HL-prófið

Efnisorð

  • Heilsutengd lífsgæði

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 32
  • Metur: Heilsutengd lífsgæði á 12 sviðum (1–5 atriði per svið), metið síðustu viku, síðasta mánuð og miðað við daginn í dag. Dæmi um svið (undirkvarða) eru heilsufar, samskipti og þrek
  • Svarkostir: Raðkvarðar með 3, 5 eða 6 svarmöguleikum við megni spurninga, fullmerktir frá t.d. slæm til framúrskarandi, alls ekkert til mjög mikið og aldrei til alltaf. Þar að auki er talnakvarði frá 0 (mjög óánægð(ur) og mjög illa) til 10 (mjög ánægð(ur) og mjög vel) í fimm atriðum sem varða ánægju og líðan
  • Heildarskor: Hráskor eru reiknuð á hverjum undirkvarða um sig með samlagningu og að því búnu er þeim umbreytt í T-skor (M = 50 og SF = 10). Heildarskor fæst sömuleiðis með samlagningu skora á undirkvörðum og umbreytingu í T-skor – í báðum tilvikum vitnar hærra skor um aukin lífsgæði. Sjá nánar um skorun í Tómas Helgason ofl.1

Íslensk þýðing

  • Frumsamið – sjá nánar um hönnunarferli í Tómas Helgason ofl.1 og Björnsson ofl.2

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í upprunalegri grein ályktuðu höfundar að áreiðanleiki hafi reynst ásættanlegur en ekki er ljóst af lestri greinarinnar til hvers lags tölulegs mats er vísað.1 Síðar könnuðu höfundar próffræðilega eiginleika með skýrari hætti – α undirkvarða í fjölbreyttu úrtaki sjúklinga var á bilinu 0,59–0,88 og α heildarkvarða var 0,95, endurprófunaráreiðanleiki var á bilinu rrho= 0,37–0,77 fyrir undirkvarða og rrho = 0,75 fyrir heildarkvarða.2 ATH, niðurstöðurnar byggja á greiningu á 30-atriða útgáfu prófsins—sem var upprunaleg útgáfa—og eru því aðeins til vísbendingar. Innri áreiðanleiki hefur líka verið metinn í nemendaverkefni.3 Í lagskiptu slembiúrtaki úr þjóðskrá reyndist Cronbach´s alpha heildarskors α = 0,94 á tveimur tímapunktum.

Réttmæti: Prófið hefur reynst aðgreina ólíka hópa sjúklinga misvel.1 Heildarskor á HL-prófinu hafa mælst með fylgni upp á rrho = 0,81 við skor á General Health Questionnaire aðlagað fyrir mat á lífsgæðum.2 Meginhlutagreining benti til 4 vídda (components), þar af skýrði ein um 50% (andleg heilsa) en samtals skýrðu þær 68%. Andlega víddin er samkvæmt því ráðandi í inntaki matstækisins. ATH, niðurstöðurnar byggja á greiningu á 30-atriða útgáfu prófsins og eru því aðeins til vísbendingar.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Tómas Helgason, Júlíus K. Björnssson, Kristinn Tómasson & Snorri Ingimarsson. (1997). Heilsutengd lífsgæði. Læknablaðið, 83(7-8), 492-502. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/56861

Próffræðigreinar:

  • 2. Björnsson, J. K., Tómasson, K., Ingimarsson, S., & Helgason, T. (1997). Health-related quality of life of psychiatric and other patients in Iceland: Psychometric properties of the IQL. Nordic Journal of Psychiatry, 51(3), 183-191. https://doi.org/10.3109/08039489709109093
  • 1. Tómas Helgason, Júlíus K. Björnssson, Kristinn Tómasson & Snorri Ingimarsson. (1997). Heilsutengd lífsgæði. Læknablaðið, 83(7-8), 492-502. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/56861

Dæmi um birtar greinar:

  • Björnsdóttir, S. V., Arnljótsdóttir, M., Tómasson, G., Triebel, J., & Valdimarsdóttir, U. A. (2016). Health-related quality of life improvements among women with chronic pain: Comparison of two multidisciplinary interventions. Disability and Rehabilitation, 38(9), 828–836. https://doi.org/10.3109/09638288.2015.1061609
  • Guðjónsson, S. Ó., Sveinbjarnardóttir, E. K., & Arnardóttir, R. H. (2020). Recovery of patients with severe depression in inpatient rural psychiatry: A descriptive clinical study. Nordic Journal of Psychiatry, 74(6), 407-414. https://doi.org/10.1080/08039488.2020.1733659

Nemendaverkefni:

  • Auður Vala Gunnarsdóttir. (2010). Hreyfing og lífsgæði: er heilsu- og lífsgæðaprófið fullnægjandi til að meta heilsufarslegan árangur? [óútgefin BS ritgerð]. Háskóli Íslands. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/7117
  • 3. Arndís Valgarðsdóttir. (2016). Breytingar á svefnmynstri, líðan og lífsgæðum eftir árstíðum og búsetu [óútgefin cand.psych ritgerð]. Háskóli Íslands. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24921
     

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – unnið er að því að staðsetja prófið

Aðrar útgáfur

  • 30 atriða útgáfa (sú upprunalega)

Síðast uppfært

  • 12/2023