takmörkun á þátttöku.1  Endurprófunaráreiðanleiki í hluta sama úrtaks mældist hæstur fyrir færnihluta, ICC2,1 = 0,95 (staðalvilla = 2,43 stig), en lægri fyrir fötlunarhluta tíðni og takmörkunar á þátttöku, ICC2,1 = 0,76 (staðalvilla = 1,36) og 0,65 (staðalvilla = 8,21).

Réttmæti: Fylgni útkomu á MFF við önnur matstæki var könnuð í sama úrtaki einstaklinga 65 til 88 ára.Hæst var fylgni MFF-athafna við skor á A–Ö jafnvægiskvarðanum, rrho = 0,85, og allnokkur fylgni mældist einnig við Mat á líkamsvirkni aldraðra (0,54) og Geriatric Depression Scale (-0,55). Fylgni MFF-tíðni þátttöku og MFF-takmarkanir á þátttöku við aðrar mælingar var vægari, en þó umtalsverð í einhverjum tilvikum (t.a.m. milli takmarkana á þátttöku og A-Ö). Innbyrðis fylgni undirkvarða var sömuleiðis metin. Fylgni MFF-athafnir við tíðni þátttöku var rrho = 0,31 og 0,67 við takmarkanir á þátttöku.

Samanburður á skorum aldurshópa 65 til 74 ára og 75 til 88 ára sýndi marktækt lægra skor eldri hóps á öllum þremur undirkvörðum (hlutfallslega minnstur á hluta takmörkunar á þátttöku). Það var í samræmi við væntingar.

Heilt yfir bentu niðurstöður til sterkari eiginleika undirkvarða athafna (færni) heldur en tíðni þátttöku og takmörkunar á þátttöku (fötlunar). Þetta er sagt í samhljómi við aðrar rannsóknir ytra. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Haley, S. M., Jette, A. M., Coster, W. J., Kooyoomjian, J. T., Levenson, S., Heeren, T., & Ashba, J. (2002). Late life function and disability instrument: II. Development and evaluation of the function component. The Journals of Gerontology Series A: Biological Sciences and Medical Sciences, 57(4), M217–M222. https://doi.org/10.1093/gerona/57.4.M217
  • Jette, A. M., Haley, S. M., Coster, W. J., Kooyoomjian, J. T., Levenson, S., Heeren, T., & Ashba, J. (2002). Late life function and disability instrument: I. Development and evaluation of the disability component. The Journals of Gerontology Series A: Biological Sciences and Medical Sciences, 57(4), M209–M216. https://doi.org/10.1093/gerona/57.4.M209

Próffræðigreinar:

  • 1. Bergljót Pétursdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir & Sólveig Ása Árnadóttir. (2022). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum  fyrir eldra fólk sem býr heima. Tímarit hjúkrunafræðinga, 3(98), 86–93. Vefslóð

Dæmi um birtar greinar:

  • Arnadottir, S. A., Gunnarsdottir, E. D., Stenlund, H., & Lundin-Olsson, L. (2011). Participation frequency and perceived participation restrictions at older age: Applying the International Classification of Functioning, Disability and Health (ICF) framework. Disability and Rehabilitation, 33(22–23), 2208–2216. https://doi.org/10.3109/09638288.2011.563818
  • Arnadottir, S. A., Gunnarsdottir, E. D., Stenlund, H., & Lundin-Olsson, L. (2011). Determinants of self-rated health in old age: A population-based, cross-sectional study using the International Classification of Functioning. BMC Public Health, 11(1), 1–10. https://doi.org/10.1186/1471-2458-11-670
  • Brynjolfsdottir, M., Palmadottir, G., & Arnadottir, S. A. (2021). Activities and participation of 65-91-year-old adults: Population-based study among residents of a sparsely populated and remote area in Iceland. International Journal of Circumpolar Health, 80(1), 1903778. https://doi.org/10.1080/22423982.2021.1903778

Nemendaverkefni:

  • Sólveig Ása Árnadóttir. (2010). Physical activity, participation and self-rated health among older community-dwelling Icelanders [doktorsritgerð]. DiVA. https://www.diva-portal.org/smash/record.jsf?pid=diva2%3A349396&dswid=2264
  • Bergljót Pétursdóttir. (2021). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldri einstaklinga sem búa heima [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38642

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 7/2024