Iceland Family Illness Beliefs Questionnaire (ICE-FIBQ)

Efnisorð

  • Viðhorf til sjúkdóma / heilsufarsvanda 

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir aðstandendur / fjölskyldumeðlimir sjúkra
  • Fjöldi atriða: 7 staðhæfingar
  • Metur: Viðhorf til sjúkdóma / heilsufarsvanda m.t.t. orsaka sjúkdóma, þess hvernig sjúkdómur stjórnar fjölskyldu og fjölskylda sjúkdómi, áhrifa sjúkdóms á einstaklinginn og fjölskylduna, þjáningar v. sjúkdóms og stuðnings heilbrigðisstarfsfólks
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (alltaf) til 5 (aldrei)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 7–35 þar sem hærri skor vitna um aukna trú svarenda á réttmæti viðhorfa sinna til sjúkdómsins

Íslensk þýðing

  • Frumsaminn – sjá grein Margrétar Gísladóttur og Erlu Kolbrúnar Svavarsdóttur1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki aðstandenda barna / ungmenna reyndist innri áreiðanleiki endanlegrar útgáfu (sjá að neðan) α = 0,78 (stúdía 1) og 0,79 (stúdía 2).1 Endurprófunaráreiðanleiki í hluta úrtaks reyndist r = 0,57. Í öðrum úrtaki aðstandenda barna og ungmenna með geðraskanir var α einnig 0,792.
Réttmæti: Upphaflegt atriðasafn (8) byggði á the Illness Beliefs Model (IBM), nánar tiltekið vídd þess sem metur viðhorf til sjúkdóms. Inntaksréttmæti atriða var metið með greiningu sérfræðinga í fjölskylduhjúkrun sem jafnframt höfðu þekkingu á IBM. Framhaldsnemar sem notuðu líkanið í lokaverkefnum gáfu einnig sitt álit. Leitandi þáttagreining í sama úrtaki og greint er frá að ofan (stúdía 1)benti til eins ríkjandi og annars veiks þáttar. Þegar annað af tveimur atriðum veika þáttarins var fjarlægt (hafði lága fylgni við önnur atriði) stóð einn þáttur eftir með þáttahleðslur frá 0,41 til 0,83 og skýrða dreifingu upp á rúm 38%. Staðfestandi þáttagreining (stúdía 2) veitti ekki eindreginn stuðning fyrir eins þáttar lausn (RMSEA = 0,12), en þær niðurstöður skyldi túlka með varkárni sökum smægðar úrtaks (= 58).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Gisladottir, M., & Svavarsdottir, E. K. (2016). Development and Psychometric Testing of the Iceland–Family Illness Beliefs Questionnaire. Journal of Family Nursing, 22(3), 321–338. https://doi.org/10.1177/1074840716661593

Próffræðigreinar:

  • 1. Gisladottir, M., & Svavarsdottir, E. K. (2016). Development and Psychometric Testing of the Iceland–Family Illness Beliefs Questionnaire. Journal of Family Nursing, 22(3), 321–338. https://doi.org/10.1177/1074840716661593

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Svavarsdottir, E. K., Gisladottir, M., & Tryggvadottir, G. B. (2019). Perception on family support and predictors’ of satisfaction with the healthcare service among families of children and adolescents with serious mental illnesses who are in active psychiatric treatment. Journal of Child and Adolescent Psychiatric Nursing, 32(1), 6-15. https://doi.org/10.1111/jcap.12220
  • Svavarsdottir, E. K., & Gisladottir, M. (2019). How do family strengths‐oriented therapeutic conversations (FAM‐SOTC) advance psychiatric nursing practice? Journal of Nursing Scholarship, 51(2), 214-224. https://doi.org/10.1111/jnu.12450
  • Svavarsdottir, E. K., & Tryggvadottir, G. B. (2019). Predictors of quality of life for families of children and adolescents with severe physical illnesses who are receiving hospital‐based care. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 33(3), 698-705. https://doi.org/10.1111/scs.12665
  • Baldursdottir, I. M., Petursdottir, A. B., & Svavarsdottir, E. K. (2023). Family oriented intervention for families of adolescents with attention deficit hyperactivity disorder: A feasibility study. Journal of Child and Adolescent Psychiatric Nursing36(2), 75-86. https://doi.org/10.1111/jcap.12405
  • Athuga að listinn hefur verið þýddur á portúgölsku. Fyrir próffræðilega eiginleika þeirrar þýðingar, sjá Lemos o.fl. (2024)

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Rannsakendum er bent á að hafa samband við annan höfunda listans, Erlu Kolbrúnu, á eks@hi.is

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024