Wechsler Intelligence Scale for Children - Fourth Edition (WISC-IV-IS)

Efnisorð

  • Greind
  • Vitsmunaþroski
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Klínískt próf fyrir börn á aldrinum 6–16 ára
  • Fjöldi atriða: Ekki vitað
  • Metur: Vitsmunaþroska / greind barna á ólíkum sviðum. Skiptist í fjóra prófhluta: Málstarf, skynhugsun, vinnsluminni og vinnsluhraða. Hver prófhluti samanstendur af nokkrum undirprófum – sjá lýsingu í nemendaverkefni Guðlaugar Marion Mitchison bls. 191
  • Svarkostir: Á ekki við
  • Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð fyrir prófið í heild (Full Scale IQ), prófhluta (Index Scores) og undirpróf (Subset Scaled Scores). Upplýsingar um íslensk norm og túlkun skora er að finna í handbók íslenskrar útgáfu

Íslensk þýðing, staðfærsla og stöðlun

  • Einar Guðmundsson, Sigurgrímur Skúlason og Kristbjörg Soffía Salvarsdóttir, 2006 – þar sem handbók er ekki aðgengileg er bent á nemendaverkefni Guðlaugar að neðan fyrir nánari upplýsingar1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í verkefni Guðlaugar Marion Mitchison1 er sagt frá mati Einars Guðmundssonar sálfræðings á áreiðanleika prófhluta, undirprófa og vinnslustiga – sjá bls. 20.

Réttmæti:  Í sama verkefni er greint frá því að leitandi þáttagreining hafi stutt röðun undirprófa í vænta prófhluta.1 Einnig er greint frá mati Guðmundar Bjarna Arnkelssonar á réttmæti á bls. 20 og 21, þar kemur m.a. fram að innbyrðis fylgni undirprófa hafi verið sú sama í ólíkum aldurshópum barna og að innbyrðis fylgni atriða undirprófa hafi verið meiri en fylgni atriða sem tilheyra ólíkum undirprófum. Fyrir samanburð á frammistöðu barna í stöðlunarúrtaki (úr almennu þýði) og barna með ADHD greiningu, sjá niðurstöður í verkefni Guðlaugar.Fyrir athugun á samræmi undirprófa og prófhluta WISC-IV-IS og WPPSI-R-IS, sjá grein Einars Guðmundssonar og Örnólfs Thorlacius.2

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Wechsler, D. (2003). Manual for the Wechsler Intelligence Scale for Children — Fourth Edition (WISC-IV). San Antonio,TX: The Psychological Corporation
  • Einar Guðmundsson, Sigurgrímur Skúlason & Kristbjörg Soffía Salvarsdóttir. (2006). WISC-IVIS. Mælifræði og túlkun. Reykjavík: Námsmatsstofnun

Próffræðigreinar:

  • 2. Einar Guðmundsson & Örnólfur Thorlacius. (2008). Samanburður mælitalna undirprófa og prófhluta í WISC-IVIS og WPPSI-RIS hjá sex til sjö ára börnum. Sálfræðiritið, 13, 97–108. Vefslóð

Dæmi um birtar greinar:

  • Unnsteinsdóttir, K. (2012). The influence of sandplay and imaginative storytelling on children's learning and emotional-behavioral development in an Icelandic primary school. The Arts in Psychotherapy, 39(4), 328–332. https://doi.org/10.1016/j.aip.2012.05.004
  • Hannesdottir, D. K., Ingvarsdottir, E., & Bjornsson, A. (2017). The OutSMARTers program for children with ADHD: A pilot study on the effects of social skills, self-regulation, and executive function training. Journal of Attention Disorders, 21(4), 353–364. https://doi.org/10.1177/1087054713520617
  • Ragnarsdottir, B., Hannesdottir, D. K., Halldorsson, F., & Njardvik, U. (2018). Gender and age differences in social skills among children with ADHD: peer problems and prosocial behavior. Child & Family Behavior Therapy, 40(4), 263–278. https://doi.org/10.1080/07317107.2018.1522152

Nemendaverkefni:

  • 1. Guðlaug Marion Mitchison. (2009). Samanburður á niðurstöðum greindarprófs Wechslers (WISC-IV-IS) meðal barna með athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) og stöðlunarúrtaks [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/2882
  • Ásthildur Margrét Gísladóttir. (2020). The relationship between sleep-disordered breathing and neurocognitive problems in children : objective and subjective measures of snoring [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36530
  • Saga Ólafsdóttir. (2024). Réttmætisathugun á WJ IV ECAD með samanburði við WISC-IVIS og Talnalykil [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47330
  • Ronja Rafnsdóttir & María Kristín Árnadóttir. (2024). Children with Predominantly Inattentive ADHD: Comorbidities, Gender Differences, and Patterns of Cognitive Skills [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47270 
     

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – sjá vefsíðu útgefanda hér
  • Athuga að notendur skulu hafa viðeigandi menntun
  • Athuga að íslensk handbók er ekki fáanleg um þessar mundir

Aðrar útgáfur

  • WISC-III (óstaðlað hérlendis)
  • WAIS, Wechsler Adult Intelligence Scale (óstaðlað hérlendis)
  • WASI, Wechsler Abbreviated Scale of Intelligence (staðlað fyrir fullorðna hérlendis)

Síðast uppfært

  • 8/2024