Children‘s Emotional Adjustment Scale (CEAS)

Efnisorð

  • Börn
  • Líðan
  • Hegðun
  • Tilfinningaþroski

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat foreldra á börnum 3–5 ára og 6–12 ára 
  • Fjöldi atriða: 29 í útgáfu fyrir yngri börn, 47 í útgáfu fyrir eldri börn
  • Metur: Hegðun, tilfinningaþroska og líðan barna. Listinn metur þroska og frávik á þremur sviðum skaplyndis (e. temper control, 14 atriði), kvíðastjórnunar (e. anxiety control, 9) og framfærni (e. social assertiveness, 10) þegar um ræðir útgáfu fyrir yngri börn, en skýringarstíll (e. mood repair, 14) bætist við þegar um ræðir útgáfu fyrir eldri börn. Miðað er við síðastliðnar 4 vikur
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei) til 4 (alltaf)
  • Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð fyrir hvern þátt og hafa breytilega spönn eftir fjölda atriða. Í öllum tilvikum vitnar hærra skor vitnar um aukna stjórn á skapsmunum og tilfinningum

Íslensk þýðing

  • Frumsaminn af Örnólfi Thorlacius og Einari Guðmundssyni – sjá nánar um hönnunarferlið í grein þeirra og Þorvalds Kristjánssonar bls.65  

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: [3–5 ára] Áreiðanleiki heildartalnanna þriggja var kannaður í kjölfar þáttagreiningar í úrtaki mæðra.2 Undirkvarði skaplyndis hafði α = 0,86 (meðalfylgni atriða innbyrðis r= 0,45), kvíðastjórnunar hafði α = 0,94 (Mr = 0,59) og félagslegrar framfærni α = 0,91 (Mr = 0,50). Endurprófunaráreiðanleiki meðal mæðra og feðra í öðru úrtaki var ICC = 0,87 fyrir skaplyndi, en 0,94 og 0,90 fyrir kvíðastjórnun og félagslega framfærni.

[6–12 ára] Í úrtaki foreldra 6 til 12 ára barna var innri áreiðanleiki undirsviðanna fjögurra á bilinu α = 0,90–0,95.3 Endurprófunaráreiðanleiki í sama úrtaki var á bilinu = 0,91–0,96 meðal mæðra en 0,85–0,95 meðal feðra.

Fyrir umræðu um áreiðanleika sjálfsmatstútgáfu CEAS sem er í þróun, sjá nemendaverkefni Aðalheiðar Magnúsdóttur & Ísoldar Gnár Sigríðar Ingvadóttur (2020).

Réttmæti: [3–5 ára] Þáttabygging var könnuð í tveimur úrtökum mæðra með leitandi og staðfestandi þáttagreiningu.2 Niðurstöður studdu þriggja þátta formgerð skaplyndis (þáttahleðslur á bilinu 0,49 til 0,79), kvíðastjórnunar (0,57 til 0,92) og félagslegrar framfærni (0,54 til 0,86), CFI = 0,97, TLI = 0,96, RMSEA = 0,07. Aðeins eitt atriði sýndi umtalsverða krosshleðslu. Svarferlagreining (IRT) á undirkvörðunum þremur benti til þess að allir hefðu viðunandi aðgreiningu (e. discrimination), einkum undirþáttur kvíðastjórnunar (aðgreiningarstuðlar allt að 5,26, samanborið við 3,60 á skaplyndi og 3,07 á framfærni). Að sama skapi sýndu allir undirkvarðar ásættanlega spönn eða yfirgrip (e. coverage).

Vísbendingar um sammæli við annað þekkt matstæki voru fengnar með því að reikna fylgni heildartalna CEAS við SDQ.2 Fylgni milli skaplyndis og félagslegrar framfærni var mest við undirkvarða tilfinningavanda, = -0,65 og -0,51. Fylgnistuðull fyrir samband kvíðastjórnunar við félagslega jákvæða hegðun var = 0,45 og við hegðunarvanda = -0,42. Sammæli í mati mæðra og feðra með CEAS var sömuleiðis kannað. ICC stuðull fyrir skaplyndi var 0,72, en 0,83 fyrir kvíðastjórnun og félagslega framfærni.

