EORTC QLQ–HDC29

Efnisorð

  • Heilsutengd lífsgæði
  • Krabbamein
  • Háskammta krabbameinslyfjameðferð

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir sem hljóta háskammta krabbameinslyfjameðferð 
  • Fjöldi atriða: 29, þar af eru nokkrar spurningar skilyrtar eftir því hvort fólk er með stóma eða ekki, og eftir kyni
  • Metur: Einkenni og líðan krabbameinsjúklinga sem fara í háskammta lyfjameðferð. Undirkvarðar eru melting (GISE, 5 atriði), líkamsmynd (BI, 2), áhrif á fjölskyldu (IF, 4), kynheilbrigði (SE, 2), spítaladvöl (II, 3) og áhyggjur og kvíði (WA, 5). Að auki eru 8 stakar spurningar. Miðað er við síðastliðna viku. Má nota samhliða EORTC QLQ-C30 til að meta einkenni og vandamál sem eru sértæk fyrir háskammtameðferð
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (alls ekki) til 4 (mjög mikið)
  • Heildarskor: Heildarskorum á undirkvörðum er umbreytt í skor á bilinu 0–100 þar sem hærri skor vitna um meiri einkenni / verri líðan / neikvæðari útkomu. Á einu atriði (52) vitnar hærra skor um betri útkomu

Íslensk þýðing

  • Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir, Sigríður Zoëga og Þórunn Sævarsdóttir
  • Mælitækið var þýtt í samræmi við staðla EORTC, sjá hér 

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki var metinn í úrtaki einstaklinga sem undirgengust stofnufrumuígræðslu eftir háskammta krabbameinslyfjameðferð en sökum smægðar úrtaks (= 10) er stuðullinn tæpast merkingarbær.1 
Réttmæti: Listinn var forprófaður í smáu úrtaki og fýsileiki hans metinn með viðtölum við einstaklinga sem voru á leið í eigin stofnfrumuígræðslu á eftir háskammta krabbameinslyfjameðferð, sem voru í meðferð eða höfðu lokið meðferð.1 Þátttakendur töldu orðalag skýrt og auðskilið. Jákvæð fylgni var á milli meltingarkvarða EORTC-QLQ-C30 og meltingarkvarða HDC29 en neikvæð á milli einkennakvarða HDC29 og heilsu- og lífsgæðakvarða EORTC-QLQ-C30 – þeim niðurstöðum skyldi þó taka með fyrirvara sökum smægðar úrtaks. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Velikova, G., Weis, J., Hjermstad, M. J., Kopp, M., Morris, P., Watson, M., Sezer, O., & EORTC Quality of Life Group (2007). The EORTC QLQ-HDC29: a supplementary module assessing the quality of life during and after high-dose chemotherapy and stem cell transplantation. European journal of cancer (Oxford, England : 1990), 43(1), 87–94. https://doi.org/10.1016/j.ejca.2006.09.004

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir. (2021). Forprófun á EORTC QLQ-HDC29 mælitækinu. Lífsgæði sjúklinga með illkynja blóðsjúkdóma og krabbamein sem gangast undir háskammta krabbameinslyfjameðferð með eigin stofnfrumuígræðslu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/39786

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – sjá umsóknareyðublað hér
  • Leyfið á ekki að kosta neitt ef um ræðir óstyrktar rannsóknir
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 8/2023