Pittsburgh Sleep Quality Index (PSQI)

Efnisorð

  • Svefn
  • Lyf
  • Virknitruflun

Stutt lýsing

  • Tegund:  Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða:  19 (athuga þó að síðustu fimm atriðunum er aðeins svarað að því gefnu að svarandi deili rúmi eða herbergi með annarri manneskju)
  • Metur:  Svefngæði síðastliðinn mánuð. Listinn metur sjö þætti er snúa að svefni, athuga að íslensk útgáfa listans hefur ekki fundist svo á eftir fylgja ensk heiti: (1) subjective sleep quality, (2) sleep latency, (3) sleep duration, (4) compulsive sleep efficiency, (5) sleep disturbances, (6) use of sleeping medications og (7) daytime dysfunction
  • Svarkostir:  Blandaðir. Dæmi eru opnir svarreitir (s.s. klukkan hvað farið er í rúmið og klukkan hvað er vaknað, hve langan tíma tekur að sofna og hve lengi er sofið), fjögurra punkta raðkvarði í atriðum sem lúta að þáttum sem orsakað hafa svefnvanda frá 0 (ekki síðastliðilnn mánuð) til 3 (þrisvar eða oftar í viku), og fjögurra punkta raðkvarði fyrir atriði sem snýr að svefngæðum almennt á viðmiðunartíma frá 0 (mjög góður) til 3 (mjög slæmur)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–21 þar sem hærra skor er talið vitna um lakari svefngæði. Nálgast má nánari upplýsingar um skorun spurningalistans hér (sjá "PSQI Scoring") 

Íslensk þýðing

  • Edda Björk Þórðardóttir og Jakob Smári þýddu ásamt Berglindi Guðmundsdóttur, Auðbjörgu Óskarsdóttur og Hörpu Jónsdóttur. Listinn var svo bakþýddur af óháðum þýðanda

 

Próffræðilegir eiginleikar 

Áreiðanleiki: Í birtum greinum hefur innri áreiðanleiki heildarskors verið α = 0,80 í úrtaki einstaklinga með MS greiningu,1 α = 0,82 í almennu úrtaki2 og α = 0,78 í stóru úrtaki íslenskra kvenna.6 Í nemendaverkefnum hefur innri áreiðanleiki heildarskors verið α = 0,77 í almennu úrtaki kvenna,3 α = 0,86 í úrtaki menntaskólanemendaog α = 0,81 í úrtaki unglinga5.
Réttmæti:  Ekkert fannst.

 

Heimildir 

Upprunaleg heimild:

  • Buysse, D. J., Reynolds III, C. F., Monk, T. H., Berman, S. R., & Kupfer, D. J. (1989). The Pittsburgh Sleep Quality Index: A new instrument for psychiatric practice and research. Psychiatry Research, 28, 193–213. https://doi.org/10.1016/0165-1781(89)90047-4

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar: 

  • 2. Thordardottir, E. B., Valdimarsdottir, U. A., Hansdottir, I., Resnick, H., Shipherd, J. C., & Gudmundsdottir, B. (2015). Posttraumatic stress and other health consequences of catastrophic avalanches: A 16-year follow-up of survivors. Journal of Anxiety Disorders, 32, 103–111. https://doi.org/10.1016/j.janxdis.2015.03.005
  • Thordardottir, E. B., Hansdottir, I., Valdimarsdottir, U. A., Shipherd, J. C., Resnick, H., & Gudmundsdottir, B. (2016). The manifestations of sleep disturbances 16 years post-trauma. Sleep, 39(8), 1551–1554. https://doi.org/10.5665/sleep.6018
  • 1. Árún K. Sigurðardóttir & Björg Þorleifsdóttir. (2019). Algengi svefntruflana hjá fólki með MS. Læknablaðið, 9(105), 379–384. https://doi.org/10.17992/lbl.2019.09.246
  • 6. Unnarsdóttir, A. B., Hauksdóttir, A., Aspelund, T., Gunnarsdóttir, V., Tómasson, G., Jakobsdóttir, J., Valdimarsdóttir, U. A., & Thordardottir, E. B. (2022). Sleep disturbances among women in a Subarctic region: a nationwide study. Sleep, 45(8), zsac100. https://doi.org/10.1093/sleep/zsac100

Nemendaverkefni: 

  • 5. Freyja Hlín Valgeirsdóttir. (2019). Is it possible to influence adolescents sleep habits with education-based intervention? A pilot study [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33222
  • 3. Anna Bára Unnarsdóttir. (2020). Sleep disturbances among females and associated risk factors: A nationwide cohort study in Iceland [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36078
  • 4. Ásta Gígja Elfarsdóttir. (2021). Effects of a sleep education video on sleep knowledge and sleep habits among youth in Iceland [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38863?locale=en
  • Lára Margrét Kjartansdóttir. (2023). The effects of bright light therapy on adolescent ́s sleep and well-being [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44824

 

Reglur um notkun 

  • Leyfisskylt – rannsakendur óski eftir notkun hér

Aðrar útgáfur 

  • PSQI-Add (Pittsburgh Sleep Quality Index Addendum for PSQI) 

Síðast uppfært 

  • 5/2024