[6–12 ára] Þáttabygging var könnuð í úrtaki mæðra 6 til 12 ára barna.Staðfestandi þáttagreining gaf ásættanleg mátgæði fyrir vænta 4 þátta lausn, CFI = 0,95, TLI = 0,94 og RMSEA = 0,06. Staðlaðar þáttahleðslur voru á bilinu 0,66 til 0,90 fyrir skaplyndi, 0,55 til 0,91 fyrir kvíðastjórnun, 0,68 til 0,87 fyrir framfærni og 0,55 til 0,86 fyrir skýringarstíl. 

Skimunarhæfni CEAS var metin í sama úrtaki með SDQ og RCADS sem viðmið fyrir almenna geðræna heilsu barns, innhverf og úthverf einkenni, kvíðavandamál og vandamál tengd þundlyndi.AUC heildartalnanna fjögurra var á bilinu 0,58 (framfærni við skimun fyrir úthverfum vandamálum á SDQ) til 0,94 (skaplyndi við skimun fyrir kvíðaeinkennum á RCADS). Skaplyndi reyndist best við skimun fyrir kvíðavandamálum og innhverfum vandamálum (AUC = 0,91–0,94). Kvíðastjórnun hafði mesta skimunarhæfni gagnvart almennri geðrænni heilsu, úthverfum vandamálum og vandamálum tengdum þunglyndi (AUC = 0,82–0,92). Félagsleg framfærni spáði helst fyrir um innhverf vandamál (AUC = 0,82–0,83). Skýringarstíll hafði mesta skimunarhæfni fyrir almenna geðræna heilsu, innhverf vandamál og vandamál tengd þunglyndi (AUC = 0,84–0,92). Heilt yfir voru næmi og sértækni á bilinu 0.59–0.93 og 0.55–0.83. Höfundar ályktuðu að CEAS byggi almennt yfir góðri hæfni til að bera kennsl á börn með geðrænan vanda. Styrkleiki matstækisins ályktuðu höfundar að væri hæfni til að bera kennsl á börn sem uppfylla ekki formleg greiningarviðmið geðraskana og geti þannig gagnast vel við skimun í forvarnarskyni.  

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • 1. Örnólfur Thorlacius, Einar Guðmundsson & Þorvaldur Kristjánsson. (2013). Mat á þroska og líðan barna: Kvíði og tilfinningavandi. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 18, 63–80. https://core.ac.uk/download/pdf/38281563.pdf
  • Thorlacius, Ö. og Gudmundsson, E. (2015). Assesment of children‘s emotinal adjustment construction and validation of a new instrument. Child: Care, health and development, 41(5), 762-771. https://doi.org/10.1111/cch.12214

Próffræðigreinar:

  • 2. Thorlacius, Ö., & Gudmundsson, E. (2019). The Development of the Children’s Emotional Adjustment Scale–Preschool Version. Journal of Psychoeducational Assessment, 37(3), 263–279. https://doi.org/10.1177/0734282917744731
  • 3. Thorlacius, Ö., Gudmundsson, E. (2019). The Effectiveness of the Children’s Emotional Adjustment Scale (CEAS) in Screening for Mental Health Problems in Middle Childhood. School Mental Health, 11, 400–412. https://doi.org/10.1007/s12310-018-9296-x

Dæmi um birtar greinar:

  • Engar íslenskar greinar fundust utan þeirra sem nefndar eru að ofan, en af leit að dæma er listinn notaður allvíða erlendis

Nemendaverkefni:

  • Eiður Steindórsson. (2016). Hugsmíðaréttmæti CEAS listans í úrtaki þriggja til sex ára barna [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24711
  • Helga Heiðdís Sölvadóttir. (2017). Undirbúningur stöðlunar CEAS fyrir börn á aldrinum 6 til 12 ára [óútgefin cand. psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/27673
  • Alma Sigurbjörnsdóttir. (2017). Undirbúningur stöðlunar CEAS fyrir börn á aldrinum 36 til 71 mánaða [óútgefin cand. psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/27608

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – rannsakendum er bent á að hafa samband við Örnólf Thorlacius á ort@hi.is
  • Nánari upplýsingar um hæfniviðmið veitir Örnólfur

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 8/2024