Covert and Overt Reassurance Seeking Inventory (CORSI)

Efnisorð

  • Fullvissuleit
  • Öryggishegðun
  • Kvíði

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmatslisti – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 26
  • Metur: Fullvissuleit, þ.e. tilhneiginguna til þess að leita að fullvissu (e. reassurance-seeking) á fimm sviðum: 1) Sýnileg félagsleg / samskipta ógn, 2) Dulin félagsleg / samskipta ógn, 3) Sýnileg almenn ógn, 4) Dulin almenn ógn - virk, og 5) Dulin almenn ógn - óvirk
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 0 (alls ekki) til 4 (mjög mikið)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–104 þar sem hærra skor vitnar um meiri tilhneigingu til þess að leita að fullvissu. Einnig tíðkast að reikna skor fyrir undirsviðin fimm, en ekki er ljóst hvort slík skorun sé viðeigandi með íslenskri þýðingu (sbr. upplýsingar úr leitandi þáttagreiningu hér að neðan)

Íslensk þýðing

  • Jón Friðrik Sigurðsson, Vignir Fannar Valgeirsson, Óttar G. Birgisson og Sævar Már Gústavsson þýddu með leyfi höfundar. Þrír þýðendur bjuggu til sína þýðinguna og fjórði þýðandinn valdi mest viðeigandi þýðinguna á hverju atriði

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,93 í úrtaki háskólanema.1

Réttmæti: Samleitni og sundurgreining var könnuð í fyrrgreindu úrtaki.1 Fylgni heildarskors CORSI reyndist nokkuð sterk við heildarskor GAD-7 (kvíði, rrho = 0,60), IUS (óvissuþol, rrho = 0,69), PSWQ (áhyggjur, rrho = 0,67) og WBI (hegðun tengd áhyggjum, rrho = 0,72). Fylgnin mældist ívið lægri við SPS (félagskvíði, rrho = 0,57) og PHQ-9 (þunglyndi, rrho = 0,51). Þetta var talið gefa vísbendingu um samleitni og sundurgreiningu.

Munur á meðaltölum var einnig kannaður.1 Marktækur munur reyndist á meðalskorum á CORSI meðal þeirra sem skoruðu hátt (>= 62) og lágt (<62) á PSWQ (M = 51,3 og M = 28,3).

Leitandi þáttagreining með hornskökkum snúningi var framkvæmd.1 Fimm þættir höfðu eigingildi > 1 en hægt var að túlka bæði tvo eða fimm þætti út úr skriðuprófi. Að endingu var tveggja-þátta lausn valin út frá samhliðagreiningu en fimm þættir hafa fengist í upprunalegri enskri útgáfu. Þættirnir skýrðu 37,2% og 7,8% af heildardreifni en tvö atriði höfðu verulega lágar þáttahleðslur á þá báða. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Radomsky, A. S., Neal, R. L., Parrish, C. L., Lavoie, S. L., & Schell, S. E. (2021). The Covert and Overt Reassurance Seeking Inventory (CORSI): Development, validation and psychometric analyses. Behavioural and Cognitive Psychotherapy49(1), 3–20. https://doi.org/10.1017/S1352465820000703

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Vignir Fannar Valgeirsson. (2022). The psychometric properties of the covert and overt reassurance seeking inventory (CORSI) in an Icelandic sample and the relationship between worries and reassurance seeking [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42418

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi - sjá hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 12/2023