Iceland Expressive Family Functioning Questionnaire (ICE-EFFQ)

Efnisorð

  • Fjölskylda
  • Samskipti
  • Virkni
  • Tilfinningar

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fjölskyldur einstaklinga með langvinna eða bráða sjúkdóma
  • Fjöldi atriða: 17
  • Metur: Fjölskylduvirkni á fjórum sviðum m.t.t. tilfinningatjáningar, samvinnu og lausna vandamála, samskipta og hegðunar innan fjölskyldna einstaklinga með langvinna eða bráða sjúkdóma. Miðað er við síðustu 4 vikur
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (eiginlega aldrei) til 5 (eiginlega alltaf)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 17–85. Hærri skor vitna um betri virkni

Íslensk þýðing

  • Frumsaminn. Upphaflega voru atriði samin á ensku, svo þýdd á íslensku og þýðingin betrumbætt með ítarviðtölum. Þá var bakþýtt og borið saman við upprunalega útgáfu. Sjá nánar í grein Eydísar og félaga1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki aðstandanda reyndist innri áreiðanleiki listans í endanlegri 17 atriða útgáfu (sjá að neðan) α = 0,90 og 0,92, en undirkvarða á bilinu 0,62 til 0,81 og 0,74 til 0,83 (sjá stúdíu 2 og 3).Innri áreiðanleiki í úrtökum umönnunaraðila barna og ungmenna með krabbamein annars vegar og aðstandenda lungnaþembusjúklinga hins vegar hefur mælst á bilinu α = 0,84–0,91, en sökum smægðar þeirra úrtaka er vafasamt að túlka þær niðurstöður.2,3 Í stærra úrtaki foreldra barna sem sóttu þjónustu á Barnaspítala Hringsins reyndist innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,98, og undirkvarða á bilinu α = 0,93 (samskipti) til 0,96 (hegðun).4

Réttmæti: Upphaflegt atriðasafn (45) byggði á víddum Calgary Family Assessment líkansins (CFAM) og var metið af höfundi þess líkans.1 Innihaldsréttmæti atriðanna var þar að auki metið með greiningu framhaldsnema og hjúkrunarfræðinga með þekkingu á CFAM. Leitandi meginhlutagreining í úrtaki aðstandanda leiddi til þess að 23 atriði af 45 voru fjarlægð og eftir stóðu 5 víddir (tilfinningar, samvinna og lausn vandamála, samskipti, hegðun og skilningur á aðstæðum) með skýringargildi upp á rúm 60%. Staðfestandi þáttagreining í öðru úrtaki leiddi til frekari fækkunar atriða úr 22 í 17 með fjóra þætti að baki (tilfinningatjáning, samvinna og lausn vandamála, samskipti og hegðun) – best mátgæði fengust fyrir þá þáttalausn og sú var látin vera endanleg.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Sveinbjarnardottir, E. K., Svavarsdottir, E. K., & Hrafnkelsson, B. (2012). Psychometric Development of the Iceland-Expressive Family Functioning Questionnaire (ICE-EFFQ). Journal of Family Nursing, 18(3), 353–377. https://doi.org/10.1177/1074840712449204

Próffræðigreinar:

  • 1. Sveinbjarnardottir, E. K., Svavarsdottir, E. K., & Hrafnkelsson, B. (2012). Psychometric Development of the Iceland-Expressive Family Functioning Questionnaire (ICE-EFFQ). Journal of Family Nursing, 18(3), 353–377. https://doi.org/10.1177/1074840712449204

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. Halldórsdóttir, B. S., & Svavarsdóttir, E. K. (2012). Purposeful Therapeutic Conversations: Are They Effective for Families of Individuals with COPD: A Quasi-Experimental Study. Vård i Norden, 32(1), 48–51. https://doi.org/10.1177/010740831203200111
  • 2. Svavarsdottir, E. K., & Sigurdardottir, A. O. (2013). Benefits of a brief therapeutic conversation intervention for families of children and adolescents in active cancer treatment. Oncology nursing forum40(5), E346–E357. https://doi.org/10.1188/13.ONF.E346-E357
  • 4. Sigurdardottir, A. O., Garwick, A. W., & Svavarsdottir, E. K. (2017). The importance of family support in pediatrics and its impact on healthcare satisfaction. Scandinavian journal of caring sciences, 31(2), 241–252. https://doi.org/10.1111/scs.12336
  • Baldursdottir, I. M., Petursdottir, A. B., & Svavarsdottir, E. K. (2023). Family oriented intervention for families of adolescents with attention deficit hyperactivity disorder: A feasibility study. Journal of Child and Adolescent Psychiatric Nursing, 36(2), 75-86. https://doi.org/10.1111/jcap.12405
  • Athuga að matstækið hefur verið þýtt á önnur tungumál og notað erlendis. Fyrir upplýsingar um próffræðilega eiginleika þýðinga, sjá t.d. Konradsen o.fl. (2018) og Gouveia o.fl. (2023)

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist sérstakrar hæfni / þjálfunar

Aðrar útgáfur 

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024