Vividness of Visual Imagery Questionnaire (VVIQ)

Efnisorð

  • Imagery
  • Skynjun
  • Minni

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 16
  • Metur: Hugsýn (e. mental imagery) – þ.e. getu einstaklinga til að sjá fyrirbæri / aðstæður fyrir sér með myndrænum hætti
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (alls engin mynd[...]) til 5 (fullkomlega skýr og greinileg[...])
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–80 þar sem hærri skor vitna um aukna hugsýn (getu til að sjá fyrir sér)

Íslensk þýðing

  • Sandra Þórudóttir, Heiða M. Sigurðardóttir og Vaka Vésteinsdóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í hentugleikaúrtaki í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,97 (n = 55)1.
Réttmæti: Meginhlutagreining í sama úrtaki sýndi hleðslur allra atriða >= 0,50 á eina vídd.1 Skor á VVIQ höfðu ekki tengsl við mælingar á skynjun, sjónrænu vinnsluminni og langtímaminni, öfugt við tilgátu höfunda.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Marks, D. F. (1973). Visual imagery differences in the recall of pictures. British Journal of Psychology, 64(1), 17–24. https://doi.org/10.1111/j.2044-8295.1973.tb01322.x

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Thorudottir, S., Sigurdardottir, H. M., Rice, G. E., Kerry, S. J., Robotham, R. J., Leff, A. P., & Starrfelt, R. (2020). The architect who lost the ability to imagine: The cerebral basis of visual imagery. Brain Sciences, 10(2), 59. https://doi.org/10.3390/brainsci10020059

Nemendaverkefni:

  • 1. Sandra Þórudóttir. (2020). Does mental imagery vividness predict memory performance? [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/37119
  • Silja Rós M Wang Auðunsdóttir & Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. (2023). Er fylgni milli styrks hugsýna og hrifningar, áhuga og sækni í mismunandi listform? [óútgefin BA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/45126

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – má nálgast hjá Heiðu Maríu Sigurðardóttur á heidasi@hi.is
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024